Leita í fréttum mbl.is

Galið

verð ég að segja um tillögur Jóhannesar Loftssonar formann Frjálshyggjufélagsins. 

Hann skrifar mjög pólitíska grein í Morgunblaðið í dag þar sem þennan kafla er að finna:

a"... Auðvitað á að nýta árangurinn gegn kórónuflensunni til að opna landið strax aftur. Ef það væri gert nú myndi það vekja heimsathygli og laða hingað frelsisþyrsta ferðamenn sem kæmust hvergi annað.

Íslendingar þyrftu áfram að sýna ýtrustu aðgát í langan tíma, en ávinningurinn af því að gefa ferðaiðnaðinum tækifæri á að berjast fyrir lífi sínu gæti orðið margfaldur ef hrunið yrði umflúið.

Ríkisstjórn Íslands hefur flúið ábyrgðina sem fylgir því að stjórna og falið lækni efnahagsstjórnina.

Fyrir vikið eru allar aðgerðir nú eingöngu líknarmeðferð á sjúklingi sem mun deyja ef hann fær ekki súrefni.

Eina leiðin til að bjarga Íslandi frá öðru hruni er að fólk láti í sér heyra og minni stjórnmálamenn á að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar fyrir þennan nýja afleik aldarinnar. Sannleikurinn mun koma í ljós.

Enn er von um að hægt sé að komast hjá harmleiknum. En til þess að svo verði þarf fólk að rísa upp og sýna viðspyrnu og láta í sér heyra strax, því eftir að sjúklingurinn er dauður verður honum ekki bjargað lengur..."

Þá kemur Jóhannes Loftsson með kröfu um að færa allt á byrjunarreit og opna landið tafarlaust.Honum dettur ekki í hug að það er ferðabann víðar en á Íslandi. Þetta er svo galin og óskiljanleg tillaga að það er áfall fyrir frjálshyggjuna að vera nefnd í sama orði og þessi ritsmíoð. Einræði og fjöldadráp get ég ekki samsamað við frjálshyggju.

Jóhannes virðist ekki hafa skilið upp né niður í aðferðafræðinni í baráttunni og til hvers hún var. Hefði hún ekki verið framkvæmd með þessum hætti hefðu orðið hópsýkingar á heilbrigðisstofnunum svipað og varð á Bolungarvík. Sjúkrahúsin okkar hefðu lagst á hliðina vegna álgasins og líklega hefðum við orðið að grípa til fjöldagrafreita með skurðgröfum.

Dánartalan hefði margaldast með veldisvexti og hjúkrun sýktra ekki reynst möguleg. Sænska leiðin þar sem gefið er eingöngu morfín þeim sem eru konir á efri ár þegar þeir eru í súrefnisskroti hefði óhjákvæmilega verið tekin upp því aðeins örfáar öndunarvélar eru hér til..

Hrikalegar fjölskylduhörmungar hefðu gengið yfir landið eins og við urðum vitni að í Hveragerði. Hver treystir sér til að hugsa slíkt til enda? 

Landsmenn hefðu sjálfsagt náð sér á einhverjum mánuðum og við stórgrætt á að losna við framfærslu á þúsundum látinna.En að fela frjálshyggjufélaginu að reikna það dæmi til enda vil ég ekki gera.

Þetta eru vissulega lögmæt sjónarmið sem einræðisstjórnum á borð við Kim Jong Un gætu dottið í hug. Svipað og þær þjóðernishreinsanir sem fram hafa farið og fara enn fram með gildri röksemdafærslu á hverjum stað. Adolf heitinn Hitler hafði til dæmis mikla sannfæringu fyrir nauðsyn á mikilli framleiðni Auswitch búðanna vegna framtíðarvelgengni Þýzkalands.  

Við getum farið aftur á reit eitt þegar í stað  með því að fara að ráðum þessa Jóhannesar og opna landið. Smitin myndu þegar í stað byrja aftur með veldisvexti og allt það sem við reyndum að forðast yrði komið aftur innan fárra  vikna.

Þetta er að mínu viti svo galið að í raun er ekki hægt að ræða það á þessum tímapunkti.

Jafnvel þó að öll íslenska þjóðin væri ónæm fyrir Covid19 myndi Jóhannes ætla að Icelandair myndi hefja flug til allra áfangastaða og ferðamenn flykkjast til landsins?  Hætta við að tapa 30 milljörðum á næstu þremur mánuðum eins og á þeim fyrri þremur? 

