Leita í fréttum mbl.is

Arnar Pálsson

er íslenskur vísindamaður sem hefur skrifað ljómandi texta um veiruna vondu sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ég hvet fólk til að fara á síðuna hans:

https://uni.hi.is/apalsson/IS/

Þar er veirufræðin útskýrð af Arnari á svo skilmerkilegan hátt að það er unun að lesa og fræðast.

Það er eitt sem ég skil ekki alveg: Er veiran lífvera eða kemisk kúla? Hún hefur einhvern eiginleika til að afrita sjálfa sig. Fjölga sér eins og lífverur. Það er erfitt að ímynda sér að dauður hlutur geri slíkt. Er hún þá sköpunarverk Drottins eins og við? Lifir og deyr?

En hún er samt lifandi í þeim skilningi að það er hægt að skemma hana svo hún geti ekki borað sér inn í lifandi frumur.  Sápa hefur þau áhrif á hana að himnan sem umlykur hana rifnar og hún er ónýt. En óskemmd borar hún sig inn í lifandi frumur og afritar RNA(einþátta) erfðaefni  sitt innan í miklu þróaðri DNA(tvíþátta, double helix Watsons sem Rosalynd Franklin náði fyrst ljósmynd af sem sjá má til dæmis í bók Watsons DNA) frumum lifandi líkama og tekur stjórnina og lætur hana afrita sitt RNA á óskljanlegan hátt. Hvernig í fjáranum verður svona andstyggðar skítakúla til? Þessi microlíffræði er ekki fyrir okkur venjulega að skilja hvernig litningarnir í okkur eru byggðir upp sem ógurlegar keðjur af 5 grunnmólekúlum(cytosin,Gúanin,Adenin, Týmin og NiturD en RNA af sömu efnum ema Urasil er í stað Tymins og Niturbasar í stað NiturD)) þar sem uppröðunin skiptir öllu máli svo mann svimar af tilhugsuninni.

 

 

Veiran hefur einhver 30.000 pör í RNA streng sínum en maður milljarða í í hverri frumu af DNA, tvöföldum helix.

Svona er þessi skítakúla uppbyggð

Sápa gerir gat á hjúpinn þannig að hún verður óvirk. (Whiskey vonandi líka) 

Sprittið vinsæla sem við úðum á hendurnar (og ég smyr hiklaust í andlit og munn og tungu hafi mér orðið eitthvað á) hefur einhver svipuð áhrif á hana. (Og ég er að að vona að whiskey sé henni ekki heldur þóknanlegt og gef mér það inn upp á sénsinn að það nái til hennar sé hún einhersstaðar.Verður maður ekki að reyna allt???)  Eitthver efni þolir hún samt ekki ef við gætum bara komið henni í snertingu við það inni í skrokknum og að því er leitað um  heim allan. Gallinn er bara sá að við erum líklega dauð áður sjálf áður en sápan kemst að henni inn í lungunum. 

Því er horft til mRNAm boðsendra ríbósakjarnasýra sem blöffi hana eða skemmi (fyrirtækið Moderna og fleiri sjálfsagt) sem ég skil ekki frekar. 

Von mannkynsins er sú að einhverjum af lyfjarisunum takist að finna bóluefni við veirunni eða lyf sem stúti getu hennar til illra verka. Án þess er heimurinn á hraðri leið til helvítis að manni sýnist.

En endilega lesið Arnar Pálsson sem veit greinilega lengra en nef okkar almennt nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband