Leita í fréttum mbl.is

Virkilega?

erum við þjóð?

Jón Magnússon lögmaður veltir fyrir sér 17.júní.

Hann segir:

"Margir hafa á undanförnum árum gert lítið úr þjóðmenningu íbúa í norðurhluta Evrópu og hafa Svíar gengið þar fremstir í flokki. Einn forsætisráðherra þeirra, Frederick Rheinfeld, sagði að varla væri hægt að tala um sænska þjóðmenningu og formaður sósíalista,Mona Sahlin,að það eina sem hægt sé að tala um sem sænska menningu sé miðsumarhátíðin. Sjálfstæð tilvera þjóða, sem tala með þeim hætti niður menningu sína til að hygla einhverju sem þeir kalla fjölmenningu er neikvæður áróður gegn eigin þjóð og gildum hennar. Við verðum að varast að ganga þann veg. Telji þjóð, að hún sé svo ómerkileg, að hún eigi enga sjálfstæða menningu, sem sé einhvers virði að varðveita er þeirri þjóð best að hverfa úr þjóðasafninu, sem sjálfstæð þjóð. Slík þjóð á engan tilverugrundvöll. 

Við skulum gæta þess að eiga tilverugrundvöll sem þjóð og geta sagt með stolti að við séum Íslendingar og við skulum gæta þess fjöreggs sem okkur hefur verið falið og gæta vel að hagsmunum þjóðarinnar í viðskiptum við útlönd jafnvel þó að um vinveitt ríki sé að ræða og varast að framselja eða deila um of fullveldi okkar yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar sem og öðru því sem íslenskt er. 

Gleðilega þjóðhátíð."

Ég held að að það sé hollt að láta hugann reika að þessu atriði. Af hverju  erum við Íslendingar? Af hverju erum við að kjósa Alþingismenn? Af hverju erum við að bögglast við að vera Íslendingar?

Fyrir mér er það á hreinu að ég vil ekki ganga í Evrópusambandið. Ég fylgi ekki neinum stjórnmálaöflum sem vilja einhverjar málamiðlanir í sjálfstæði Íslands og fullveldi.

Ég tel að við séum þjóð, -virkilega-,  og okkur beri að standa vörð um fullveldi Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við gefum okkur að Danir, Skotar, Baskar og Bandaríkjamenn séu þjóðir þá er nokkuð ljóst að fullveldi, sjálfstæði, vera í ríkjasambandi og kosning þingmanna kemur þeirri skilgreiningu ekkert við. En að reyna að gera þar einhverja tengingu bendir til þess að sá sem fram setur þá rökleysu hafi veikan málstað að verja.

Vagn (IP-tala skráð) 18.6.2020 kl. 09:51

2 identicon

Hvet alla til að lesa skrif Jóns Magnússonar lögmanns og álit Halldórs Jónssonar varðandi þjóðhátíðardaginn 17. júní. Það er mikilvægt að ÍSlendingar hugsi málið til enda varðandi ÖRYGGI fámennrar þjóðar. Erlendir kölluðu ÍSland hína helgu þjóð.

Þeir, sem aðhyllast sýn socialista á ÍSlandi eru í röngu LANDI. Það á líka við stjórnmálaflokkana inni á OKKAR elsta ALÞINGI.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.6.2020 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband