2.5.2020 | 14:12
Ingimar K.Sveinbjörnsson
Ingimar K. Sveinbjörnsson lést 12.mars 2010 eftir mikil og vaxandi veikindi undanfarin 15 ár. Það var átakanlegt fyrir okkur umhverfis hann að horfa á hvernig sjúkdómurinn var stöðugt að meitla af hraustmenninu líf og heilsu, stöðugt herðandi tökin. Við urðum að þola þann sannleika lengi að dauðinn myndi vera sú eina líkn sem honum yrði lögð þessa heims. Umkomuleysi okkar var algert og við spurðum í sorg okkar, hversvegna þarf maðurinn að lifa þetta? Eru ekki vegir Guðs sagðir órannsakanlegir?
Það var eftir að Ingimar hætti störfum sem flugstjóri, sextíu og þriggja ára að aldri, að hann sagði mér að hann hefði verið greindur með afbrigði af Parkinson. Hann sagði þetta æðrulaust sem hans var von og vísa. Bætti svo við og glotti: Það hefur hver sinn djöful að draga. Aldrei minntist hann framar á veikindin en reyndi að lifa eftir fremsta megni. Kvartaði ekki en hélt ró sinni og kímni meðan hann mátti.
Síðustu árin voru mjög erfið. Í Sunnuhlíð naut hann þeirrar bestu umönnunar sem hægt er að hugsa sér. Ég hef oft farið hjá mér vegna vanmáttar þegar ég horfi á starfsfólkið þar vinna sín störf af þvílíkum yndis- og kærleika, sem maður á sjálfur svo alltof lítið af. Þetta fólk kemst næst því að vera englar í mínum skilningi.
Helga Zoëga, kona Ingimars, er einnig af slíkri englaætt. Þvílíka umhyggju, natni og kærleika sem hún sýndi manni sínum í veikindunum sýndist manni ótrúleg. Hún hjúkraði honum heima meðan hún gat. Síðan heimsótti hún hann nær alla daga í Sunnuhlíð og sat hjá honum til að stytta honum stundir. Þessi ár eru orðin mörg og erfið og til þessa hefur hún varið blómaárum lífs síns, þegar fólk er á þeim aldri að það ætti að njóta meira frelsis en framan af ævi. En svo er ekki sjálfgefið og ef til vill er hinn góði endir fremur til í ævintýrunum en í hversdagsleikanum.
Það er um aldarþriðjungur síðan við hjónin kynntumst þeim hjónum, Ingimar og Helgu. Við urðum fjöleigendur í flugvél. Ingimar sagði við okkur strákana, að við ættum ekkert að fara út á land fyrr en við værum búnir að læra blindflug. Hann vildi halda okkur á lífi. Og hann skyldi kenna okkur frítt.
Ég tók hann á orðinu. Ingimar reytti hár sitt yfir mér lengi en þar kom að hann útskrifaði mig of snemma að mér fannst. En lífsnautn samflugs okkar er tilgangslaust að lýsa fyrir þeim sem ekki uppfylla skilyrðin um að vera bæði vitlaus og elska það.
Ingimar var Flugmaður með stórum staf. Hann þurfti ekki að miklast af sjálfum sér, menn vissu alveg hver hann var. Sumir halda að hann hafi haft einhverja ófreskigáfu þannig að hann vissi hvað framundan var og fátt kom honum því á óvart. Hann tók stundum skyndiákvarðanir sem voru skil milli feigs og ófeigs.
Ingimar var vörpulegur maður, karlmenni og jafnvel sagður karlremba af sumum konum. Einstakur greiðamaður og landsþekkt ljúfmenni við alla. Einhver besti vinur sem nokkur maður gat eignast, höfðingi heim að sækja á Þinghólsbraut og í Króksfjarðarnes.
Það er bjart yfir minningu hans Ingimars.
Þannig voru mín fátæklegu minningarorð um Ingimar Kristinn vin minn og kennara.
Fleira fólk ritaði minningarorð um Ingimar.Úr þeim dreg ég saman eftirfarandi yfirlit:
Ingimar Kristinn Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1933. Hann lést 12. mars 2010 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Einarsson frá Endagerði á Miðnesi, f. 17.3. 1895, d. 3.9. 1966, og Guðmunda Jónsdóttir frá Sandvík á Eyrarbakka, f. 27.7. 1902, d. 21.2. 1972.
Ingimar kvæntist 19.1. 1963 Helgu Zoëga, f. 3.4. 1941, dóttur Geirs Zoëga, f. 27.7. 1896, og konu hans Halldóru Ólafsdóttur Zoëga, f. 15.12. 1906.
Börn þeirra eru: 1) Ólafur Þór, f. 7.9. 1963, kvæntur Agnesi Eyþórsdóttur. 2) Halldóra, f. 4.4. 1965, gift Hauki Margeirssyni. 3) Guðmundur Sveinbjörn, f. 15.6. 1977, kvæntur Ingu Rannveigu Guðrúnardóttur. Barnabörnin eru fimm talsins.
Ingimar lauk atvinnuflugprófi 1954 og hafði þá samtímis starfað í slökkviliði Keflavíkurflugvallar.
Hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1955 og starfaði þar og síðar hjá Flugleiðum til 19.12. 1996 eða í 40 ár. 1965-1975 var hann þjálfunarflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni og 1965-1981 í sama starfi hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum. Hann var fulltrúi í öryggisnefnd FÍA í tvö ár og prófdómari í blindflugi hjá Flugmálastjórn Íslands um árabil.
Heiðursmerki Dannebrogsorðunnar var honum veitt fyrir afrek við björgun á Grænlandi. Meðal margra áhugamála var Lionshreyfingin, en þar var hann meðlimur í Frey í Reykjavík, Þristavinafélagið en það er félag áhugamanna um gömlu DC 3-vélarnar, sem Ingimar flaug mikið í gegnum árin og þá ekki síst áburðarvélin Páll Sveinsson, sem margir flugmenn hafa komið að og flogið endurgjaldslaust við að græða landið. Siglingaklúbburinn Óðinn í Kópavogi átti líka hug hans og hjarta.
Um árabil lærði hann á kirkjuorgel hjá Martin H. Friðrikssyni í Dómkirkjunni. Eitt stærsta áhugamál fyrir Ingimar og fjölskylduna var jörðin fyrir vestan. Þau hjónin keyptu árið 1977 jörðina Króksfjarðarnes í Reykhólasveit og voru þar öllum stundum meðan heilsan leyfði og notuðu tímann vel til að ganga vel frá hlutunum og gera fínt í kringum sig
Bernhard Pedersen minnist hans með þessum orðum:
"Ég kynntist Ingimari K. Sveinbjörnssyni fyrst árið 1964 þegar hann hóaði saman nokkrum mönnum og kynnti fyrir okkur Siglingaklúbbinn Óðin sem hann ásamt fleirum hafði stofnað nokkru fyrr og var fyrsti siglingaklúbbur á Íslandi. Hugmynd hans var að fjölga félögum og stefnt skyldi að því að kaupa veglegt seglskip sem hentaði vel til siglinga hér.
Næsta vetur fann hann í Skotlandi 49 feta seglskútu sem var um 14 rúmlestir. Klúbburinn festi kaup á þessari skútu og í lok maí 1965 fóru fjórir menn utan, skútan var rigguð, gerð sjóklár og skírð Stormsvalan. Fimm menn sigldu henni síðan heim og hingað kom hún 11. júní og vakti koma hennar mikla athygli enda stærsta skip af þessari gerð á þeim tíma. Mér er hulin ráðgáta hvernig Ingimari tókst að fjármagna þessi kaup en hann fékk lán í flestum bönkum hér fyrir meiri hluta kaupverðsins sem félagarnir borguðu smám saman.
Það er óhætt að segja að glæsilega hafi verið að öllu staðið, klúbburinn eignaðist síðar ágætt klúbbhús í Kópavogi með fullkominni aðstöðu vegna starfseminnar. Auk geymslu fyrir allan útbúnað klúbbsins og félaganna var góður salur til fundahalda og námskeiðahalds. Ingimar var allan tímann formaður klúbbsins, svokallaður Commodore. Klúbburinn lét síðar smíða aðra minni skútu, af gerðinni Folkboat, sem skírð var Blæsvalan og var henni töluvert siglt af félögunum. Því miður urðu ýmis óhöpp með Stormsvöluna þess valdandi að félagarnir sáu sér ekki fært að halda áfram og voru skúturnar báðar seldar upp úr 1970.
Í nóvember 1971 gekk Ingimar í Lionsklúbbinn Frey og var félagi þar til hinsta dags. Hann var mjög áhugasamur um starfsemi klúbbsins, tók þátt í flestum uppákomum og störfum og skipulagði starf sitt þannig að hann gæti mætt á sem flesta klúbbfundi. Sum árin var hann með 100% fundamætingu. Við minnumst með ánægju þegar við félagarnir í klúbbnum merktum ár á Vestfjörðum og gistum fyrstu nóttina í Króksfjarðarnesi hjá Helgu og Ingimari í góðu yfirlæti. Jörðina Króksfjarðarnes höfðu þau keypt nokkrum árum fyrr og mestallur frítími þeirra þessi árin fór í að endurnýja íbúðarhús og alla aðstöðu á jörðinni.
Einhvern veginn þróuðust mál þannig að vinskapur okkar varð nánari og meiri eftir því sem árin liðu. Ingimar var ákaflega félagslyndur og átti vini og kunningja víða, vinskapur sem hann ræktaði vel meðan heilsa hans leyfði. Við brölluðum ýmislegt, haustið 1985 leigðum við 41 fets skútu á Jersey og sigldum í viku um Ermasundseyjarnar með konum okkar og yngstu sonum, fórum hringferð um landið eftir að hringvegurinn opnaði, fjölmargar ferðir með þeim í Króksfjarðarnesi ásamt bátsferðum í kringum eyjar hans þar og stangaveiði í nálægum ám. Ingimar var ákaflega skemmtilegur og leiftrandi félagi og það leiddist engum í kringum hann.
Að lokum vil ég þakka vini mínum Ingimari samfylgdina og fyrir hönd fjölskyldu minnar, Lionsklúbbsins Freys og hjónaklúbbsins okkar votta ég Helgu, börnum þeirra og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð.
Bernhard Petersen."
Ég átti því láni að fagna að fara margar flugferðir með Ingimari og sitja fyrir aftan flugstjórann á langleiðum.Horfa á hann sextugan að aldri, í síðast fluginu frá Bandaríkjunum vegna aldursins, þræða einstigi milli þrumuklakkanna við New York sem lýstu eins og perur í eldingunum en vélin var komin í hámarkshæð án þess að vera nærri því toppa þá. Þá varð mér hugsað til þess að Ingimar sagði stundum "Hann nafni er með mér". Það var nefnilega svo að hann vissi stundum óorðna hluti án þess að flíka því mjög.Skynjaði fyrir flug að nú myndi bera til tíðinda.
Mitt í þessu fári kemur flugfreyja framm í og segir að kona ein sé skelfingu lostim af flughræðslu, Komdu með hana hingað segir flugstjórinn. Það er gert og Ingimar talar við hana og segir heeni hvað allt é yndislegt í þessu umhverfi, fallegt útsýnið og flugvélin 757 traust og máttug . Konan róast niður og flugfreyjan fylgir henni til sætis neðan "hægra megin í þá" hljómar fyrir eyrum mér frá gömlum kúmmadögum á Íslandi. Flugfreyjan kemur aftur skömmi síðar og Ingimar spyr um liðan elsku konunnar. Hún er góð núna segir flugfreyjan, hún er búin að taka inn ellefu vodka og sefur núna.Þú kemur bara með hama aftur ef henni versnar segir flugstjórinn og heldur áfram að þræða einstigin.
Við Ingimar áttum saman Skymaster vélina TF-SKY. Hundruðum stunda eyddi hann við hlið mér við kennsluna. Endalaust þolinmóður og öryggistilfinningin sem streymdi frá honum var ómetanleg.Ég reyndi og reyndi að þóknast meistaranum en seint gekk það nú.Það næsta sem ég komst því að gera hann ánægðan var eftir Botn-aðflug að Akureyri niður í lágmark að hann sagði eftir lendinguna; "Ég get nú eiginlega ekki sett neitt út á þetta." Þetta var tónlist í mínum eyrum. Svo sannarlega óverðskulduð að mér finnst enn í dag.
Honum fannst auðvitað mest gaman að fljúga lágflug á Skæjaranum. Siðasta flug hans hérna megin fórum við á honum til Króksfjarðarnes. Þau voru með aftur í konan hans Helga Zoëga og Haukur tengdaonur en við Ingimar frammí. Þar kom að því að ég setti einn fingur vísifingur á stýrið til að lyfta okkur örlítið til að skrúfurnar tækju ekki niður, aðvitað óþarfi . Þá glotti minn og hvíslaði með sinni þá brostnu röddu ."Á varstu orðinn hræddur?"
Ingimar var einn besti vinur sem nokkur maður gat eignast.Ljúfur í viðmóti og lítillátur. Hann þekkti þvílíkan aragrúa af fólki um allt land. Aldrei hitti maður neinn sem talaði öðruvísi en vel um Ingimar K. Sveinbjörnsson.
Blindflugsnemar voru að vísu margir hræddir við hann því að hann var ekkert lamb að leika sér við sem prófdómari.Hann felldi mig mörgum sinnum í námsferlinu en leyfði mér framhaldslíf eftir blindflugsprófið 1978 líklega vegna vináttunnar frekar en að ég væri þolanlegur.
En ég flaug Skæjaranum fram að hruni þegar ég varð að gefast upp.Fyrir þær hundruðir flugstunda sem ég átti um borð í honum, með og án Ingimars, verð ég ævinlega þakklátur fyrir sem ævintýri lífs míns.
Stundum er ég ekki klár á því hvort Skymasterinn var bara dauður hlutur eða ekki. Flókin voru tauga og æðakerfi hans eins og ég hef líka. Svo gersamlega gafst ég þessari vél á vald í eins manns blindfluginu. Þá veit maður að maður fer þangað sem vélin fer og ekkert annað. Hún dró fram það besta og það versta sem til er í skapgerðinni sem ég hefði aldrei fundið án samvistanna viða hana.
Flugið er um margt orðið öðruvísi í dag en mér fannst það vera í gamla daga.Þá beit flugbakterían mann á unga aldri þegar ég var að skríða í flökunum í Öskjuhlíðinni í stríðinu. Þá var blár nippill á álröri sem manni tókst að snúa lausan heill fjársjóður.
Svo komst maður á svifflugsnámskeið hjá Helga blessuðum Filippussyni á Sandskeiði. Margir sem þar voru í viðlegunni á loftinu urðu vinir manns ævilangt.
Þarna í matsalnum sá ég Ingimar fyrst þegar hann kom á vélflugu með öðrum í heimsókn.Þarna voru aldeilis kallar á ferð.
Svo ætlaði ég að halda áfram árið eftir en krassaði Schulgleiternum í ofrisbeygju og fékk flugskrekk sem entist mér í 10 ár.Svo togaði bakterían aftur í mann eftir háskóla og hjónaband og næsta áratuginn var maður að reyta saman flugtíma. Þangað til að ég kynntist Ingimari og eigendahópi TF-SKY sem allir urðu vinir mínir ævilangt.Þá hófst flugnámið eftir öll þessi ár og hundruðir gónflugstunda.Að renna inn og útúr skýjunum varð fyrir mér sælan sjálf.
Nú fara menn í flugnám sýnist mér úr fjarlægð ekki vegna flugdellunnar heldur bara í atvinnuskyni. Það er lærð bókin fyrst áður en menn fara að læra að fljúga. Og flugið fer mikið fram í hermum en ekkert endilega í einhverjum blikkdósum.Rómantíkin er horfin sem var yfir þessu í gamla daga.Nú er einkaflug sport sem æ færri stunda enda fátækt og fjármálábyrgð og launajöfnuður orðin almannaeign sem ekki var algild áður fyrr.
En í mars s.l. voru liðin 10 ára frá því að Ingimar kvaddi okkur. Minning hans lifir með mér um mann sem var valmenni og Flugmaður af lífi og sál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2020 kl. 13:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420590
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Tek undir hvert einasta orð sem sagt er hér um þennan ljúfling og sanna vin og þakka þér fyrir að minnast hans af svona mikilli hlýju og alúð.
Eitt sinn kallaði hann mig fram á prikið á Fokkernum í aðflugi til Akureyrar og leyfði mér að taka hluta af aðfluginu í hægra sæti. Ég spurði hann hverju sætti þetta boð hans.
"Ég sá þig fyrir austan að skælast á Skyhawknum", sagði hann.
"Hann er of lítill fyrir þig og það getur orðið varasamt. Þú ert með þannig verkefni, að ég ráðlegg þér eindregið að stefna að því að eignast stærri flugvél, sem er hraðfleygari, langfleygari og ber meira en Skyhawk, svo sem Skylane með Robertson STOL skammbrautabúnaði, og úr því að þú ert farþegi hjá mér, fannst mér tilvalið að gauka þessu að þér strax hér og nú."
Það varð úr að nokkrum árum seinna tókst mér að uppfylla vinarósk Ingimars, og Skylane vélin er sennilega sú eins hreyfils einkaflugvél íslensk, sem hefur verið víðförlust.
Henni var upphaflega flogið til Íslands frá Bandaríkjunum og lent hér á landi á jafn ólíkum stöðum og Bárðarbungu, í Fjörðum, í Hornvík og öðrum víkum Hornstranda, Surtsey og í miðbæ Akureyrar fyrir neðan leikhúsið.
Var síðan flogið til Eþíópíu og lent þar utan valla í nokkur ár, en var síðast, svo ég vissi til, í víðavangslendingum í Suður-Afríku.
Ómar Ragnarsson, 2.5.2020 kl. 15:54
Falleg upprifjun um mætan Kópavogsbúa, fjölhæfan og góðan dreng.
Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 2.5.2020 kl. 22:15
Takk fyrir báðir vinir mínir. Ég á margt ósagt um mannkosti og samveru mína við þennan mann Ingimar K. Sveinbjörnsson þó að ég viti að ég hef varla hæfileika til að orða það allt.Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyrir mig sem ég gat aldrei launað að fullu.
Halldór Jónsson, 3.5.2020 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.