Leita í fréttum mbl.is

Trump á fundi

https://twitter.com/i/status/1247641140507049986?cn=ZmxleGlibGVfcmVjc18y&refsrc=email

talar í 59 mínútur og svarar svo spurningum. Hann skýrir frá framkvæmdum stjórnarinnar. Hann heggur hvert spjót af skafti sem demókratiskir blaðamenn skjóta úr salnum.

Hann segir sögu af því þegar allir réðust á hann fyrir að mæla með inntöku  hydroxychlorquin sem gæti hjálpað. Blökkukona(af einhverjum ástæðu er þeir 4 x viðkvæmari í lungum en aðrir)  sem er Demókrataþingkona fyrir Michigan er að deyja úr covid. Hún segir við manninn sinn klukkan 10 að kvöldi , ég hef þetta ekki af að óbreyttu. Farðu í apótekið og náðu í þetta meðal. Það er til þar af því að við sáum til þess að 29 milljón skammtar voru settir á markaðinn af þessu lyfi segir Trump og glottir. Maðurinn gerir sem frúin biður og fær lyfið. Eftir 4 tíma vaknar konan og er betri. Hún nær sér svo  alveg.

Ég hef eignast demókrata sem vin segir Trump og brosir breitt. Hví skyldu menn ekki reyna þetta lyf segir Trump. Það geta sosum verið aukaverkanir en hvað er það hjá því að deyja spyr hann?

Ég er ekki búinn að hlusta á næsta 49 mínútur kafla þegar Pence tekur við eftir að hafa staðið teinréttur allan tímann á sviðinu en ætla að vinda mér í það.

Það vekur athygli hvað pólitíkin er hnitmiðaðri í Bandaríkjunum. Trump þarf bara að verjast demókrötum sem flokki. Ekki þessi hroðalega smáflokkakraðaki sem við er að glíma hérna á Alþingi. Mig hryllti við tilhugsuninni ef forsetinn þyrfti að munnhöggvast við Þorhildi Sunnu eða Leista-Leví, hvað þá Loga Má.

Þarna eru pólarnir skýrir, annaðhvort ertu hérnamegin eða hinumegin. Mikið væri margt öðruvísi ef við gætum borið gæfu til að fækka flokkum á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þríeykið á SJÓNVARPINU 14:03 daglega hefur unnið hjörtu og áhugasemi okkar allra. ALLIR fylgjast með kl:14.03.

Páskarnir nálgast: Það væri sterk og falleg sýn, að KALLA eftir PRESTI, sem flytti BÆN frá "Kirkjunni sinni" eða frá einu borði með ÞRÍEYKINU í lok eins þáttar fyrir Landið OKKAR og ÍSLENDINGA. Séra Geir WAAGE frá Reykholti hefði góða sýn á Veirunni, baráttunni og framtíð ÍSLENDINGA.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 8.4.2020 kl. 17:23

2 Smámynd: Hörður Þormar

Þýski veirusérfræðingurinn, Alexander Kekulé, hefur meiri trú á gamaldags blóðplasmagjöf heldur en lyfinu hans Donalds Trump.

Með allri virðingu fyrir Donald Trump þá held ég að veirusérfræðingurinn hafi meira vit á COVID-19 veikinni heldur en forsetinn:                 Podcast - Kekulés Corona-Kompass #21: Die schwierige Suche nach der Todesursache | MDR aktuell | MDR               

Hörður Þormar, 8.4.2020 kl. 22:40

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er stutt í að þetta þríeyki glati vinsældunum. Það gerist eftir tæpan mánuð, þegar næsta hrina uppsagna dynur á og það verður endanlega staðfest að túrisminn er dauður út sumarið og margar hótelkeðjur með, helmingur allra verslana að fara á hausinn og fasteignafélögin með. Og alvöru bankakreppa í pípunum. Mánuð, kannski tvo. Þá áttar fólk sig á að það er ákaflega vond hugmynd á krísutímum að setja stjórn landsins í hendurnar á tveimur gömlum læknum og lögreglumanni.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2020 kl. 22:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nennti loksins að lesa blogg Salvarar Gissurardóttur,þar sem hún segir Trump vera á yfirsnúningi,hvað sem það nú þýðir kanski eitthvað karllegt? Það er alla vega engin dæmi til um djöfulganginn í andstæðingum forsetans.                                                                                            Það er kominn tími til að fá menn eins og séra Geir Wage til að messa yfir þjóðinni. Svo er best að gegna og halda sig inni við.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2020 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband