Leita í fréttum mbl.is

Aronskan

var notuđ af vinstrimönnum sem skammaryrđi yfir ţá stuđningsmenn varnarsamstarfsins viđ Vesturlönd sem hefđu ađeins gróđann ađ leiđarljósi.

Ţetta hafđi ţau áhrif ađ margar framkvćmdir hér innanlands frestuđust um áratugi vegna upphlaupa ţeirra sem kölluđu sig hernámsandstćđinga. Sem er auđvitađ fáránleg nafngift hjá lýđrćđisţjóđ sem međ löglegu hćtti gerđist ađili ađ alţjóđlegu samstarfi

Styrmir enn fróđi skrifar í dag ţetta:

"Fram hefur komiđ ađ tillögum um verulegar framkvćmdir á Suđurnesjum í ţágu öryggismála hafi veriđ hafnađ í ríkisstjórn (vćntanlega af VG)en ađ slíkar framkvćmdir hefđu getađ bćtt mjög úr atvinnuástandi ţar.

Af ţessu tilefni er ástćđa til ađ undirstrika eitt grundvallaratriđi, sem stöku sinnum hefur komiđ til umrćđu frá lýđveldisstofnun og ţađ er ţetta:

Ísland gekk ekki í Atlantshafsbandalagiđ vegna hugsanlegra fjárframlaga ţađan til framkvćmda hér. Varnarsamningurinn viđ Bandaríkin var ekki gerđur vegna ţess, ađ hann mundi hafa í för međ sér tekjuauka fyrir Ísland.

Ţessar ákvarđanir voru teknar vegna ţess ađ á víđsjárverđum tímum í alţjóđamálum skipađi Ísland sér í sveit međ frjálsum ţjóđum heims í baráttu gegn kúgunaröflum kommúnismans.

Ţađ eru ekki rök fyrir framkvćmdum í ţágu öryggismála á Suđurnesjum, ađ ţćr framkvćmdir skapi atvinnu og tekjur.

Slíkar ákvarđanir á einungis ađ taka á forsendum öryggismála.

Nú beinist athyglin á ný ađ Norđurslóđum. Rússar láta fyrir sér fara í okkar heimshluta og ţađ gera Kínverjar líka í vaxandi mćli.

Ţess vegna má vel vera, ađ umrćddar framkvćmdir séu nauđsynlegar vegna öryggismála á ţessu svćđi.

Á ţeim forsendum er sjálfsagt ađ rćđa slíkar framkvćmdir fyrir opnum tjöldum og gera grein fyrir ţeim efnislegu rökum, sem liggja ţeim til grundvallar.

Slíkar umrćđur geta leitt í ljós, ađ ţćr séu mikilvćgar á forsendum öryggismála okkar sjálfra, Íslendinga, og annarra ţjóđa í okkar heimshluta.

Og komi ţađ í ljós er ţađ mjög alvarlegt mál ađ ţeim hafi veriđ hafnađ. 

"Aronskan" á ekki frekar viđ nú en áđur. 

En ţau rök sem snúa ađ öryggismálum okkar og annarra ţjóđa hér á Norđurslóđum skipta öllu máli.

Um umrćđur og skođanamun innan Sjálfstćđisflokksins um "Aronskuna" má lesa í bók minni Í köldu stríđi - Barátta og vinátta á átakatímum, sem út kom hjá Veröld 2014, á bls 229-233"

 

Engin umrćđa hefur fariđ fram í Utanríkismálanefnd um hverjar af ţessum framkvćmdum séu nauđsynlegastar fyrir framkvćmd varnarsamningsins. Hvađ ţá ađ opinberlega hafi ráđamenn útskýrt fyrir ţjóđinni hvađ sé hér á ferđ og hver séu rökin fyrir nauđsyn framkvćmdanna.

Flestallar framkvćmdir hérlendis hafa veriđ framkvćmdar af Íslendingum ef slíks er kostur. Ég get ekki séđ ađ ţađ tengist gömlum skammaryrđum um Aronsku hiđ minnsta. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Sćll síđuhöfundur.

Mýrarljósiđ sem tórir ţessa dagana er í einu orđi sagt, "kommaljós" og ţađ ţar einhver ađ blása á ţennan auma loga í snarhasti. Ţögnin ćrir óstöugan og ţađ á ágćtlega viđ í augnablikinu. Mađur eđa mús?

Sindri Karl Sigurđsson, 16.5.2020 kl. 21:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418444

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband