Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk arfleifð

Þorsteins Víglundssonar og Viðreisnarflokksins? Hver skyldi hún vera eða verða?

Upphlaupsflokkar skilja yfirleitt ekki eftir sig mörg spor og varanleg.

Viðreisn var stofnuð í fýlu yfir því að innganga í Evrópusambandið hlaut ekki lýðræðislegan stuðning á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir löngu. Á þeim fundi reyndu ESB sinnar með skipulögðu átaki að neyða flokksmenn til að taka jákvæða afstöðu til inngöngu. Þessu var hrundið með afgerandi hætti.Þetta sauð í þessu flokksbroti sem sætti sig ekki við lýðræðislega stefnumörkun og endaði með stofnun Viðreisnarflokksins um það eina mál að ganga í ESB og taka upp Evru í stað krónunnar sem þeior segja að sé ónýt.

Stjórnin sem var mynduð í janúar 2017 var svo skipuð

  • Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  • Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
  • Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
  • Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. 
  • Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.

"Óttarr Proppé (fæddur 7. nóvember 1968) er íslenskur tónlistarmaður, leikari og fyrrum stjórnmálamaður. Óttarr var kosinn á Alþingi fyrir Bjarta framtíð árið 2013 ..."

Óttarr var kosinn á Alþingi fyrir Bjarta framtíð árið 2013. Sú stjórn endaði eins og fyrirsjáanlegt var með leikrænni tjáningu Óttars og batt enda á ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar sem nú hefur líklega séð sitt óvænna um frekari frama í stjórnmálum og hverfur til baka í sitt gamla starf í steypunni.Líklega á Óttar Proppé ekki afturkvæmt á Alþingi heldur. 

Við tók núverandi ríkisstjórn í janúar 2018.

Þorsteinn Víglundsson er hinn mætasti maður með margvíslega reynslu það ég kynntist honum fyrir margt löngu.Hann fór á þing 2016, varð ráðherra í bræðingsstjórninni janúar 2017. Í henni sat Óttarr Proppé (fæddur 7. nóvember 1968) er íslenskur tónlistarmaður og leikari og fyrrum stjórnmálamaður. En það er svo í stjórnmálum að einleikarar eiga takmarkaða framtíð og tekst þeim sjaldnast að marka einhver spor sem máli skipta. Svo er með Þorstein og svo verður líklega með Þorgerði Katrínu og Benedikt Jóhannesson Zoëga.Og svo verður trúlega með Flokk Fólksins og Pírata að þeim tekst hvergi að komast til áhrifa. 

Sigmundur Davíð er að því leyti einstakur í íslenskum stjórnmálum að honum virðist ætla að takast að halda velli enn um sinn með Miðflokkinn. En að mínu viti væri það þjóðarhapp  ef tækist að sameina hann móðurflokknum á ný því flokkakraðakið á Alþingi er þjóðamein ef maður ber það saman við Bandaríkin þar sem meginlínur eru skýrar.Minnihluti Alþingis er hér gersamlega tilgangslaus og eyðir aðeins tíma og fjármunum með þvargi sem ekki skilar nokkru sköpuðum hlut.

Þetta hefur Þorsteinn Víglundsson séð að áframhaldandi þingseta hans þjónaði engum tilgangi og hans pólitíska arfleifð er því uppgjöf sem engu skilar til þjóðarinnar sem kaus hann inn á þing. 

Er þetta ekki frekar ömurlegur viðskilnður manns sem fór á þing til að gera eitthvað fyrir þjóðina en er svo stokkinn af um leið og honum er boðin meiri tólg fyrir sig persónulega?

Þá vigtar þjjóðin ekki stórt hjá honum. Og líklega er hann ekki einn um þessa afstöðu ef maður lítur yfir þingsalimn. Mest allt láglaunafólk sem hefur komist í feitara.

Og lítið virðist Þorsteinn hafa tekið eftir orðum Johns F. Kennedy sem bað menn ekki hugsa hvað fósturjörðin gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir fósturjörðina?.
.
Er það ekki frekar bara meiri tólg .fyrir sjálfan hann sem knýr stjórnmálahugsjónir Þorsteins heldur en sú hástemmda rolla sem hann slengir í okkur í kveðjuskyni um göfugleika Viðreisnarflokksins? Meiri spenna fyrir hann persónulega heldur en hjálp fyrir aðra nú á erfiðum tímum? . . .

Ekki sannfærir hann mig um að styðja Viðreisnarflokkinn eða kaupa steypu hjá BM Vallá.Ef það er hin pólitíska arfleifð Þorsteins Víglumndssonar þá get ég alveg verið án hennar um sinn.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var áðan að horfa á Sögu Spaugstofunnar

Hún gerði mikið út á nöldur og óánægju þó svo að það heiti hárbeitt grín hjá sumum

Sem betur fer þá nenna æ færri kjósendur óánægju flokka á kjörstað annars mundum við vera með nýja Mogens Glistrup ríkisstjórn eftir hverjar einustu kosningar

Grímur (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 15:55

2 identicon

Mér fannst hann hrokafullur og leiðinlegur stjórnmálamaður.

Hann reyndi að selja þjóðinni stjórnmál, nú selur hann steypu! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 12:27

3 identicon

VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON fyrrum forstjóri BM-vallá hljómaði vel og gaf gáfuleg tilsvör varðandi "erfiðleikana" á ÍSLANDI. Þorsteinn er heppinn að vera hættur á Alþingi og þurfa EKKI lengur, að dreifa boðskap Viðreisnar.

Sama gildir um aðra Einstaklinga og Stjórnmálaflokka, sem boða "uppgjöf" ISLENDINGA og gangast undir skipanir og getuleysi Embættismanna í Brussel.

ÞEIR gátu ekki varist YFIRTÖKU erlendra þjóða í Evrópu og á Norðurlöndum. BRETLAND er farið og fleiri lönd fylgja... Gamla góða Evrópa skartaði með eigin tungumál og sína siði.

FÆKKUN flokka á ALÞINGI er fyrirsjáanleg. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR eru framtíð fámenni ÍSLENDINGA. Hættum að vera ALÞjÓÐLEG!.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband