Leita í fréttum mbl.is

Skriðdýrsháttur

íslenskra Yfirvalda gagnvart kaþólsku EES samningsins og máttleysi gagnvart tilskipunum ESB hefur fyrir löngu gengið fram af flestum Íslendingum sem um slíkt hugsa. Við blasir að stærstu þjóðir ESB haf öll ákvæði EES að eigin geðþótta meðan við liggjum hundflatir.

Guðni Ágústsson skrifar merka grein um þetta í Fréttablaðið. Hann endar hana svofellt:

"Stephen M. Walt, ritstjóri Foreign Policy skrifar: „Raunsæismenn vita það núna að heimsfaraldurinn er enn ein ástæða til að vara sig á hnattvæðingunni.

Hnattvæðing eykur hættur á ýmiss konar kreppum í samskiptum þjóða, en skapar líka alvarleg innanríkisvandamál, svo sem þegar störf eru f lutt milli landa.“

Hér hefur verið gengist við kröfu ESB um að f lytja megi inn hrátt kjöt til Íslands og farið gegn hollráðum færustu manna bæði prófessoranna Margrétar Guðnadóttur og Karls G Kristinssonar.

Aldrei mun ég gleyma varnaðarorðum dr. Lance Price, prófessors við George Wasingtonháskóla og Milken-lýðheilsustofnunarinnar í Washington, en Sigurður Ingi Jóhannsson og Framsóknarflokkurinn fengu hann til að koma hingað. Hann var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu. Magnaðri varnaðarorð hef ég ekki heyrt gegn því að flytja hingað ófrosið kjöt.

Erindið fjallaði um lýðheilsu og algjöra sérstöðu Íslands. Hann lýsti stöðu Íslands til fyrirmyndar í vörnum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería sem væri stærsta ógn við lýðheilsu mannkynsins. Hann sagði þegar hann var spurður um hvað hann ráðlegði ríkisstjórn og Alþingi að gera, þá svaraði hann á þessa leið:

Nei, nei, aldrei að rjúfa þennan öryggismúr. Ríkisstjórnin bar ekki gæfu til að standa gegn þessari ógn.

„Varðstaða gegn óvarlegum innflutningi á hráu kjöti snýst um líf og heilsu íslensku þjóðarinnar.“

Þarna liggur stærsta heilsufarsógnin á himni framtíðarinnar. Verksmiðjubúskapurinn í vestrænum heimi snýst víða um dýraníð, og glæpsamlega lyfjanotkun, gegn þessu fári verða vísindamenn, læknar og stjórnmálamenn að rísa.

Var það ekki Gandhi sem minnti mannkynið á „að jörðin fullnægir þörfum allra, en ekki græðgi allra“?

 

Græðgin hefur tröllriðið heiminum. Mál er að linni."

Skriðdýrsháttur íslenskra yfirvalda gagnvart heimskulegum tilskipunum ESB sem meðal annars hafa stefnt Íslandi í ófrið gegn Rússlandi hafa fyrir löngu gengið fram af flestum sem um þau mál hugsa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Guðni er stóryrtur, og óheiðarlegur í málflutningi sínum eins og vanalega. Staðreyndin er einfaldlega sú, að verksmiðjubúskapur og sýklalyfjagjöf er stundað í stórum stíl í landbúnaði hérlendis, ekkert síður en annars staðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2020 kl. 13:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnaðri varnaðarorð dr.Lance Price prófessors gegn því að flytja hingað ófrosið kjöt hefur síðuhafi ekki heyrt.Þó höfðu prófessorarnir Margrét Guðnadóttir og karl G. Kristinsson,gefið ríkisstjórninni hollráð að af því stæði veruleg hætta. Dýralæknirinn í ríkisstjórn hirðir ekkert um annað en þóknast græðgispeningnum.Best að hringja i hana Sigurborgu yfirdýralækni og fa álit hennar.     

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2020 kl. 15:41

3 identicon

Guðni Ágústsson má vera stóryrtur og réttlátur um nauðsynjamál fámennrar Þjóðar. Það var pólutík og "auðvald" í viðskiptum og reglur ESB, sem réðu þessu höggi á innlenda framleiðslu Bænda.

ÍSLENDINGAR spurja í matvöruverslunum, hvort kjötið eða grænmetið sé ÍSLENSKT. Sama regla er á restauröntum, sem hugsa til framtíðar fyrir ÖRYGGI ÍSLENDINGA og erlenda ferðamenn.

Segjum SÖGUNA af ritmáli, sæferðum og Landafundum ÍSLENDINGA að viðbættu elsta ALÞINGI heims.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 17:12

4 identicon

Ertu nú alveg viss um þetta. Ég tel mig hafa töluverða innsýn í íslenska landbúnarframleiðslu og ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta er kolrangt hjá þér.  Spurning hver er stótyrtur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 17:58

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Líttu bara á svínaræktina og kjúklingaræktina Stefán Örn. Hvað er þetta annað en verksmiðjuframleiðsla? Og ætlar þú að halda því fram að þessar greinar noti ekki sýklalyf? Sama á raunar við um nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. Þar eru sýklalyf einnig notuð.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2020 kl. 20:57

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Stefán, skýrðu mál þitt en dilega

Halldór Jónsson, 27.5.2020 kl. 21:41

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Spurning hvern Stefán er að spyrja um hvað nafni minn, en ummæli  Magnúsar Siglaugssonar hér að ofan eru torræð. Það er ekkert mál að fullyrða út í loftið. Að standa við orð sín og finna þeim sönnun er annað. Magnúsi hrakar stöðugt í orðagjálfri sínu, því að baki þeim fylgja engin rök, aðeins gaspur út í loftið. Svo lengi sem hann ekki sannar sínar fullyrðingar, falla öll hans orð dauð hjá garði. Spurning hvern Stefán er að spyrja og um hvað. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2020 kl. 00:48

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hrein landbúnaðarframleiðsla og verksmiðjubúskapur er tvennt ólíkt.

 Skíthoppararækt og svínaeldi eru verksmiðjubúskapur. Frekar ógeðfelldur og skítugur. Í því skítaumhverfi innanhússframleiðslunnar er alveg örugglega mikil þörf á sýklalyfjum og öðrum ófögnuði, ef afurðin á að lifa það af að komast á markað.

 Íslenska lambið er landbúnaður. Borið, eyrnamerkt og sent á fjall. Étur sig fullsatt heilt sumar á hérlendum heiðum og síðan smalað beint til slátrunar að hausti. Ferskasta kjöt sem hægt er að hugsa sér. Heilnæmt og bragðgott, kryddað óspilltum hálendisgróðri, ólíkt Ný-Sjálenska gúmmíinu í Bónus, sem alið er á ræktuðum túnum.

 Guðni er fínn!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2020 kl. 01:04

9 identicon

Mál mitt var svar við athugasemd Þorsteins en þar sem kommentið hefur tafist eitthvað á leið sinni hingað inn þá tapast samehngið. Og orðið a´að vera stóryrtur en en ekki stó-tyrtur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.5.2020 kl. 08:23

10 identicon

Mál mitt var svar við athugasemd Þorsteins en þar sem kommentið hefur tafist eitthvað á leið sinni hingað inn þá tapast samehngið. Og orðið á að vera stóryrtur en en ekki stó-tyrtur.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.5.2020 kl. 10:10

11 identicon

Auðvitað eru sýklayf notuð að einhverju marki í kjúklinga- og svínarækt hérlendis en það er samt í mun minn mæli en t.d. víðast hvar í Evrópu. Það eru til opinberar tölur um þetta. Í nautagriparækt er kúm gefið sýklalýf við júgurbólgu og á meðan er allri mjólk úr þeim hellt. Það er náið eftirlit með þessu. Sýklalyf í fóðri þekkist ekki hér.  Sýklalyf í sauðfjárrækt er nánast óþekkt.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.5.2020 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband