Leita í fréttum mbl.is

Jón Haraldsson

arkitekt og tannlæknir var einn af þeim litríku mönnum sem ég kynntist sem ungur maður. Hann var kvæntur frænku minni og þau bjuggu rausnarlega á Berstaðastræti í húsi föður hans Haraldar Björnsson leikarasnillings.

Ég var svo lánsamur sem nýútskrifaður verkfræðingur að komast í háskóla Bárðar Daníelssonar sem þá rak arkitekta-og verkfræðistofu við Hlemmtorg. þar voru fleiri nýsveinar í byggingariðnaði, Stefán Jónsson og Jón Haraldsson nýlegir arkitektar.

Við krupum allir við fótskör meistarans Bárðar sem veitti okkur tilsögn í hinum æðri  og praktísku hlutum byggingarlistarinnar. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að vera þarna með Bárði, þeim fluggáfaða snillingi. Að vísu ekki á pólitíska sviðinu  þar sem ég var víst annarsstaðar sem genetískt íhald.

En í þá daga var unnið á laugardögum. Við Jón urðum stundum samferða í góðu veðri upp Snorrabraut og töluðum margt. Hann var leiftrandi gáfaður maður og fljótur að hugsa, með tvær fullar háskólagráður að baki. Það teygðist stundum á hádeginu við hliðið á Snorrabraut 65 og ég missti af grautnum.

Seinna áttum við samleið í hönnun fyrir Ólaf Jónsson frænda á Lækjartúni þar sem reis hið fegursta hús á fögrum stað.

Síðan fórum við víða aðrar slóðir.

Einn laugardag fer ég í Ríkið á Snorrabrautinni litlu fyrir hádegi. Þar er margfaldur mannhringur fyrir framan afgreiðsluborðið og lítt gengur. Ég er við útidyrnar og hugsa með mér að ég nenni þessu bara ekki. Ég hætti við að fá mér flösku. 

Þá er mér litið til hliðar og stendur þá ekki Jónsi Haralds þar í þrönginni. Ég segi honum mínar hugrenningar.

Þá segir Jónsi og leggur hönd á arm minn."Þú sérð eftir þessu vinur. Mundu það að það eru bara svo og svo margir laugardagar eftir."

Þessu hef ég aldrei gleymt síðan. Jónsi átti sjálfur ekki marga laugardaga eftir að þetta var. 

Það skiptir máli i þessu lífi að nota tímann sem manni er gefinn. Það vissi Jónsi Haralds, arkitekt og tannlæknir,  vinur minn manna best.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband