22.7.2020 | 18:39
TR-greiðslur eldri borgara
skerðast ef þeir fá greitt úr lífeyrisssjóðum.
Ég er kominn á eftirlaun. Sem er kannski eðlilegt eftir því sem aldurinn færist yfir. Það er ákveðið áfall fyrir venjulegt fólk, ekki bara að hætta að vinna heldur er eiginlega ekki hægt að lifa á eftirlaunum á Íslandi, skrifar Ingi Bæringsson.
Ég hef verið duglegur strákur, unnið mikið og borgað í lífeyrissjóði. Það bara breytir engu. Þegar TR og skatturinn er búinn að taka sitt þá fæ ég 116 þúsund á mánuði frá TR. Venjulegt fólk sem borgar í lífeyrissjóði allt sitt líf á ekki séns. Þetta kemur kannski engum við, allavega ekki stjórnmálamönnum. En það sem svíður kannski mest er að fólk sem er á vinnumarkaði núna virðist ekki gera sér grein fyrir að þau eldast líka. Kannski eiga börnin mín eftir að lenda í þessari stöðu.
Eðlilega er Ingi ósáttur: Það er enginn aðili í samfélaginu sem lætur sig þetta varða, ekki stjórnmálamenn, ekki verkalýðsfélög, enginn berst fyrir þennan hóp. Við höfum atkvæðisrétt (ennþá) og sennilega er eina vonin fyrir venjulegt fólk að kjósa sósíalista í næstu kosningum. Það er nefnilega þannig að ef að flokkarnir sjá á eftir atkvæðum þá eru þeir fljótir að stökkva á vagninn og þora ekki að vera á móti því sem þeir halda að gefi þeim kannski áframhaldandi völd, skrifar Ingi og bætir við:
Bara svona til þess að fyrirbyggja misskilning þá fæ ég líka frá lífeyrissjóðunum. Skerðingar þjóna þeim tilgangi að halda fólki sem á ekki mikið, í fátæktargildru.
Í dæmi Inga, sem og annarra, kemur glöggt fram að Tryggingastofnun hirðir lífeyrissjóðsgreiðslur af fólki. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er vilji stjórnmálafólks.
Ingi skrifaði einnig:
Það var maður að kvarta hérna á FB yfir því að hafa fengið lyftiduft innum póstlúguna hjá sér. Þingmaður. Ég hef ekki mikið verið að fjalla um mín persónulegu mál hérna, mig langar samt að nefna smáræði. Sem er náttúrulega ekki eins mikilvægt og lyftiduft þingmannsins. Í Hverjum mánuði fæ ég innum póstlúguna hjá mer staðfestingu á að ég get ekki lifað af eftirlaununum mínum. Að ég geti ekki notið þeirra réttinda að geta búið í eigin húsnæði. Þingmaðurinn getur ekki á heilum sér tekið af vandlætingu yfir að fá lyftiduft einu sinni innum lúguna hjá sér. Ég fæ minn skammt það sem ég á eftir ólifað. Ekki að það skipti máli í hinu stóra samhengi
Það er opinbert sjónarmið stjórnmálamanna að það eigi að skerða greiðslur frá T.R ef menn fá greitt úr lífeyrissjóði .Þegar lífeyrissjóðir voru settir á var því haldið fram að þeir myndu vera viðbót við almannatryggingar.
Bjarni Benediktsson segir alltaf að það sé eðlilegt að skerða vegna lífeyrissjóðsgreiðslna því þá sé hægt að borga þeim betur sem ekkert annað hafa en T.R.
Inga finnst ásanngjarnt að fá ekki nema 116 þúsund af því að hann fær úr lífeyrissjóði. Sjálfur fæ ég 92 þúsund frá T.R.af því að ég fæ 244 þúsund úr lífeyrissjóði.
Hvað er sannleikur spurði ekki Pílatus?
Skuldar þjóðfélagið mér og Inga eitthvað? Mörgum finnst að svo sé bara alls ekki, við eigum að sjá um okkur sjálfir og þakka bara fyrir að fá eitthvað. Ef á að borga okkur Inga meira þá verður það að koma einhversstaðar frá. Unga fólkinu sem verður að borga hærri skatta?
Þess fleiri hælisleitendum sem við hleypum hér inn þeim mun erfiðara verður framfærsla gamlingjanna þar sem þeir eru sagðir leggja yfirleitt lítið til samfélagsins en kosta mikið.
Ekki hef ég trú á því sem Ingi segir:" Við höfum atkvæðisrétt (ennþá) og sennilega er eina vonin fyrir venjulegt fólk að kjósa sósíalista í næstu kosningum."
Ekki hef ég mikla trú á því að Gunnar Smári Egilsson bjargi eldri borgurum á undan sjálfum sér.Hvaðan skyldi Smárinn ætla að fá peninga til að borga Inga meira í gegn um T.R.?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það ættu allir að vita sem greiða í lífeyrissjóð, að þeir fá þá fjármuni aldrei aftur. Er það ekki skondið að hægt sé að telja fólki í trú um að sparifé fólksins sé best borgið hjá spilafíklum? Það ætti að vera skýlaus krafa verkalýðsforingja að þessir fjármunir nýtist sjóðsfélögum til íbúðakaupa en verði ekki gróðrastígja spillingar.
Þetta er tryllt forræðishyggja að taka sparifé fólksins með valdi.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 22.7.2020 kl. 20:19
Sú túlkun, sem fyrst kom fram á þessari öld, að greiðslur TR skerðist við aðrar tekjur stangast á við uppruna, tilgang og skilning síðustu aldar á greiðslum TR. Þá voru greiðslur TR fátækrabætur ætlaðar þeim sem engar eða litlar aðrar tekjur höfðu. Bætur TR áttu að sjá til þess að þeir sem engan lífeyrissjóð áttu sveltu ekki. Aldraðir gátu öðlast rétt til bóta ef þeir voru með litlar eða engar tekjur.
Á síðasta áratug síðustu aldar var svo farið að bera á því að fólk kvartaði um að bæturnar væru orðnar svo háar að það borgaði sig frekar að leggja ekkert fyrir og borga ekkert í lífeyrissjóð. Fátækrastyrkurinn var of rausnalegur! Sem nú hefur þróaðist upp í að fólk kvartar yfir að fá ekki bæði lífeyri úr sínum sjóði og fullar fátækrabætur. Jafnvel lífeyrir, fátækrabætur og tekjur af vinnu eða eignum.
Það er ekki opinbert sjónarmið stjórnmálamanna að það eigi að skerða greiðslur frá TR ef menn fá greitt úr lífeyrissjóði. Það er opinbert sjónarmið stjórnmálamanna að það eigi ekki að greiða fólki með tekjur bætur sem eru ætlaðar tekjulausum. Að rétturinn til bóta fáist með tekjuleysi. Atvinnuleysisbætur fá ekki þeir sem eru starfandi, heilir fá ekki örorkubætur, barnlausir engar barnabætur. Og að kalla það skerðingu að borga ekki öllum er einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að skerða eitthvað sem fólk á ekki rétt á og hefur aldrei átt rétt á.
Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2020 kl. 21:06
Vagn þetta er talsvert vel ígrundað hjá þér í þetta sinn og margt til í því. Það er líklegt að þú sért orðinn eldri en tvævetur og munir aftur í tímann. Manstu ekki eftir því að lífeyrissjóðir áttu að koma ofan á grunnnlífeyrinn að því að sagt var?