Allur heimurinn færi að kaupa fisk og ál? Olían aldrei ófýrari?

Heimurinn allur er í vanda sem við getum ekki leyst einir þjóða hvað sem öllu auglýsingagildi líður. Við eigum allt undir viðskiptum við heiminn og við erum algerlega háðir því að heiminum batni um leið og okkur.Við erum að gera okkar besta.Nú gildir að flýta sér hægt og forðast bakslag.

Allar þessar erfiðu ráðstafanir sem gerðar voru miðuðu að því að halda sýkingunum í svo lágu hlutfalli að hægt væri að rekja smitin og einangra  og ráða við að hjúkra sjúkum.

Það tókst og við erum í jafnvægi sem stendur.

Ekkert má hinsvegar útaf bera og við verðum að fara mjög gætilega í slökun varúðarráðstafana.

Að taka tappann einfaldlega úr flöskunni og hleypa andanum út væri galið á þessum tímapunkti..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég las grein um þetta eftir Jóhannes um daginn. Sú grein fannst mér ekki góð, því röksemdirnar að baki voru veikburða.

En þessi grein sem þú vísar hér til er hins vegar mjög góð. Og Jóhannes færir sterk rök fyrir máli sínu.

Það er nefnilega komið á daginn að dánartíðni vegna þessa sjúkdóms er langtum minni en reiknað var út í upphafi, með þeirri furðulega idjótísku aðferðafræði sem notuð var. Tölurnar frá Kaliforníu sem Jóhannes nefnir sýna þetta. Og tölur frá Íslandi sýna þetta raunar líka.

Það er hins vegar rétt sem þú segir, að það nægir ekki eitt og sér að Ísland opni. En opni Ísland getur það aftur haft áhrif á fleiri lönd og strax væri hægt að hefja ferðir til og frá þeim löndum sem nú þegar eru opin.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2020 kl. 15:34

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

Kærar þakkir fyrir að fjalla um greinina mína Halldór.  Það sem mér sýnist þú samt ekki átta þig alveg á er að við erum í dag á byrjunarreit og því hefur ekkert áunnist annað en meiri þekking.  Þ.e. ég benti á í greininni að síðast þegar vi vorum á byrjunarreit, áður en nokkuð smit hafði borist hingað þá hafnaði sóttvarnarlæknir alfarið að loka landinu.  Honum þótti það svo augljóst þá að hann sagði að slíkt væri eitthvað sem "Allir ættu að sjá", (enda mundi hrun samfélagsins verða óumflýjanlegt).  Á þessum tíma þá héldu menn að veiran væri bráðdrepandi með 2,2% dánartíðni.  Nú er hins vegar að koma í ljós að svo sé ekki og hafa mótefnamælingar verið að sýna dánartíðnina á bilinu 0,1-0,37%.  Neðri talan er líklega nær því sem við höfum hér.  Sú dánartíðni er hins vegar á við slæma flensu.  ... og ef menn eru farnir að loka landinu og rústa hagkerfinu út af flensu, þá spyr maður af hverju það var ekki gert fyrr?

Vandamálið við núverandi nálgun yfirvalda er að hún er ekki að leiða okkur úr vandanum, því að til að hún skili árangri þarf að loka landinu 6-12 mánuði (skv. þórólfi sjálfum)... þetta gæti jafnvel ílengts í 2 ár miðað við nýjust upplýsingar, en þá mund það vera hjarðarónæmi sem stoppaði vírusinn, þ.a. það er í raun enginn von að hingað blossi ekki upp smit aftur nema að það takist að þróa bóluefni.  Þar sem bóluefnið er beitt gegn sjúkdóm sem er með álíka lága dánartíðni og flensa, þá kallar það líkat til á enn meiri prófanir til að tryggja að bóluefnið sem viðkvæmir hópar muni verða sýktir af muni ekki verða skaðlegri en sjúkdómurinn.

Hættan sem að íslendingum stafar af öðru hruni er gríðarlega alvarleg og því verður að vera hægt að ræða hlutina af skynsemi án þess að menn benda á raunverulegar leiðir út úr vandanum.  Ísland er í dag að sigla inn í ástand með 50-75 þúsund manna atvinnuleysi sem mun á vafa leiða til mikilla mótmæla áður en langt um líður og vonleysið fer að blasa við. Þegar það gerist þá mun hljóðið í stjórnmálamönnum breytast og aflétting allra takmarkana gæti gerst afar hratt.  Þá verður hins vegar skaðinn skeður og samfélagið hrunið.  Ef við svissum beint yfir í langtímalausn úr vandanum núna, þá erum við í miklu betri stöðu til að stýra okkar örlögum og stýra vandanum. Þá höfum við einmitt svigrúm til að nýta alla okkar reynslu og þekkingu sem náðst hefur til að lágmarka áhættu faraldursins enn frekar og verna þá viðkvæmu (svo bolungarvíkurdæmið endurtaki sig síður).  Enn fremur er til bóta að nýta sumarið, því smithætta ýmissa veirusjúkdóma er að jafnaði minni á sumrin og því er líklega auðveldara að halda aftur af því að allt fari af stað.  Haustin eru hins vegar hættuleg.  

Að lokum Halldór, fyrir rökfastann mann eins og þig þá vil ég benda á að það er ekki bæði hægt að halda því fram að það sé áhætta af því að opna landið á sama tíma og því er lýst yfir að það muni enginn hvort er eð koma.  Ef það kemur enginn þá er engin smithætta.  Ef það kemur einhver þá fær atvinnulífið smá súrefni á afar krítískum tíma, sem gefur okkur von um að komast hratt úr hremmingunum.  Það gæti vel gerst, enda fer kóróunutúrismi í dag vaxandi í svíþjóð.

kærar þakkir Halldór.

Jóhannes Loftsson, 2.5.2020 kl. 17:03

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þegar tíminn kemur muni margir spyrja sig hvern fjandann vorum við eiginlega að hugsa?

Og ég gæti trúað að ýmsir muni beina sjónum að þeirri djúpstæðu villu sem virðist gegnumgangandi í ýmsum vísindagreinum, þar með talið læknavísindum, að leggja ofuráherslu á gögnin. Svo mikla, að jafnvel þótt öllu hugsandi fólki sé alveg ljóst að gögnin eru kolröng, er samt stuðst við þau eins og enginn sé morgundagurinn.

Einhverjir munu þá kannski rifja upp greinina þína, Jóhannes, og hugsa, já, hann hafði á endanum rétt fyrir sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2020 kl. 20:59

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held Jóhannes að það sé í gildi að við verðum að passa upp á veikbyggt heilbrifðiskerfi okkar .og pasa að ofbjóða því ekki. Ég held að það sé mælikvarðinn í slökuninni. 

Halldór Jónsson, 2.5.2020 kl. 21:38

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Við slökum rólega núna og ef vel gengur þá áfram

Halldór Jónsson, 2.5.2020 kl. 21:42

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jóhannes, spítalarnir okkar ráða núna við álagið en það má lítið útaf bera. Remdesivir er komaið og Moderna er á fullu með mRNA. Auðvitað er útlitið hræðilegt fyrir efnahagslífið en þetta skánar hvað með öðru vonar maður.

Halldór Jónsson, 3.5.2020 kl. 02:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorsteinn, þú hugsar djúpt að vanda.Það er margt framundan. En ég held að "festina lente" eigi hér við.

Halldór Jónsson, 3.5.2020 kl. 02:56

8 identicon

Jóhannes Loftsson hefur skoðanir á "heimsvandanum".

ÍSLAND er í sérstöðu varðandi ferðamannaiðnaðinn. ÖRYGGI og aftur ÖRYGGI á fámennu ÓMENGUÐU ÍSLANDI ásamt GESTRISNUM góðum ÍSLENDINGUM, Leiðsögu og Sögumönnum er mikilvægt.

Ný Sýn FERÐA MANNA á SÖGUNNI, LANDAFUNDUM,SÆogVÍKINGAFERÐUM og EKKI síst Á RITLIST og KONUNGASÖGUM.

Sr.GEIR WAAGE vinnur sigra í REYKHOLTI við að segja SÖGUNA frá GAMLA TÍMANUM.

Ég endurtek mig við KYNNINGUNA á ÍSLANDI. Sendum "Hannes Hólmstein og Einar Kára" til FOXnews, Sky og BBC í 1 klukku tíma viðtal. Þetta verður ÓDÝRT, því margir hóa í þá félaga til viðtala víðar í USA og Evrópu. 

"TEST BÚNAÐURINN" í AMERIKU er mikill. Skoðum hvern farþega með þessum nýjustu græjum, sem tékkar farþegana af áður en þeir fara til flugs.

ÞJÓÐARLEIÐTOGINN TRUMP, leysir þetta stórmál, sem önnur STÓRMÁL. ÖRUGG LYF verða komin í dreyfingu fyrr en SEINNA?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.5.2020 kl. 12:00

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Halldór, 

Það er mikilvægt að tala sé um þetta mál af skynsemi, og það sorglegt að vita til þess að eldra fólk og/eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma hafi látist af völdum flensu og núna Covid 19, en allar þessar tölur yfir smit og dauðsföll eru hins vegar magar hverja allar vitlausar (eða rangar). Það er ekkert að marka þetta svokallaða covid test, og auk þess ekki til "gold standard" yfir þetta test, nú og allar þessar tölur eru einfaldlega rangar og/eða vitlausar yfir dauðsföll og annað í öllum þessum líka magnaða hræðsluáróðri. Ef það er eitthvað sem er "Galið" þá er það þetta Covid test
Fyrir utan það allt saman þá virðist ekki vera nein munur á þessari Covid -flensu og einhveri annarri árstíma-bundinni flensu, hvað varðar bæði smit og dauðsföll af völdum flensu í Bandaríkjunum og víða. Þannig að ég get ekki séð betur en þetta hafi allt saman verið ýkt upp og auk þess með hræðsluáróðri, það sé því spurning út af fyrir sig, cui bono? eða hver græðir? 

KV.    

The PCR test is not testing for the virus itself but for a sequence in the RNA which may originate from many other kinds of materials! In this video https://www.youtube.com/watch?v=gwk8SQNojVA&feature=share&fbclid=IwAR1Bfd5_AjuYtnQ-yju3MBA6lLfm45s4XQgYk1mx6UTtWlDI-OHTjKOzaHY  

With this "Covid-19 test" there does not exist a gold standard to which it has been compared. The Covid-19 virus has never been purified and visualized! Thus, the accuracy of the test is unknown, whereby it was scientifically estimated that it shows an 80% false positive rate! That means there will be 4 out of 5 people diagnosed with the virus when tested who do not have it in their body! In that way the number of cases is vastly overestimated.

Beyond that, even the PCR test in itself is problematic because it is using the method of enormous amplifying, whereby the slightest contamination can cause errors in many orders of magnitude. It is not a very accurate test at all as a slight mistake can already result in a false positive.

Proof the RT- PCR test does NOT test for COVID-19: https://youtu.be/Xr8Dy5mnYx8

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.5.2020 kl. 12:43

10 Smámynd: Halldór Jónsson

 Við höfum aðeins þessa mæliaðferð en ekki aðra og verðurm að búa við hana með hugsanlegum efasemdum. En við verðum að fara gætilega.

Að selja landið til túrista sem land fámennisins er fljótt að breytast þegar mannfjöldi kemur í stað fámennis.Ég held að við verðum að fara okkur hægt þó að sársaukafullt sé. Því blússandi faraldur myndi setja allt á hliðina. Við vitum hvsð við höfum en vitum ekki hvað við fáum ef að við förum of hratt Jóhannes.Þess vegna vil ég fara hægar en þú kannski.

Halldór Jónsson, 3.5.2020 kl. 15:04

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held, Halldór og Jóhannes, að við ættum að geta opnað fljótlega fyrir ferðamenn frá löndum og ferðast sjálf til landa sem þegar hafa náð bærilegum tökum á þessu. Bara á Norðurlöndunum búa 20 milljón manns. Og eflaust er margt af þessu fólki orðið þyrst í að komast erlendis í sumarfrí. Það gæti orðið góð búbót í þessari sjálfsköpuðu kreppu að fá eitthvað af þeim ferðalöngum, og engu meiri hætta á að smitast af þeim en af fólki hér innanlands.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 16:46

12 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Halldór,

Ef við gefum okkur það að þeir hafi einangrað vírusinn og/eða tekið mynd af honum (sem ég reyndar efast um) í öllum þessum hræðsluáróðri, þá ættu þeir einnig geta athugað fólk með nota svona  rafeinda-smásjá , ekki satt?

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.5.2020 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418283

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband