31.7.2020 | 11:51
Villi Bjarna og verkalýðshreyfingin
eru ekki líklegir aðilar til að ganga í takt.
Vilhjálmur Bjarnason, sem þjóðin þekkir undir nafninu Villi Bjarna, tekur pólitísk afskipti verkalýðsrekenda til umfjöllunar í merkri grein í Morgunblaði dagsins.
Hún er sjálfsagt ekki aðgengileg fyrir marga, fræðileg og heimspekileg í senn um leið og hún tekur á málefnum dagsins.
Textinn er svofelldur:
Lengi vel taldi ég að hugtakið nýfrjálshyggja væri heiti á einhverri grýlu, sem á það sameiginlegt með þeirri Grýlu, sem talin er starfa í desember, að vera ekki til.
Stundum er orðið nýfrjálshyggja haft um íhaldsfrjálshyggju, sem sameinar félagslega íhaldssemi hefðbundinnar íhaldsstefnu annars vegar og einstaklingshyggju, trú á frjálsan markað og takmörkuð ríkisafskipti hins vegar.
Það eru fyrst og fremst hugsjónamenn á vinstri væng stjórnmála sem hafa verið iðnir við að fjalla um nýfrjálshyggju.
Það er ef til vill vegna grautarlegrar hugsunar vinstrimanna að fátt er hönd á festandi við að skilgreina nýfrjálshyggju.
Þó má reyna að fara í kringum grautinn þegar íslensk verkalýðshreyfing vill breyta leikreglum á íslenskum vinnumarkaði.
Leikreglur á íslenskum vinnumarkaði
Leikreglur á íslenskum vinnumarkaði grundvallast á Lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 með áorðnum breytingum. Í þeirri löggjöf er fjallað um rétt manna til þess að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt.
Í lögum þessum er hvergi getið um rétt atvinnurekenda til að stofna með sér félög eða samtök. Sá réttur stofnast með félagafrelsi stjórnarskrárinnar.
Ekki verður séð að í fyrrnefndum lögum sé kveðið á um skyldusamningssamband verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Það samningssamband hefur þróast á liðinni öld með þeim hætti að komin eru forgangsákvæði í kjarasamninga, þrátt fyrir félagafrelsi stjórnarskrárinnar.
Komið getur til álita hvað gerist þegar samningar milli atvinnurekenda og launtaka takast ekki. Á það gat reynt í liðnum mánuði þegar ekki samdist með Icelandair og flugþjónustufólki.
Lögspekingar töldu að gildandi kjarasamningur væri fallinn úr gildi og réttarsambandi aðila lokið felldi annar hvor aðila tillögur um breytingar. Með því væri réttarsambandi kjarasamnings lokið og með því að öllu flugþjónustufólki hefði verið sagt upp og vinnuframlags ekki krafist væri ekki hægt að koma á vinnustöðvun.
Var uppsögn flugþjónustufólks þvingunaraðgerð eða viðbrögð við því að samningar tókust ekki? Forysta ASÍ taldi að Icelandair hefði með uppsögn flugþjónustufólks farið gegn 4. grein áðurnefndra laga: Atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda er óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með: a. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, b. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. Þ
að er langsótt túlkun að atvinnurekandi sem rær lífróður eigi þann kost einan að gera kjarasamning úr takti við samkeppnisaðila í sömu atvinnugrein og úr takti við til þessa ásættanleg innbyrðis launahlutföll innan fyrirtækisins.
Leikjafræði
Það er áhugavert að velta fyrir sér samskiptum aðila á vinnumarkaði í ljósi leikjafræðinnar. Leikjafræðin gefur fjórar hugsanlegar niðurstöður þegar A og B takast á;
Að A vinni og B farist
Að B vinni og að A farist
Að A og B hafi báðir ávinning
Að A og B farist báðir
Kjarasamningur sem er úr takti við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum leiðir til þess að bæði A og B farast. Hugsum sem svo að A sé flugrekandi.
A býður starfskjör sem eru vel samkeppnisfær á íslenskum vinnumarkaði.
Hugsum jafnframt svo að B, samtök flugþjónustufólks, hafni slíkum samningi. Hvað gerist þá í landi félagafrelsis og samningafrelsis?
Þá ferst B, en annar aðili, C, lifnar við.
Ríkisvald á vinnumarkaði
Ekki er hægt krefjast þess að ríkisvaldið beiti sér gegn fyrirtækjum sem ekki fara að geðþótta og hugmyndafræði verkalýðsrekenda. Hvar eru þá frjálsir samningar? Hvað gerist ef þess verður krafist að ríkisvaldið fari gegn verkalýðsfélögum? Löggjafarvaldið hefur það hlutverk eitt að lögfesta almennar reglur á vinnumarkaði, en ekki að koma að vinnudeilum nema þegar deilendur eru komnir í þrot. Sú aðkoma verður á jafnræðisgrundvelli með gerðardómi.
Viðbrögð verkalýðshreyfingar í leikjafræði
Það er brenglun í nýfrjálshyggju verkalýðshreyfingarinnar. Nýir verkalýðsrekendur virðast hafa sérstaka auðhyggju að leiðarljósi. Sem betur fer er íslensk verkalýðshreyfing ekki illa á vegi stödd fjárhagslega.
En þá koma hótanir verkalýðsrekenda um að þeir muni beita auðmagni hreyfingarinnar, ekki sínu auðmagni, til þess að ná sínum persónulegu markmiðum. Verkalýðshreyfingin hefur auðsleikjur úr háskólasamfélagi og samfélagi misheppnaðra blaðasala í sinni þjónustu.
Tekið skal fram að verkalýðsrekendur eru kjörnir til forystu með mjög fáum atkvæðum í allsherjaratkvæðagreiðslum, og því ekki hægt að tala um sterkt lýðræðislegt umboð.
Verst er þó þegar verkalýðsrekendur vilja nota fjáreignir lífeyrissjóða í sínu valdaspili.
Lífeyrissjóðir urðu til í frjálsum samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda.Lífeyrissjóðir eru eign sjóðsfélaga en ekki verkalýðsrekenda.
Löggjafinn hefur skapað ramma um starfsemi lífeyrissjóða með löggjöf.
Lífeyrissjóðir hafa aðeins eitt markmið og tilgang; það er að tryggja sjóðsfélögum eftirlaun eftir að starfsævi lýkur.
Upplýst ákvörðun
Ef stjórn lífeyrissjóðs tekur ákvörðun um kaup á hlutabréfum er það vonandi upplýst ákvörðun á grundvelli gildandi löggjafar.
Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum eru aðeins bundnir af gildandi löggjöf og samþykktum lífeyrissjóðanna, sem eiga sér stoð í lögum.
Það að lífeyrissjóðir eigi að tryggja fulla atvinnu og lífeyrissjóðir hafi siðferðilega skyldu til að standa undir hagvexti er sambland af óskhyggju og brjálsemi. Það kann að vera að stjórnarmenn lífeyrissjóða skapi sér persónulega bótaskyldu með því að fara gegn ákvæðum laga eða láta undan þrýstingi skuggastjórnenda.
Siðrof?
Siðrof er hugtak sem vísar til upplausnar samfélags þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum, hefur veikst og við tekur lögleysa. Margt í hugmyndafræði og gerðum nýfrjálshyggju verkalýðsrekenda hefur einkenni siðrofs og er ekki til að bæta kjör fólks á vinnumarkaði.
Það er dauðadómur verkalýðsfélags að fara í pólitískt framboð.
Hvað segir skáldið?
Skáldið Steinn Steinarr orti;
Já, viðsjált er hlutskipti velstæðra manna,
og von er að margur upp hafi flosnað,
þegar ræflarnir lifa og ræflarnir deyja
og jarðast á þeirra kostnað."
Það er mörgum þyrnir í augum að pólitískir lukkuriddarar á borð við Gunnar Smára Egilsson eru lagðir af stað í vegferð að sækja inn í verkalýðsfélag á borð við Eflingu. Formaður og forysta Eflingar er kosin á veikum lýðræðislegum grunni en hefur hallast að boðskap Sósíalistaflokks Gunnars Smára. Það hefur ekki styrkt jákvæða almenningsímynd félagsins.
En meginatriðið er þó afstaða Boga Nils í málinu gegn flugfreyjufélaginu. Er honum heimilt að hafna samningum við félagið heild og leita á erlendan markað eftir flugfreyjum?
Hvernig er þetta á kaupskipaflotanum? Eru ekki ráðnir þar erlendir starfsmenn á kjarasamningum heimalanda sinna? Hvernig er með forgangsréttarákvæðin í kjarasamningum á skipum?
Vilhjálmur tekur fyrir eitt heitasta málið í umræðunni í sambandi við Icelandair.
"Verst er þó þegar verkalýðsrekendur vilja nota fjáreignir lífeyrissjóða í sínu valdaspili."
Ragnar Þór Ingólfsson hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og Seðlabankastjóri hefur séð sig knúinn til að láta málið til sín taka.
Almennir eigendur lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru skiljanlega hikandi við frekari hlutafjárkaup. Ég hef talað fyrir ríkisábyrgðaraðkomu að slíkum hlutafjárkaupum ef illa tækist til með björgun félagsins. Mér finnst hinsvegar að þjóðinni sé nauðugur einn kostur í erfiðri stöðu.
Stjórnmálamenn okkar er ekki að standa sig í því að dreifa greiningum á mestu vandamálum okkar fyrir almenning. Að ekki sé talað um ódugnað forystumanna flokkanna til að ræða grunngildi þeirra. Þau komast alls ekki til skila úr þeirra höndum. Það hefur upplausnaráhrif um allt þjóðfélagið þegar skoðanamyndunin byggist á slagorðavaðli eins og nýfrjálshyggjubullinu. Hún er ekki til. Annaðhvort ertu frjáls eða ófrjáls, svo einfalt er það.Vernd gegn ofbeldi er allt annar hlutur.
Villi Bjarna á þakkir skildar fyrir að taka erfið mál til greiningar fyrir almenning sem að hluta til vill ekki skilja neitt í,og fær heldur ekki nægar útskýringar frá forystumönnunum, og fleygir atkvæðum sínum því endurtekið á glæ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Lífeyrissjóðir urðu til í frjálsum samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda.Lífeyrissjóðir eru eign sjóðsfélaga en ekki verkalýðsrekenda.
Þetta getur varla verið kommúniskara. Það er alltaf sama gamla sagan að telja fóilki í trú um að þeir sem fá að valsa með fjármuni almennings séu að gera það í þáu almennings.
Þessi hegðun er algjört virðingarleysi við fólk.
Að sjálstæðismenn skuli geta hegðað sér með þessum hætti.
Vilhjálmur Bjarnason er ágætur út af fyrir sig en hann er of kommúnískur í eðli sínu. Hann treystir ekki fólki almennt.
Kristinn Bjarnason, 31.7.2020 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.