Leita í fréttum mbl.is

Man það einhver?

Hverskonar eðli sálgreindi þá flokksbróðir Gunnars Smára Egilssonar, dr. Ólafur Ragnar Grímsson síðar Forseti Íslands, að væri í Davíð Oddssyni? Man það einhver?

Maður getur velt fyrir sér eðli Gunnars Smára Egilssonar þegar maður les skrif hans í dag um allt sem ríkisstjórnin er að reyna að gera.

Hvað skyldi Gunnar Smári leggja til að stjórnvöld myndu gera? Ekkert eða allt fyrir alla nema Sjálfstæðismenn?

Hann skrifar svo í dag:

"Það er komið að því að almannasamtök og stjórnarandstaða lýsi yfir klárri andstöðu við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Það er sjálfsagt að sýna samstöðu með aðgerðum sóttvarnaryfirvalda, gagnvart sjúkdómi sem leggst harðast á þau sem eru veik fyrir og gömul. En í grunninn eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekkert annað en stórkostlegur og eftirlitslaus fjáraustur úr almannasjóðum til fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Og hver borgar?

Miðað við óbreytta ríkisfjármálastefnu mun 200-300 milljarða króna gat á ríkissjóði verða fyllt upp með skattahækkunum á launafólk, niðurbroti bótakerfa, skerðingu á opinberri þjónustu og sölu á eignum almennings; svo sem Landsvirkjun, bönkunum, vegakerfinu, flugvöllum og höfnum.

Þess vegna er Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra svona glaður. Hann er bæði sá ráðherra sem í raun fer einn með þessar aðgerðir (hann hendir 500 m.kr. í hvert ráðuneyti til að fá samþykki við aðgerðirnar í ríkisstjórn) og svo sér hann fram á að hann geti flutt óheyrilegar upphæðir frá þeim sem ekkert eða lítið eiga til þeirra sem mikið eiga og vilja sífellt eignast meira og brjóta niður skattkerfið og velferðarkerfin í leiðinni.

Fyrir Bjarna og vini hans er kórónavírusinn himnasending; hann hefur fengið alla flokka, verkalýðshreyfinguna og öll almannasamtök til að skrifa upp sósíalisma hinna ríku og svo grimma niðurskurðarstefnu gagnvart fjöldanum í kjölfarið. Verkalýðshreyfingin á að fara í klára afgerandi andstöðu gegn þessum ráðagerðum, ekki láta narra sig í að fagna smásigrum á einhverjum afskekktum hól, eins og hreyfingin sætti sig við á nýfrjálshyggjuárunum.

Krafan á að vera róttæk enduruppbygging ríkisfjármála og peningastefnu og svo aðgerðir byggðar á þeim breytingum til aðstoðar fólki, fjölskyldum og heimilum, einyrkjum og örfyrirtækjum sem ekki er hægt að gera kröfu um að verji sig með varasjóðum. Með því að samþykkja þessar ráðagerðir Bjarna og félaga væri verkalýðshreyfingin að dæma félagsfólk sitt til þrælavinnu í verbúð hinna ríku marga næstu áratugi"

Gunnar Smári verður ekki í vandræðum með að leysa vandmál þegar upp koma fái hann til þess traust almennings og þingfylgi við flokkinn sinn.

Hvaða lýsingaorð notaði dr. Ólafur Ragnar Grímsson annars um eðli Davíðs Oddssonar aftur á sinni tíð? Man það einhver? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 3420490

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband