20.7.2020 | 10:55
Er afneitun forsvaranleg?
þegar forystumenn eiga í hlut?
Ragnar Þór sem er formaður í mínu félagi V.R. virðist halda að hægt sé að semja um fast verð á lífskjörum.
Hann segir:
"
Staðreyndin er sú að forsendur lífskjarasamningsins eru fallnar á vanefndum ríkisstjórnarinnar. Aðrir þættir í endurskoðun munu að öllum líkindum halda.
Þau atriði sem fella samninginn eru atriði sem einmitt hlúa að fjölskyldum og fyrirtækjum. Og kosta skattgreiðendur að öllum líkindum ekki krónu en gætu sparað mikla fjármuni og komið í veg fyrir félagsleg og lýðheilsuleg áföll sem fyrirsjáanleg eru sem afleiðingar efnahagsáfalla.
Ef við tökum hlutdeildarlánin, þá tókst fjármálaráðherra að snúa þeirri vinnu á hvolf. Eyðileggja málið með tekjutengingum og vaxtaákvæði. Honum tókst líka að þynna það út þannig að það gagnist sem allra fæstum og nota svo vaxtabótakerfið til að fjármagna hlutdeildarlánin. Þannig að 3,6 milljarðar verða teknir af húsnæðisstuðningi til að lána fólki til húsnæðiskaupa. Lána!! Þannig að ríkisstuðningurinn breytist í lán (sem er vaxta og afborgunarlaust) en er verðtryggt með húsnæðisvísitölu (markaðsverði).
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um 4,4% á ári umfram verðlag síðastliðin 25 ár.
Það er ekki til verðbréfasjóður eða lífeyrissjóður sem hefur náð viðlíka ávöxtun þannig að nánast engar líkur eru á því að ríkið tapi á hlutdeildarlánunum (sem er í rauninni óhagstæðasta lánaformið í úrræðinu) allar líkur eru hinsvegar á að ríkið komi út í bullandi plús eins og raunin varð í Skotlandi þar sem fyrirmyndin er tekin.
Er hægt að hugsa sér skítlegra eðli?
Þynnum út stuðning og græðum á neyð!!
Fjármálaráðherra er svo einbeittur í að þynna út úrræðið og eyðileggja þessa þörfu og góðu vinnu, sem hefði komið fjölskyldum og byggingafyrirtækjum svo vel, að hlutdeildarlánin eiga að bera vexti ef fólk hækkar í launum.
Hlutdeildarlánin munu þannig skipa sér sess með óhagstæðustu lánaformum Íslandssögunnar, fjármögnuð með niðurskurði á raunverulegum húsnæðisstuðningi.
Láglaunafólkið sem stendur nægilega illa til að komast inn í úrræðið verður svo refsað grimmilega með vaxtaákvæði sem útilokar þennan viðkvæma hóp frá lífsnauðsynlegum kjarabótum með þessum jaðarskatti.
Er hægt að hugsa sér skítlegra eðli?
Lífskjarasamningurinn féll hinsvegar síðustu áramót þar sem bann á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum átti að hafa tekið gildi.
Þetta var fyrir kórónuveiruáhrifin!
Mál sem kostar ríkið ekki krónu en mun hlúa að fjölskyldum um ókomna tíð með því að banna þetta viðbjóðslega lánaform. Málið hefur legið í gíslingu í fjármálaráðuneytinu frá því að samningar voru undirritaðir, útþynnt og gagnslaust með endalausum undanþágum sem gera öllum kleift að taka lánin áfram.
Hvernig getum við treyst fólki sem ekki er orð að marka?
Bjarni segir að forsendur ríkisins sem voru fyrir gerð lífskjarasamningsins, fyrir Covid áhrifin, séu allt aðrar. Það er rétt hjá Bjarna en það er líka staðan hjá fólkinu. Félagsmönnum okkar, skattgreiðendum sem munu fá reikninginn fyrir milljarða hundruðum sem fjármálaráðherra er að skrifa út í áhættusömum aðgerðum til fyrirtækja á meðan aðgerðir er snúa að heimilum, örugg hlutdeildarlán, eru fjármagnaðar með niðurskurði á öðrum mikilvægum stuðningi eða með því að halda lífskjarasamningsfrumvörpum í gíslingu í fjármálaráðuneytinu.
Það hlýtur að vera sjálfstæðismönnum áhyggjuefni hvernig þeir ætla að sannfæra kjósendur um næsta loforðapakka þegar þeir geta ekki einu sinni staðið við hluti sem kosta ekki neitt né ættu að trufla þá við auðvaldsdekrið.
Hvernig getum við treyst fólki sem ekki er orð að marka? Fólki sem finnst ekkert mál að svíkja hluti sem skrifað var undir og lofað var í orði og á borði?
Ég veit ekki með ykkur kæru vinir en ég var alinn upp við að standa við það sem ég segi.
Í það minnsta leggja mig allan fram við að efna þau loforð sem ég gef og standa við þær skuldbindingar sem ég skrifa undir en ekki að vinna gegn þeim.
En hvað sem því líður þá skal ríkisstjórnin búa sig undir harðan verkalýðsvetur. Vetur þar sem verkalýðshreyfingin mun uppfæra kröfugerðina í samræmi við allt aðrar forsendur en voru fyrir gerð lífskjarasamningsins.
Harðan vetur í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans.
Og ef að samstarfsflokkarnir halda í eina mínútu að þau komist í gegnum næstu kosningar með auglýsingaherferðum sem yfirgnæfa svikin, eins og venjulega, þá er það gríðarlegt vanmat á þeim breytingum sem orðið hafa innan raða verkalýðshreyfingarinnar."
Berum þetta orðfæri saman við það sem Halldór Benjamín skrifaði fyrir þremur árum:
" 1. júní 2017
Verjum kaupmáttaraukninguna
Kjarasamningar næstu missera munu ákvarða efnahagslegar aðstæður næstu ára. Það er ábyrgðarhlutur sem atvinnurekendur, hið opinbera og viðsemjendur þeirra standa frammi fyrir. Vegna hagstæðra viðskiptakjara og styrkingar krónunnar hafa 20% launahækkanir frá ársbyrjun 2015 ekki skilað sér í aukinni verðbólgu. Nú er von að menn spyrji hvort það sé viðvarandi ástand.
Stutta svarið er nei því miður.
Launahækkanir umfram þá verðmætasköpun sem á sér stað á sama tíma í hagkerfinu munu leiða til verðbólgu. Hagkerfið hefur að undanförnu verið í leit að nýju jafnvægi vegna undirliggjandi breytinga samfara viðvarandi gjaldeyrisinnflæði, m.a. vegna vaxandi ferðaþjónustu.
Frá undirritun kjarasamninga á almennum markaði fyrir tveimur árum síðan hefur kaupmáttur verið sögulega mikill. Við höfum tekið út kaupmáttaraukningu heils áratugar á tveimur árum.
Sú breyting er einskiptisaðgerð í eðli sínu og vann gegn verðbólguáhrifum síðustu kjarasamninga. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Kaupmáttur launa hefur að meðaltali aukist um 15% á undanförnum tveimur árum. Færa má sterk rök fyrir því að nýju jafnvægi þjóðarbúsins megi viðhalda við lægri raunvexti en áður. Þjóðhagslegur sparnaður hefur aukist, verðbólga hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands í 40 mánuði, auk þess sem raunvextir í okkar heimshluta eru í sögulegu lágmarki.
Niðurstaða kjarasamninga næstu missera mun skipta sköpum um efnahagslega þróun á Íslandi næstu ár.
Til lengri tíma getur kaupmáttur ekki vaxið meira en framleiðni í efnahagslífinu. Launahækkanir umfram getu atvinnulífsins til að taka á sig aukinn kostnað valda verðbólgu. Hækkun raungengis vegna mikillar verðbólgu er ekki sjálfbær og stuðlar að viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Það gerðist síðast á uppgangsárunum 2001-2007 og hefur oft gerst áður. Ójafnvægi myndast sem að lokum leiðréttist með gengisfalli krónunnar. Sú nálgun er fullreynd og finna má mýmörg dæmi um hana í hagsögu Íslands.
Ekkert verður til úr engu. Undirstaðan er að tryggja samkeppnisstöðu útflutningsgreina og byggja upp kaupmátt launa við sjálfbært raungengi. Eina leiðin til að bæta lífskjör til langframa er að byggja á traustum stoðum sem samræmast ytri jöfnuði og forðast efnahagsskelli fortíðar.
Frá síðustu aldamótum hefur framleiðnivöxtur hagkerfisins einungis á þremur árum af sautján verið umfram launahækkanir. Þrálát verðbólga hefur verið fylgifiskur þessarar þróunar. Frá árinu 2014 hafa laun hækkað langt umfram framleiðnivöxt í hagkerfinu. Styrking krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og sögulega hagstæð viðskiptakjör á sama tíma hafa hins vegar haldið verðbólgu niðri. Sú forsenda mun ekki halda til lengri tíma og það er óábyrgt að treysta á það.
Tækifærið framundan er risavaxið. Aðferðafræði fortíðar er fullreynd.
Frá árinu 1994 hafa árlegar launahækkanir á Íslandi að meðaltali verið 6,5% en á sama tíma hefur verðlag hækkað að meðaltali um 5% á ári. Kaupmáttaraukning hefur því að meðaltali verið 1,4% á ári.
Norðurlöndin hafa hækkað laun minna en vegna minni verðbólgu hefur kaupmáttaraukningin þar verið svipuð og á Íslandi. Aftur á móti hefur vaxtastigið á Íslandi verið mun hærra vegna mikillar verðbólgu.
Frá undirritun kjarasamninga á almennum markaði fyrir tveimur árum síðan hefur kaupmáttur verið sögulega mikill. Við höfum tekið út kaupmáttaraukningu heils áratugar á tveimur árum.Verkefni komandi kjarasamninga er að verja þessa kaupmáttaraukningu.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA."
Síðan þetta var ritað hefur kaupmáttur enn vaxið eftir lífskjarasamningana umfram verðlag, vextir stórlækkað í skugga efnahagsáfalls af völdum veirunnar en dimmir skuggar kreppu og stvinnuleysis færst yfir þjóðfélagið.
Ragnar Þór, Flugfreyjur og Sólveig Anna virðast halda að hægt sé að festa lífskjör með pennastrikum sem engin ytri áföll fái hróflað við.
Styður sagan slíkar skoðanir?
Mun afneitun staðreynda og hótanir byltingarmanna mörgum hjálpa til lengdar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.