Kristinn, lífeyrissjóðafurstunum er vandi á höndum hvað varðar Icelandair
Halldór Jónsson, 22.7.2020 kl. 22:38
Eftirlaun þau sem TR átti að greiða öllum, óháð tekjum, stétt og efnahag, voru ætluð til þess í upphafi að verðlauna þá sem lögðu sitt af mörkum, í sveita síns andlits, en jafnframt tryggja að þeir sem af einhverjum ástæðum gátu ekki, eða höfðu ekki nennu til, næðu þó að hjara. Borgaralaun væri þetta sennilega kallað í dag. Mis og jafnvel vangefnir stjórnmálamenn, með gulltryggða eftirlaunasjóði úr ranni almennings hafa síðan klipið þessi réttindi niður í skítaklípu sem trauðla dugar nokkurri manneskju til framfærslu. Eftir situr að í upphafi áttu allir rétt á þessari greiðslu, óháð stétt, stöðu eða efnahag.
Stjórnmálamenn nútímans eru mestu djöfulsins druslur og dusilmenni sem uppi hafa verið í Íslandssögunni. Ódýrar mellur eigin hagsmuna og kunningja sinna, á kostnað almennings.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.7.2020 kl. 00:37
Jú Halldór, ég man eftir því að lífeyrissjóðir áttu að koma ofan á grunnlífeyrinn. Fyrst heyrði ég það upp úr miðjum fyrsta áratug þessarar aldar, í góðærisgræðginni fyrir hrunið, og hef hvergi í neinum eldri gögnum getað fundið neitt um það. Fram að því hafði sá skilningur verið ráðandi að bætur ættu að bætast ofaná lífeyri lífeyrissjóða ef útgreiðsla þar væri lítil eða engin „uppbót á lífeyri“. Öllum voru tryggðar vissar lágmarkstekjur, hvort sem þær kæmu frá lífeyrissjóði eingöngu, Tryggingastofnun eingöngu eða sambland af tekjum og bótum-„uppbót á lífeyri“. Og þetta lágmark, tekjutrygging, var langt undir lágmarkslaunum.
Ég er kominn yfir sextugt og nálgast eftirlaunin, tel að þau megi bæta og fyllist engri tilhlökkun að þurfa að lifa á þeim eins og þau eru. Ég get samt ekki tekið undir lýðskrum, rangfærslur, sögufölsun og annan aumingjaskap þeirra sem stunda helst kjarabaráttu aldraðra. Ég sé ekki að þannig baráttuaðferðir séu vænlegar til mikils árangurs og gætu jafnvel kostað lægri bætur til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda.
Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2020 kl. 00:46
Takk fyrir þetta Vagn, þroski þinn kemur núna í ljós.
"Ég sé ekki að þannig baráttuaðferðir séu vænlegar til mikils árangurs og gætu jafnvel kostað lægri bætur til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda."
Ég hélt að við yrðum seint sammála um eitthvað en ég held að síðasta hugsunnin sé sú að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi.
Ég held að það eigi að skoða bæði mig og Inga Bæringsson áður en við ákveðum að við séum hjálpar þurfi og að þjóðfélagið skuldi okkur eitthvað.
Halldór Jónsson, 23.7.2020 kl. 14:40
Það er ekki auðvelt að meta skuld þegar engin er bókfærð og viðurkennd. Skuldum við heilbrigðisstarfsfólki eitthvað fyrir að vinna þau verk sem það var ráðið til að sinna? Slökkviliðinu þegar það slökkvir elda? Vegagerðarmönnum fyrir vegina? Öldruðum, sem þáðu menntun, heilbrigðisþjónustu, vernd lögreglu og alla aðra þjónustu ríkisins, fyrir að sumir þeirra tóku þátt í þeim kostnaði? Og eiga þá þeir sem mestu skiluðu að fá mest? Skuldum við skattakóngum meira en heimavinnandi húsmóður sem ól upp 6 börn? Togaraskipstjóra meira en háseta? Eða myndast einhver ótakmörkuð skuld sjálfkrafa við þá sem hér fæðast og sitja sem fastast í 67 ár?
Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2020 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.