Leita í fréttum mbl.is

Markaðsvæðing Landsvirkjunar

er á fullu eftir Orkupakkanna frá ESB og þeirra væntanlegu.

Skúli Jóhannsson kemur nokkuð á óvart með að upplýsa þátt Harðar Arnarsonar í markaðsvæðingarstefnu Landsvirkjunar sem hann kveður upp úr með að sé að leiða til lokunar Álversins í Straumsvík.

Ég hélt að Skúli hefði ekkert haft við 3.orkupakkann að athuga en það stenst tæpleg eftir þessa grein:

"

Í Morgunblaðinu 14.4. 2020 var birt ágæt grein eftir Jónas Elíasson prófessor með yfirskriftinni: „Raforkuvinnsla á Íslandi: Aftur á byrjunarreit?“ Í greininni ræðir Jónas um samskipti Landsvirkjunar og Rio Tinto, sem er eigandi álverksmiðju ÍSAL í Straumsvík.

Samningur Landsvirkjunar og ÍSAL

Viðskiptasamningur um sölu á raforku frá virkjunum Landsvirkjunar til ÍSAL hefur verið í gangi samfellt síðan 1970 eða í hartnær 50 ár. Samningurinn hefur verið íslensku þjóðfélagi til mikilla hagsbóta. Með honum var riðið á vaðið með nýtingu vatnsorku í stórum stíl hér á landi. Almennt séð hafa allt frá upphafi verið góð samskipti milli ÍSAL og Landsvirkjunar, sem í rauninni er nauðsynlegt í svo löngu og farsælu samstarfi.

Þetta hefur breyst á undanförnum árum. Svo virðist sem upphaf þeirra hnökra megi rekja til ársins 2010, þegar nýr forstjóri Landsvirkjunar hóf störf, en sama ár var gengið frá nýjum orkusölusamningi við ÍSAL. Annars vegar komu til undirbúningsráðstafanir ÍSAL ef til lokunar á verksmiðjunni kæmi og hins vegar kvartaði Landsvirkjun yfir framferði ÍSAL og sagði þær vera hótanir í sinn garð. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á samskipti fyrirtækjanna.

Orkuverð í samningnum 2010 var tengt neysluvísitölu í Bandaríkjunum en hafði áður verið tengt álverði á heimsmarkaði. Síðan þá hefur álverð fallið verulega einkum vegna stóraukinnar framleiðslu Kínverja á áli og ekki bætir kórónuveiran ástandið.

Á tímabilinu hefur neysluvísitala í Bandaríkjunum farið stöðugt hækkandi og er nú svo komið að orkuverð Landsvirkjunar til ÍSAL er orðið 38% hærra en það hefði verið ef álverðstenging hefði gilt og er þar miðað við CPI vísitölu 258 og álverð 1494 USD/ tonn.

Einnig mætti nefna önnur atriði í samningnum, t.d. að hann skuli gilda til langs tíma eða til ársins 2036 og með um 80% kaupskyldu. Það er með ólíkindum að ÍSAL skuli hafa látið hafa sig út í þetta á sínum tíma og mætti halda að þeir hafi hreinlega gert reiknivillu í mati sínu á samningnum eða alla vega gert herfileg mistök í mati á mögulegri þróun verðvísa.

 Þáttur Harðar Arnarsonar

Þegar Hörður Arnarson tók formlega við starfi forstjóra Landsvirkjunar í ársbyrjun 2010 lét hann í ljós þau áform sín að breyta ætti starfsemi Landsvirkjunar yfir í markaðsdrifið fyrirtæki sem mundi einbeita sér að því að græða peninga með öllum ráðum, til hagsbóta fyrir eigendur þess sem er hinn íslenski almenningur.

Byggði hann upp markaðsdeild innan Landsvirkjunar og fyllti deildina af konum til að gæta jafnréttis. Hóf hann umfangsmiklar rannsóknir á þeim ákvörðunum sem leiddu til byggingar Kárahnjúkavirkjunar með það að markmiði að sýna fram á hversu óhagkvæm sú framkvæmd var. Sá málarekstur var allur með ólíkindum en í raun var virkjunin tækniundur sem ávallt hefur staðist ýtrustu kröfur.

Gagnrýni forstjórans á eigin virkjanir þótti óverðskulduð. Þáttur Halldórs Ásgrímssonar Svo langt gekk þetta á stundum að jafnvel Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sá ástæðu til að heimsækja forstjórann og ræða við hann um þetta málefni. Fundurinn var haldinn eftir að Halldór lauk starfi í Kaupmannahöfn 2013.

 Halldór sagði mér frá fundinum og að það hefði verið fátt um svör frá hendi forstjórans þegar hann gekk eftir þeim. Hann útskýrði fyrir forstjóranum að það hefði aldrei verið hugmyndin með Kárahnjúkavirkjun að Landsvirkjun rukkaði fyrir raforku umfram það sem eðlilegt mætti teljast heldur ætti fyrst og fremst að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar. Halldór var lykilmaður í að koma á fót Kárahnjúkavirkjun og álveri ALCOA á Reyðarfirði.

Því miður féll Halldór skyndilega frá á vormánuðum 2015. Hann var því ekki til staðar þegar umræða hófst 2017 um stofnun á Þjóðarsjóði þar sem arður Landsvirkjunar af raforkusölu væri lagður inn, en tekjur sjóðsins færu í að versla með verðbréf í erlendum kauphöllum.

 Þessi hugmynd kom frá forstjóra Landsvirkjunar, en fyrirtækið átti að halda uppi tekjum sjóðsins. Það hefur ekki hljómað vel í eyrum hinna stóru viðskiptavina Landsvirkjunar að þeir væru að greiða svo mikið fyrir raforkuna að það væri grundvöllur að slíkum sjóði og sem var líkt við olíusjóð Norðmanna. Ég var búinn að nefna við Halldór að hann skrifaði eitthvað niður um aðdraganda, byggingu og fyrstu rekstrarár Kárahnjúkavirkjunar og tók hann líklega í það. Ekkert fannst um það mál að honum látnum.

Lokaorð

Með þriðja orkupakkanum verða nýir viðskiptahættir með raforku innleiddir hér á landi. Markaðshönnun er þar afar mikilvæg, en Landsnet stendur fyrir verkinu og hefur fengið til þess erlent ráðgjafarfyrirtæki.

Ekkert hefur ennþá heyrst um hvernig verkinu vindur fram, en maður bara vonar það besta. Þá ætti að verða handhægara að tengja orkusölusamninga við alþjóðlega viðskiptahætti í stað þess að þurfa að sérhanna heimatilbúnar lausnir. Þarna koma þá væntanlega staðlaðir raforkumarkaðir við sögu og þá munu sjálftökugjaldskrár orkufyrirtækja ljúka sínu skeiði og frjáls samkeppni taka við.

Það á að hætta þessu þjóðarsjóðsrugli og drífa í að endurskoða samninginn við ÍSAL, með sanngirni í huga."

Ég er mjög sammála Skúla framsóknarmanni í því að hætta þessum þjóðarsjóðshugmyndum og bæta Asíubankanum við þá niðurfellingu.Okkar þjóðasjóður á ekkert sameiginlegt með olíusjóði Norðmanna sem er til þess að halda ofhitnun frá hagkerfinu meðan sá íslenski virkar tilkælingar.

Við verðum að gera þær ráðstafanir sem duga til að forða álverinu i Straumsvík frá lokun. Ég hef áður stungið upp á því að við fáum greitt að hluta til í álbirgðum sem við geymum hjá Ísal til betri tíðar.Það held ég að sé jafngóð eign eða betri en einhver bankabréf í Asíá þó að Bjarni verði þar í stjórn. Við verðum að nálgast áldeiluna með jákvæðara hugarfari en manni sýnist að nú sé gert. 

Markaðsvæðing Landsvirkjunar og sæstrengsþrá má ekki yfirskyggja atvinnuhagsmuni fólksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LANDSVIRKJUN,ORKUPAKKAR og SÆSTRENGUR er spennandi fyrir OKKUR ÍSLENDINGA. Það FYRSTA er að losa ÍSLAND við ALÞJÓÐAVÆÐINGUNA og allar SKIPANIR ERLENDIS frá. Við eigum sterka HUGVITSMENN í RAFMAGNI og ORKUMÁLUM.

Mín vegna má koma SÆSTRENGUR, kostaður af ÍSLENDINGUM. BÆTUM við HEITU og (köldu blávatninu), sem greiða allan KOSTNAÐ við SÆSTRENGINN. Hr. HÖRÐUR var sterkur hjá MAREL og nú í LANDSV. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 21.4.2020 kl. 18:28

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tími Jóhönnu kom óvænt eftir loforð Steingríms þar sem hann hafnaði fyrir kosningar aðildarumsókn að ESB. En þarsem er kommúnisti þar eru svik og undirferli enda munaði Steingrím ekkert um að svíkja loforðið og nýta atkvæðin sem hann fékk útá það loforð til að hjálpa Jóhönnu við að sækja um ESB aðild.

 

Ég tel að yfirgangs ríkisstjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms sé sú hörmulegasta sem hér hefur komist á legg, og Jóhanna vitlausasti forsætisráðherra Íslandssögunnar. Hún rak alla sem hún hataði og þeir voru margir. Meðal annars þá rak hún stjórn lands virkjunar og setti sitt fólk í staðin og þar er það enn og má því segja að Jóhanna sé en þá við stjórn lands virkjunar og Bjarni Ben verðlaunaði Steingrím með því að gera hann að forseta Alþingis .

 

Það er því ekki björgulegt hjá okkur með leyni kommanna Bjarna Ben með sin frosna haus og Gulla flæking að æva sig í sperri leggja gangi að sið heldri nasista foringja og þá virðist kjafta á honum hver tuska en gagnvart okkur þá heldur hann kjafti, laumast með veggjum reinir hvað hann getur til að losa okkur frá ráðum yfir orkulindum og landamærum okkar, liðsmenn Jóhönnu vitlausu og Steingríms með hundrað ára leyndarmálið.Ammboðin, já hvenær skyldi þeirra tími koma?

Hrólfur Þ Hraundal, 21.4.2020 kl. 20:35

3 identicon

Hrólfur minnist á LANDAMÆRI okkar ÍSLENDINGA?.

Hvar eru LANDAMÆRI ÍSLANDS - ERU ÞAU ENNÞÁ VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ AÐ ÓSKUM og SKIPUNUM ESB Í BRUSSEL?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 22.4.2020 kl. 09:58

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú er komin verulegur þrýstingur á að við losum okkur við alla andstöðu við að segja upp EES nauðungar klístrið sem beintengir okkur við ESB. Þetta var fyrir okkur Íslendinga nauðung pressuð fram af putta teljandi, kommannum Jóni Baldvin, en nú vill hann ekki í brennandi hús, en hefur ekki enn beðist afsökunar á hrokanum og frekjunni.

EES hefur ekkert fært okkur annað en bunka af tilskipunnum og regglugerðum handa komunistum á alþingi til samþyktar. Að losa okkur frá þessu, shengen vitleysunni, orku pakka þvælunni, og Jóhönnu úr stjórn Landsvirkjunar, það væri mikil frelsun. En auðvita borgum við ekkert fyrir frelsið, því að við erum löngu búin að borga fyrir þennan nauðungar samning.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.4.2020 kl. 16:43

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ættir Gísli Holgeirsson að fá þér bát og siglingatæki og þá kanski finnur þú landamærin. Landamæri strand ríkja eru líka úti í sjó og Kínverjar eru að byggja upp eyjar til að þeingja að landamærum og lögsögu annara ríkja svo smekklegt sem það nú er.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2020 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband