Leita í fréttum mbl.is

Treysta vegunum?

Jokka G. Birnu­dótt­ir, gjald­keri Snigl­anna, las upp yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hönd bif­hjóla­fólks fyr­ir utan höfuðstöðvar Vega­gerðar­inn­ar í Borg­ar­túni þar sem efnt var til mót­mæla kl. 13 vegna ástands vega í land­inu. Til­efnið er slys sem varð á Kjal­ar­nes­vegi á sunnu­dag og má rekja til hálku sem myndaðist á ný­lögðu mal­biki.

Yf­ir­lýs­ing­in hljóðar svo:

„Það er sorg í hjört­um hjóla­fólks í dag. Hörmu­leg­ur at­b­urður hef­ur orðið til þess að öll sem eitt höf­um við risið upp og segj­um öll það sama; við erum búin að fá nóg.

Hver ein­asta mann­eskja sem hef­ur notað mótor­hjól get­ur sagt sögu af hálum veg­um, lausa­möl ofan á mal­biki, ein­breiðum brúm, hvass­ar brún­ir við rista­hlið, sagt okk­ur sög­ur þar sem viðkom­andi hef­ur nán­ast dottið, eða dottið og hlotið skaða af.

Í mörg ár hef­ur verið bent á þetta, kvartað und­an þessu, við ráðamenn þjóðar­inn­ar, við Vega­gerðina, við verk­taka, en upp­lif­un okk­ar er sú að það er ekki hlustað á okk­ur.

Við fáum að heyra; hægið bara á ykk­ur, eða þið verðið bara að fara var­lega.
En við verðum að geta treyst veg­un­um ekki satt?

Það hafa orðið fleiri bana­slys vegna lé­legra vega, það hafa fleiri mótor­hjóla­menn hlotið var­an­lega skaða vegna hálku á mal­biki. En við krefj­umst breyt­inga, við krefj­umst að ör­yggi fólks á veg­um úti verði í for­gangi, ekki bara okk­ar mótor­hjóla­manna held­ur allra sem ferðast um.

Burt með ónýtt efni í mal­bik­un, burt með ein­breiðar brýr, blind­hæðir og skyndi­lausn­ir. Við vilj­um að Vega­gerðin, Sam­gönguráðherra, verk­tak­ar og birgjar taki hönd­um sam­an og komi í veg fyr­ir að svona aðstæður mynd­ist ekki aft­ur.

Ég bið um einn­ar mín­útu þögn í minn­ingu fall­inna fé­laga.“

Auðvitað ríkir sorg í hjörtum eftir hörmuleg slys og maður er miður sín þegar maður hugsar til þeirra sem eftir syrgja.

Ég var mótorhjólamaður í áravís í Stuttgart bernsku minnar. Þar eru götur með ýmsu móti gerðar.Það var mikið um mótorhjól-og líka slys úti um allt.

Ein gerðin gatnayfirborðs var með klæðningu gerðri úr steinum, kannski 10-15 sentimetrar á kant og hæstir í miðjunni held ég, misslitnir en þetta virðist endast lengi sem vegyfirborð og því valin enn í dag. Við kölluðum þetta koppagötur og okkur var svakalega illa við þessar götur.

Þegar þessi götugerð svo hlykkjast niður hæðirnar í Stuttgart og rignir þá var þetta martröð mótorhjólamannsins. Marga byltuna hlaut maður þarna þrátt fyrir að reyna að vanda sig. Brautin framundan er ávallt óskrifað blað. Aldrei hvarflaði það að manni að Borgaryfirvöld væri ábyrg fyrir að leggja svo hættulega götu sem maður teldi sig eiga nauðsyn á að fara.

Er ekki vegurinn framundan á ábyrgð hvers og eins sem fer hann? Getur einhver annar en ferðamaðurinn borið ábyrgð á eigin för? Vissulega eru Þjóðverjar vakandi yfir því ef einhver leggur gildru eða hættu í veg ferðamannsins og líða ekki slíkt. Aðvörunarskilti eru víða.

En er ekki opin gata á ábyrgð þess sem kýs að fara eftir henni í trausti og varfærni  á brautunum glötunarbreiðu málefni hvers og eins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri sagði afspurð hvort hún (vegagerðin)mundi skipta um verktaka. Svarið var nei enda hefði þessi verktaki svo mikla reynslu. Dapurlegt.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.7.2020 kl. 09:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðstæðurnar og íblöndunin á kaflanum á Kjalarnesi voru þær sömu og eru framkallaðar hjá Svíum á æfingaköflum til æfa akstur á glæru svelli. Vélhjólamenn, sem eru í þéttri röð bíla og koma skyndilega inn á malbik með eiginleika sem lögreglumenn á vettvangi lýstu sem "skautasvelli" eru komnir inn í dauðagildru.

Ómar Ragnarsson, 1.7.2020 kl. 10:40

3 identicon

Við samhryggjumst öllu því fólki, sem telur sig eiga þátt við malbikunina og eftirköst og sorgir hjólreiðamanna.

Fyrsta málið er ÖKUHRAÐINN og hugsanlega dreifing á "SANDI" á allt yfirborðið til ákveðins tíma. 

MALBIKUN, VIÐGERÐIR OG LAGFÆRING GATNA Á AÐ VINNA Á NÓTTINNI YFIR SUMARTÍMANN Á ÍSLANDI. Góð auglýsing fyrir bjartar og kyrrðar nætur. Nokkrir karlar á næturvakt eða samkvæmt samkomulagi við verktaka. Tól/Tæki og vélar allt í dagvinnu.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.7.2020 kl. 13:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mótorhjól eru dásamleg farartæki en lífshættuleg. Mér finnst þeir sem keyra um hjálmlausir og á skyrtunni einni eins og ég gerði í Þyakalanid og þeir gera enmn í Florida sýna að menn gera sér ljóst hvað er í húfi. Fyrr eða seinna kemur það, það vitum við.

Að pakka sér inn í leður og hjálma og kenna svo einhverjum um af hverju maður datt og varnirnar biluðu, það skil ég ekki. Þú verður að gera þér ljóst að þú og hjólið eruð eitt og ferðist saman á áfangastað, hvort sem þið náið honum  eða ferðist inn í eilífðina. Þið berið ábyrgðina á að leggja á veginn framundan, eða einbreiða brú sem bíll er að fara yfir samtímis. Ábyrgð mótorhjólamannsins er mest því hann verður að huga fyir alla hina því hann er að hætta mestu til af öllum.Hann verður ávallt að keyra í sjálfsvörn meira en hver bílstjóri sem getur verið kærulausari.

Halldór Jónsson, 3.7.2020 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband