Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að?

í þjóðarsálinni?

"Pírat­ar mæl­ast næst­stærsti flokk­ur lands­ins í nýrri könn­un MMR, en fylgi flokks­ins mæl­ist 14,6%. Bæta þeir við sig þrem­ur pró­sentu­stig­um frá síðustu könn­un sem birt var 8. maí. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist áfram stærsti flokk­ur lands­ins og bæt­ir við sig 1,3 pró­sentu­stig­um, meðan hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, missa fylgi.

Sam­kvæmt könn­un MMR mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 23,5% fylgi, Pírat­ar með 14,6% og Sam­fylk­ing­in þriðji stærsti flokk­ur­inn með 13,3% og hækk­ar um eitt pró­sentu­stig milli kann­ana.

Viðreisn mæl­ist fjórði stærsti flokk­ur­inn með 11,3% en fylgi flokks­ins lækk­ar um 0,9 pró­sentu­stig milli kann­ana. Miðflokk­ur­inn bæt­ir við sig 1,1 pró­sentu­stigi og mæl­ist nú með 10,8%.

Vinstri græn missa eitt pró­sentu­stig og mæl­ast með 10,6% og Fram­sókn miss­ir 3 pró­sentu­stig og mæl­ist nú með 6,4% fylgi. Mæl­ist rík­is­stjórn­in með 47,5% fylgi í dag, en það er sjö pró­sentu­stig­um minna en í síðustu könn­un þegar stuðning­ur­inn mæld­ist 54,2%."

Jésús

Hvað er að?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur sýnst að það sé eiginlega bein fylgni milli þess að þú skammist og bloggir um Pírata og þeir hækka í skoðannakönnunum ;)

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 08:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Líklega hárrétt Flosi

Halldór Jónsson, 27.5.2020 kl. 10:26

3 identicon

Það er margt til í því sem Flosi segir.

Ég vil meina að engir auglýsi Pírata fíflin

meira en einmitt þingmenn "Sjálfstæðisflokksins"

þar fer Brynjar Níelsson fremstur.

Betra væri að veita ekki fíflunum athygli

og alls ekki að fara niður á þeirra plan.

En ef menn hafa ekkert vitrænt að gera

og brenna ekki fyrir neinum hugsjónum 

fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu lands og þjóðar 

þá atast þeir sem sokkaleista fíflin

og verða

og eru

sem þau.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 11:02

4 identicon

Það er stutt í að Piratar nái Sjálfstæðisflokknum?. "Jesús" minn, eins og maðurinn orðaði það og Samfylkingin 3. stærstur?

Er komið að FORSETA ÍSLANDS um ÞJÓÐARKOSNINGU varðandi þá flokka, einstaklinga og fyrirtæki, sem vilja ganga í faðm ESB/EES sinna í BRUSSEL.

Samfylking, Viðreisn og VG ganga fremst í flokki og væla sáran.  Ég hélt að SJÁLFSTÆÐI og LÝÐVELDI ÍSLANDS væru í fyrsta flokki hjá LEIÐTOGUM okkar inni á ALÞINGI.

ÍSLAND kallar til okkar og fullyrðir að við eigum ALLT, sem við þörfnumst frá ÓMENGUÐU Landinu OKKAR. Bændur, Gróðurhús og Sjávarútvegur standa klár innanlands og erlendis á sanngjörnum verðum.

Há vöruverð snúast ekki um flutnings gjöld heldur ÁLAGNINGU, eins og sannað var með verðkönnun á NORÐURLÖNDUM, þar sem 66% var dýrara að versla á ÍSLANDI.

Við gefum EKKI sameiginlega ORKU og LANDSVIRKJUN, BLÁVATNIÐ og VIRKJANIR. VIÐ þurfum ekki að vera ALÞJÓÐLEG með HNATTVÆÐINGU í huga fyrir 300 þúsund ÍSLENDINGA. SAGAN og VITSMUNIR þjóna okkur best meðal ÞJÓÐA.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband