Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur kollektérar

á nýjan hátt sem minnir á annan innheimtumann  þegar veldi hans stóð með blóma i vindaborginni Chicago við Michigan vatn á bannárunum.

Hann sendi nótur til góðborgara sem sögðu eitthvað á þessa leið:

"Þar sem þú ætlar af gæsku þíns hjarta að borga okku marga peninga innan 10 daga, þá  munum við sjá til þess að ekkert illt hendi þig eða fyrirtæki þitt.(Heilu búllurnar áttu það víst til að springa í loft upp ef þær seldu ekki rétta tegund, innsk bloggari)

Svo viljum við minna á að við verðum öll að  sinna lýðræðislegum skyldum okkar í hinni frjálsu Ameríku.

Í komandi borgarstjórnarkosningum hér í Chicago verðum við að kjósa lista okkar góða borgarstjóra svo um munar.

Því segi ég við ykkur kæru samborgarar:

Mætum öll á kjörstað,

kjósum snemma og kjósum oft

til að tryggja borginni

okkar allra trausta forystu., góðar samgöngur og blóm í haga"

 

Þó að bréfið væri ekki undirritað með mörgum stimplum

þá vissu menn alveg í þá daga að það kom frá hinum kæra 

vini og áhugamanni um bætta stjórnsýslu og samgöngur,

samborgaranum

Alphonse Capone

 

Sem var að vísu að innheimta þarna  fyrir eigin kassa en en ekki bæjarsjóðs.

En  enginn dró stjórnmálaáhuga hans  gamla Als í efa sem var mikill patríót og hafði bandaríska fánann allstaðar á  áberandi stað í híbýlum sínum. 

En andi innheimtubréfa hans er áþekkur og bréfið frá Kópavogsbæ.  Borgaðu eða?

Þú verður sjálfur að vita fyrir hvað þú ert að borga.

 

Sami stíll? 

Konan  mín fékk bréf frá Kópavogsbæ um að borga  1568 kr. ella sæta löginnheimtukostnaði.

Fyrir hvað á greiða stendur ekkert um á blaðinu nema kröfunúmer er 0322-66-261788 og að kröfutegund sé innheimtukrafa.

Hlýtur það ekki að vera að vera fyrir áframhaldandi vináttu við Kópavogsbæ?

Minnir þetta bréf ekki eitthvað á stílinn á bréfinu frá gömlu stjórnmálakempunni AlCapone?

Ekkert illt muni henda hana Steinunni mína ef hún aðeins borgar innan 10 daga!

 

Virðingarfyllst 

Kópavogsbær

er eina undirritunin.

 

Ég veit ekki hvað eða hvort Al setti eitthvað margt undir sitt bréf.

Hugsanlega vissu líka allir hver hann var eins og Kópavogsbúar vita hver er bæjarstjóri.

 

En ég gæti alveg séð svona undirskrift  fyrir mér undir þessu bréfi :

 

Virðingarfyllst

f.h. Kópavogsbær

Bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson

 

Mér finnst ekki úr vegi að gerð sé grein fyrir því í svona bréfum fyrir hvað Kópavogsbær er að kollektéra og að bæjarstjórinn kinoki sér ekki við undirskrift?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband