Leita í fréttum mbl.is

2 metra "mannhelgi"

hugmyndin frá Víði er eitthvað sem vkið eigum að velta alvarlega fyrir okkur.

Er ekki hægt að hafa það sem reglu að við nálgumst ekki annað fólk að fyrra bragði nema fyrir liggi að það sé einhverskonar augnsambands samþykki fyrir því?

Það er landlægur siður að fólk halli sér í áttina að fólki sem það hittir og vill eitthvað með. 

Ómar Ragnarsson fjallar um þetta svona:

"Tveggja metra "mannhelgin" eins og Víðir kallaði hana svo réttilega, samanber orðið landhelgi, er nokkurn veginn, ásamt sprittuninni meginatriði alls þjóðlífsins um þessar mundir. 

Það eru þessir lífsnauðsynlegu tveir metrar sem hafa stöðvað hálft atvinnulífið og skapað djúpa kreppu, en voru óhjákvæmileg regla, eins og óvæntar hópsýkingar hafa bent til auk þess árangurs að koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins og mikið mannfall. 

Á myndum af útilífinu á hinum góða degi í gær mátti sjá, að eftirsóknarlegt frelsi í blíðviðrinu skóp margfalt brot á tveggja metra reglunni þar sem samt hefði verið átt að vera tiltölulega auðvelt með góðum vilja, að fara eftir henni. 

Þetta var slæmt að því leyti, að það er hastarlegt fyrir burðarfyrirtæki á borð við Icelandair, svo að nærtækt dæmi sé tekið, að ekki sé talað um ferðaþjónustuna eins og hún leggur sig; áður með veltu upp á hundruð milljarða og störf í tugþúsundatali; -  að þurfa að sæta afleiðingum hinnar hörðu tveggja metra reglu á sama tíma og sjá má í sjónvarpi fjöldabrot á henni við aðstæður, sem ekki þurfa að koma í veg fyrir að hún sé virt. 

Fram að þessu hefur þjóðin í meginatriðum sýnt samvinnu og samstöðu, og þrátt fyrir vangaveltur um tilslakanir framundan, er mikilsvert að viðhalda sem mestri einingu um það sem gert er. ..."

Ef við höfum þetta sem meginreglu með undantekningum að eigin vali, erum við þá ekki líkleg til að forðast eitthvað. Sýnum tillitssemi og förum aðeins kurteisislega nær öðru fólki þegar við sjáum að Það vill að við komum nær? Rjúkum ekki á það til faðmlaga eða handabanda.

Ef Icelandair setur bara farþega í annaðhvort sæti og hefur tjald sem sett er á sætisbökin þá komast aðeins helmingi færri farþegar í hverja vél. Skipulag er haft á inn og útgöngu. Farseðlar verða auðvitað helmingi dýrari. En er þetta eitthvað útilokað og verra en ekkert flug?

Hjálpar ekki allt sem við gerum í þessa veru til hafa 2 metra mannhelgi sem umgengnisvenju? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband