Leita í fréttum mbl.is

Kennileikinn eða QED

þvælist kostulega fram og aftur á síðum dagblaðanna.

Í Morgunblaðinu skrifar Óli Björn Kárason grein þar sem eftirfarandi stendur:

"...Skortur á samhæfðum viðbrögðum Evrópusambandsins við efnahagslegum hörmungum veirufaraldursins er líklegur til að auka klofning meðal evrulandanna. Fram til þessa hefur hvert land glímt við kreppuna í gegnum eigin ríkisfjármál en Seðlabanki Evrópu hefur reynt að koma til aðstoðar með kaupum á ríkisskuldabréfum.

Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við stórfelld kaup bankans. Um leið bannaði dómstóllinn seðlabanka Þýskalands að taka þátt í kaupum ríkisskuldabréfa evrulanda nema lagðar væru fram sönnur fyrir því að meðalhófs væri gætt við kaupin.

Evrópudómstóllinn telur úrskurð stjórnlagadómstólsins marklausan og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á sama máli. Þannig dýpkar pólitísk og stjórnlagaleg kreppa Evrópusambandsins, á sama tíma og glímt er við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar veirufaraldursins.

Aðildarríkin virðast ófær um að sameinast um hvað þurfi að gera. Evrulöndin eru ekki ein um að glíma við alvarlegan efnahagssamdrátt og hækkandi skuldir. Fá lönd sleppa við efnahagslegar afleiðingar faraldursins.

En sameiginlegur gjaldmiðill – evran – án sameiginlegra ríkisfjármála er orðinn líkt og myllusteinn um háls þeirra þjóða sem verst hafa orðið úti í efnahagsþrengingum. Myntbandalagið stefnir í aðra skuldakreppu ríkissjóða aðildarríkjanna. Engin pólitísk samstaða hefur náðst um um að „dreifa“ byrðunum á milli norður- og suðurhluta. Fyrir okkur Íslendinga er það ekki gleðiefni að horfa upp á gjána milli norðurs og suðurs breikka.

Pólitísk og stjórnskipuleg kreppa Evrópusambandsins og efnahagslegt misgengi í evrulandi getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag.

Við Íslendingar, líkt og aðrar þjóðir, eigum eftir að draga lærdóm af baráttunni við skæða veiru og með hvaða hætti skynsamlegt er að bregðast við efnahagslegum áföllum vegna veirufaraldurs sem lamar daglegt líf. Sumt vitum við þegar. Öflugt og skilvirkt heilbrigðiskerfi er forsenda þess að hægt sé að bregðast við heilbrigðisvá.

Við höfum fengið staðfestingu á því hversu mikilvægt það er að fylgja aðhaldssamri stefnu í opinberum fjármálum á tímum góðæris, þannig að ríki og sveitarfélög séu í stakk búin til að takast á við efnahagslegan erfiðleika. Og við höfum enn einu sinni verið áminnt um hversu dýrmælt fullveldi í peningamálum er."

Á gagnstæðri síðu fer dr. Benedikt Jóhannesson enn einu sinni yfir það, að 2+2=4 þýði að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru. Það sé QED og hið eina stærðfræðilega viðfangsefni þjóðarinnar.

Það er mér óskiljanlegt hvernig þessi vel mennti maður skuli berja þann lóminn... : " Allar þjóðirnar eru nú reynslunni ríkari í NATO, sem ásamt Evrópusambandinu er áhrifamesta friðarbandalag sögunnar". Hann samsamar hið feyskna Evrópusamband saman við sjálft NATÓ sem eitt og sér hefur haldið friðinn frá stofnun þess meðan ESB hefur ekki verið fært um eina einustu ákvörðun á alþjóðasviði frá því fyrir  Bosníustríð. 

Benedikt flokkar það til einangrunarhyggja að vilja ekki ganga í Evrópusambandið sem logar stafna á milli í vandamálum friðartímans, og óleysanlegum fjárhagsvanda Evrunnar. Hrósar Gulla utanríkis fyrir þjónkun hans við EES samninginn sem sætir vaxandi efasemdum þjóðarinnar. QED hans lokar gersamlega fyrir skilningarvit mannsins á öllu öðru.

Yfirgnæfandi hluti mannkyns,  ríkja heimsins stendur utan Evrópusambandsins. Benedikt telur það til einangrunarhyggju að eiga frjáls viðskipti við þá mörgu milljarða manna sem þeim meirihluta tilheyra.

Og svo kallaði hann flokk sinn Viðreisn! Herre Gud! Þvílíkt öfugmæli.

Vonandi biður íslensk þjóð Benedikt aldrei um hans QED í neinum kappsmálum sem snerta fullveldi landsins og fjárhagsmál.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki eitt, það er ALLT, sem hrjáir "húskarlana" í BRUSSEL. Sýndarleikur, Stjórnleysi, Evruvandi og "herlaust" bákn ESB, sem treystir á AMERIKU, þegar eitthvað brestur innan Evrópu.

Það er gott, að ÍSLAND er EKKI "all-in" í þennan hugarheim vinstriflokka og einstaklinga, sem þangað stefna.

Elskum ÍSLAND og vandann, sem við höfum sjálf skapað.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418321

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband