Leita í fréttum mbl.is

Er fólkið til viðtals?

Styrmir enn fróði skrifar í dag:

"Það er augljóst að lífskjarasamningarnir svonefndu, þ.e. kjarasamningar, sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði fyrir ári og ekki eru að fullu komnir til framkvæmda, eru í uppnámi. Það er afleiðing kórónuveirunnar.

En um leið og atvinnurekendur fara augljóslega fram á breytingar á þeim þarf fleira til að koma.

Lífskjarasamningarnir tóku mið af kjarabótum, sem Kjararáð hafði úrskurðað til ráðherra, þingmanna og æðstu stjórnenda í opinbera kerfinu. Um leið og atvinnurekendur fara fram á að eitthvað af þeim gangi til baka, hlýtur spurningin að vera sú, hvort það sama eigi þá ekki við um þær kjarabætur, sem Kjararáð ákvarðaði til handa fyrrnefndum hópum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tók fyrsta skrefið og það mjög mikilvægt í þá átt á Alþingi í gær með því að opna á frystingu launa umræddra hópa en augljóslega þarf meira til.

Og þar með er komið að því, sem dæmi eru um frá fyrri tíð: að það skapist traust á milli verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar til þess að koma þeim málum í farveg, sem allir verða sáttir við."

Miðað við tóninn í Sólveigu Önnu,Gunnari Smára,Ragnari Þór, Drífu Sædal og fleiri verndurum launþega undanfarið . 

Er fólkið yfirleitt til viðtals?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífskjarasamningarnir tóku ekkert mið af kjarabótum sem Kjararáð hafði úrskurðað til ráðherra, þingmanna og æðstu stjórnenda í opinbera kerfinu. Kjarabætur Kjararáðs komu lífskjarasamningunum ekkert við og voru ekkert í umræðunni um þá. Enda þá búið að leggja Kjararáð niður og kjarabætur Kjararáðs höfðu verið samkvæmt hækkunum á almennum markaði nokkur fyrri ár og miðuðust við hækkanir sem aðrir voru búnir að fá. Eigi þær kjarabætur að ganga til baka þá þurfa taxtar á almennum markaði að gefa eftir hækkanir undanfarinna ára.

Kjarabreytingar til ráðherra, þingmanna og æðstu stjórnenda í opinbera kerfinu miðast nú við breytingar á launavísitölu. Lækki/hækki laun almennt þá lækka/hækka laun ráðherra, þingmanna og æðstu stjórnenda sjálfkrafa til samræmis við þá breytingu.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2020 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband