Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki að verjast?

stórauknu  aðstreymi fólks í leit  að framfærslu?

Einar S. Hálfdánarson  hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag:

"Um 45 manns eru nú í sóttkví í Sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg. Húsið er nær fullt að sögn umsjónarmanns þess. Fólkið í sóttkvínni er allt umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Ekki er hægt að ásaka þessa umsækjendur. Þau eru að gera sitt besta til að komast til lands sem sér þeim fyrir bærilegum lífskjörum, frábærum á þeirra mælikvarða.

Nei, hér er einvörðungu við dómsmálaráðuneytið að sakast. Stjórnlaus ólöglegur innflutningur fólks hefur verið staðreynd frá árinu 2016. Árleg bein og óbein útgjöld vegna svonefndra hælisleitenda nema líklega 10 milljörðum króna og fara vaxandi.

Hvaða stjórnmálaflokkur hefur farið með málefni innflytjenda frá árinu 2016? Af óstjórninni að dæma skyldi maður ætla að það væri Samfylking. En Sigríður Andersen náði ekki einu sinni árangri þrátt fyrir góð áform. Séð var til þess og henni síðan rutt úr embætti.

Enda flýgur fiskisagan eins og dæmin sanna og vitað var. Útlendingar kunna nefnilega, merkilegt nokk, að afla sér upplýsinga á netinu. Dómsmálaráðuneytið var rækilega varað við að stefna myndi í stórslys varðandi opnun landamæra ef ekki yrðu gerðar svipaðar ráðstafanir hér og í öðrum löndum Evrópu.

Eins og ræðismaður Íslands í Makedóníu benti á á sínum tíma eru þeir sem misnota sér bága stöðu flóttafólks vel upplýstir um tækifærin. Umfram allt var varað við afleiðingunum ef Ísland gripi ekki til sömu varúðarráðstafana og aðrir á tímum farsóttar. Hættan yrði margföld ef hingað flykktist fólk frá löndum þar sem lítið er vitað um útbreiðslu farsóttarinnar.

Við bókun flugferða yrði að fylla út svonefndar APIS- [vegabréfs]upplýsingar. Endurupptaka landamæraeftirlits er aðildarríkjum EES heimil undir sérstökum kringumstæðum.

Eftirlitsstofnun EFTA getur gefið álit um nauðsyn ráðstafana og meðalhóf hennar, en getur ekki beitt neitunarvaldi gegn slíkri ákvörðun þegar hún er tekin af aðildarríki. Ekki þarf lagabreytingu vegna þessa.

Ferðamenn verða að geta sýnt auðkenni innan Schengen-svæðisins og haft ferðaskilríki með sér (t.d. persónuskilríki eða vegabréf/vegabréfsáritun). Ökuskírteini, banka- og kreditkort eða svipuð skjöl eru ekki viðurkennd sem gild ferðaskilríki eða sönnunargögn. Öll flugfélög geta látið farþega skrá upplýsingar um persónuskilríki eða vegabréf við kaup á farmiðum eða í síðasta lagi við innritun. Enda gera þau það ef krafist er, t.d. þegar ferðast er til Finnlands, Bretlands, Kanada og Bandaríkjanna. Sama ætti við ef Ísland krefðist vegabréfs og vegabréfsáritunar þar sem við á.

Til hvers að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Ég tel að að ég sé í góðu sambandi við fjölda sjálfstæðisfólks, líklega langtum fleiri en margir forystumenn flokksins. Sum forgangsverkefnin eru ekki ofarlega í huga okkar sjálfstæðismanna. Áfengisverslun er ekkert forgangsmál þótt þar megi auðvitað gera umbætur. En verðlag á léttu víni er hér með því besta sem ég sé í Evrópu.

Ef efni eru t.d. til að auka útgjöld eru málefni aldraðra í gersamlega óviðunandi horfi. Íhaldsflokkur Danmerkur breyttist frá því að vera stór flokkur í smáflokk á skömmum tíma. Við sjálfstæðismenn og -konur erum ekki að kjósa okkar flokk til að þóknast Loga, Helgu Völu og Rósu Björk.

Þeir sem vilja alíslenska stefnu í andstöðu við önnur Evrópuríki og m.a.s. í andstöðu við jafnaðarmenn í Evrópu kjósa Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki ganga að meginhluta flokksmanna sem vísum. Dómsmálaráðherrann veit hvernig landsfundur greiddi atkvæði um hugðarefni hennar á síðasta fundi. Taki flokkurinn sér ekki tak tökum við hatt okkar og staf ef við neyðumst til þess"

Flokkur sem ítrekað hunzar flokksmenn sína eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir "...svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn." 

Það þarf að hleypa einhverri skynsemisglætu inn í fílabeinsturn Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll í innflytjendamálum. Samfylkingin og hennar lögfræðingar eru of lengi búnir að slá þar taktinn. 

Nema að flokkurinn telji óþarfa að halda Landsfund í hagræðingarskyni.

Íslendingar þurfa að verjast aðsókn fólks sem ekkert erindi á hingað nema í eigin hagsmunaskyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það var að enda fundur sóttvarnalæknis þar sem farið var yfir ástandið hér vegna C19. Eftir fundinn var orðið gefið laust. Enginn fréttamanna spurði frá hvaða landi (löndum) hafa þeir hælisleitendur komið sem nú fylla sóttvarnaheimilið.

Sigurður I B Guðmundsson, 14.7.2020 kl. 14:56

2 identicon

Ég tek heils hugar undir orð ykkar Einars:

"Til hvers að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?"

Enginn heiðarlegur og sannur sjálfstæðismaður

getur verið sjálfum sér samkvæmur og grunngildum

flokksins með því að kjósa þennan ESB sinnaða

komma og opingátta flokk forystunnar.

Flokk sem ítrekað hunzar flokksmenn sína.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.7.2020 kl. 16:14

3 identicon

Góður pistill... en ég hef aldrei skilið af hverju fólk er að kjósa sjálfstæðisflokkinn þ.e.a.s. almenningur. 

Þessi flokkur er að sýna sitt rétta eðli núna, hann er og hefur alltaf verið fyrir hina svo kallaða "elítu".

Tek fastlega undir það að íslendingar þurfi að verjast ásókn útlendinga inn í landið.

Við högum okkur eins og fábjánar og útlendingasleikjur, þetta fólk hlær að okkur fyrir aumingjaskap og undirlægju hátt gagnvart þeim. 

Einhverjum kann að finnast þetta stór orð en það þarf að tala hreina íslensku og koma fólki í skilning um hvað er að gerast annars töpum við landinu, tungumálinu og menningu okkar.

Nú segir einhver;  rasisti, einangrunarsinni, nazisti, fasisti en ég segi NEI ég er það ekki, ég er þjóðernissinni, mér þykir vænt um land mitt og þjóð, já ég segi LAND MITT því Ísland er landið mitt og íslenska er móðurmálið mitt og ég sé enga ástæðu til að skammast mín fyrir það!

Aðrar þjóðir eru líka stoltar af sínu landi og sínu tungumáli, ef ég heimsæki t.d. Danmörku þá vil ég heyra dönsku og sjá danska menningu en ekki eitthvað samsull af ólíkum menningarheimum. Ef ég fer til Nígeríu þá vil ég sjá þeirra menningu og heyra þeirra tungumál. 

Við erum örsmá þjóð, kynslóðirnar á undan okkur færðu miklar fórnir til að við gætum lifað sem sjálfstætt lýðræðislegt ríki, þjóð meðal þjóða...það er grátlegt að horfa upp á unga fólkið okkar henda þessu öllu frá sér. 

Unga fólkið sem fékk allt upp í hendurnar og hefur aldrei þurft að berjast fyrir einu né neinu...  hmm... kannski er það fyrir bestu... enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur eins og máltækið segir. Það er líka til annað máltæki sem er vel viðeigandi hér; Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.

Birna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2020 kl. 17:10

4 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Góður pistill... en ég hef aldrei skilið af hverju fólk er að kjósa sjálfstæðisflokkinn þ.e.a.s. almenningur. 

Þessi flokkur er að sýna sitt rétta eðli núna, hann er og hefur alltaf verið fyrir hina svo kallaða "elítu".

Tek fastlega undir það að íslendingar þurfi að verjast ásókn útlendinga inn í landið.

Við högum okkur eins og fábjánar og útlendingasleikjur, þetta fólk hlær að okkur fyrir aumingjaskap og undirlægju hátt gagnvart þeim. 

Einhverjum kann að finnast þetta stór orð en það þarf að tala hreina íslensku og koma fólki í skilning um hvað er að gerast annars töpum við landinu, tungumálinu og menningu okkar.

Nú segir einhver;  rasisti, einangrunarsinni, nazisti, fasisti en ég segi NEI ég er það ekki, ég er þjóðernissinni, mér þykir vænt um land mitt og þjóð, já ég segi LAND MITT því Ísland er landið mitt og íslenska er móðurmálið mitt og ég sé enga ástæðu til að skammast mín fyrir það!

Aðrar þjóðir eru líka stoltar af sínu landi og sínu tungumáli, ef ég heimsæki t.d. Danmörku þá vil ég heyra dönsku og sjá danska menningu en ekki eitthvað samsull af ólíkum menningarheimum. Ef ég fer til Nígeríu þá vil ég sjá þeirra menningu og heyra þeirra tungumál. 

Við erum örsmá þjóð, kynslóðirnar á undan okkur færðu miklar fórnir til að við gætum lifað sem sjálfstætt lýðræðislegt ríki, þjóð meðal þjóða...það er grátlegt að horfa upp á unga fólkið okkar henda þessu öllu frá sér. 

Unga fólkið sem fékk allt upp í hendurnar og hefur aldrei þurft að berjast fyrir einu né neinu...  hmm... kannski er það fyrir bestu... enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur eins og máltækið segir. Það er líka til annað máltæki sem er vel viðeigandi hér; Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.

Birna Kristjánsdóttir, 14.7.2020 kl. 17:17

5 identicon

Ég var að koma úr HELLASKOÐUN við Rangá,skoðaði KELDUR og ODDA í 20 stiga hita og ofurblíðu. Enduðum í Vík í MÝRDAL.  Ég var stoltur af sögu KELTANNA og fyrstu Landnámsmanna.

Vissulega þakka ég Guði mínum fyrir að hafa fengið að fæðast á ÍSLANDI.

VIÐ getum illa þolað ásælni Stjórnmálaflokka, sem lifa af því að vinna allt "ÖFUGT" við LANDIÐ OKKAR. Þessu verður að BREYTA. Menn voru gerðir "ÚTLÆGIR" fyrir axarsköpt á ÍSLANDI.     

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 15.7.2020 kl. 11:12

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Aðalatriðið er hvernig Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Birgis Ármannssonar  og Bjarna Benediktssonar sýna flokksmönnum puttann og keyra áfram EES undansláttarstefnu ósjálfstæðis. Það er eins og þeir séu nýbúnir að finna upp nýja Sjálfstæðisstefnu í stað þeirrar frá 1929.

Þeir heyra hugsanlega ekki raddir eins og Einars Hálfdánarsonar og eru sælir og blindaðir af eigin ágæti. Non plus Ultra! 

En Einar segir hátt og skýrt:

 

"Við sjálfstæðismenn og -konur erum ekki að kjósa okkar flokk til að þóknast Loga, Helgu Völu og Rósu Björk.

Þeir sem vilja alíslenska stefnu í andstöðu við önnur Evrópuríki og m.a.s. í andstöðu við jafnaðarmenn í Evrópu kjósa Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki ganga að meginhluta flokksmanna sem vísum. Dómsmálaráðherrann veit hvernig landsfundur greiddi atkvæði um hugðarefni hennar á síðasta fundi. Taki flokkurinn sér ekki tak tökum við hatt okkar og staf ef við neyðumst til þess"

Flokkur sem ítrekað hunzar flokksmenn sína eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir "...svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn." 

Það þarf að hleypa einhverri skynsemisglætu inn í fílabeinsturn Sjálfstæðisflokksins við Austurvöll í innflytjendamálum. Samfylkingin og hennar lögfræðingar eru of lengi búnir að slá þar taktinn. 

Nema að flokkurinn telji óþarfa að halda Landsfund í hagræðingarskyni.

Íslendingar þurfa að verjast aðsókn fólks sem ekkert erindi á hingað nema í eigin hagsmunaskyni.

OG HANANÚ!

Halldór Jónsson, 15.7.2020 kl. 21:47

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvert eru  fýlupokarnir farnir? Þora þeir ekki lengur að æmta nér skræmta fyrir Bigga og Bjarna?

Halldór Jónsson, 15.7.2020 kl. 21:49

8 identicon

Þessi stefna sjálstæðisflokksins að uppfylla kosningaloforð samfylkingar er að festa sig í sessi. Það er mjög dapurt að horfa upp á SF verða meira og meira vinstri. Skólar og fjölmiðlar eru búnir að heilaþvo hinn svokallaða unthinking mass þannig að rök bíta ekki lengur. Fyrir þá sem eru raunverulega hægri er möguleiki með miðflokkinn. Vinstrið mun hækka skatta þangað til allt drepst.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.7.2020 kl. 10:12

9 identicon

Er óstjórn á ÍSLANDI?. Það er "ÓSTJÓRN" í HEIMINUM?. Er FÁMENNT ÍSLAND OFSÓTT af ALHEIMS-SAMSULLI Stórvelda og samvinnu við ESB Lönd, sem ekki ráða við eigin vandamál og lélega stjórnun embættismanna.

Nú vilja menn "afnema KROSSINN" í sænska fánanum, samkvæmt fréttum, því hann stuðar ólíkla hugsun og hugmyndir nýrra "HÆLISLEITANDA", sem hafa breytt NORÐURLÖNDUNUM og Evrópu.

HVERJIR STJÓRNA ÞESSU FYRIR FÁMENNT ÍSLAND?. Eru það stjórnmálaflokkar, einstaklingar eða fyrirtæki.

Hvetjum stjórnmálaflokka, sem starfa fyrir ÍSLENDINGA.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 16.7.2020 kl. 10:42

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held ekki að meirihluti sjálfstæðismanna séu útlendingahatarar.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2020 kl. 17:15

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er fráleitt af þér að ásaka mig um útlendingahatur, mann sem er mjög alþjóðlega sinnaður og hefur ánægju af að tala mörg tungumál og eiga  . Ég er bara að hugsa um milljarðakostnaðinn og óþægindin af hælilsietendum við þær aðstæður sem nú eru uppi.Þegar betur árar má endurskoða tímabundið aðstreymisbann.

Halldór Jónsson, 18.7.2020 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband