Leita í fréttum mbl.is

Hver er hann?

Þorsteinn-Már-Vilh-750x430í raun og veru þessi maður?

Er hann máttarstólpi þjóðfélagsins eða óvinur þess?

Helmingur þjóðarinnar virðist hata hann sem er samanlögð vinstrimennska alþýðu-og öfundarfólks.Til viðbótar eru svo samkeppnisaðilar um auð, völd og áhrif.

Svo eru við sem dáumst að því hvernig honum hefur tekist að spila úr þeim tækifærum sem honum og frændum hans buðust í upphafi kvótakerfisins.

Við náum ekki utan um það að áfellast menn fyrir að nýta tækifærin sem bjóðast af áræðni og dugnaði.Þorsteinn Már hefur sýnt það að það er talsvert í hann spunnið hvað sem að höndum ber, til dæmis held ég að enginn hafi fundið annað en aðdáun á honum í framgöngunni við stóra strandið um árið.Nú áfellast menn hann fyrir Namibíuviðskiptin og andstæðingavinstrin blása sig út af heilagleika og vandlætingu. Þau spyrja sig ekki að því hvað annað gat hann gert?

Hverjar eru skyldur forstjóra sem ber að hluta ábyrgð á afkomu heimila þeirra manna sem hafa ráðist á útveg hans í fjarlægum löndum? Hann fær að vita verðið á aðgöngumiðanum en getur ekki breytt því hver mannar miðasölugatið eins og það birtist okkur börnunum  í Gamla Bíó á 3 bíó í þá daga.Á Heinaste að fara á sjó eða liggja við bryggju og setja fyrirtækið á hausinn?   Þar skilur a milli feigs og ófeigs. Þú verður að velja og það strax.

 

Nú skiptir máli hvernig er um þig rætt í fjölmiðlum.Þorsteinn reynir skiljanlega að tóna niður gagnrýnisraddir með því að tengjast þeim og vingast við þær.Kaupir sig inn í fjölmiðla í því skyni.

Ég get ekki dæmt um neitt slíkt vegna þess að ég hef aldrei verið í stöðu til neins slíks.En mér finnst skiljanlegt að hann reyni að verja sig fyrir aðsókn og sæki sér hjálp.

En oft eru þeir sem segjast ekki vera til sölu þeir fyrstu til að selja. Ekkert síður í stjórnmálum frekar en í fjölmiðlum enda greinarnar náskyldar.

Það getur enginn borið á móti þvi að Þorsteinn Már hefur með félögum sínum byggt  upp einstaklega glæsileg sjávarútvegsfyrirtæki í mörgum löndum. Öfundarmennirnir segja auðvitað ekkert mál i skjóli einokunar og kvótakerfis. En eins og Alexander hjó á Gordíonshnútinn þá má segja að einhver varð að gera það  ef átti að leysa hann á annað borð.

Örlögin völdu Þorstein  Má til að höggva á hnútinn í árdaga kvótakerfisins. Sem hann er ekki höfundur að NB. Hann var búinn að læra byggingaverkfræði eins og ég en slík menntun er ekki  undirbúningur undir það sem síðan kom hjá honum. Hann var bara réttur maður staðsettur á réttum stað þegar örlögin knúðu dyra.

Henry Ford hafði eftirfarandi máltæki þegar ráðist var að honum í fjölmiðlum sem mér finnst fallegt: "Never complain, never explain."("Aldrei að kvarta, aldrei að útskýra.") Mér sýnist Þorsteinn Már stundum fara eftir þessu heilræði gagnvart ýlfrandi úlfahjörð fjölmiðlanna. Segja fátt en láta aðra um það að svara.Það skýrir kaupin á vinskap fjölmiðlafyrirtækja.

Að endingu skal ég taka fram að ég þekki Þorstein Má ekki neitt og hef aðeins skipst á fáum orðum við hann fyrir  þremur áratugum.En þá sagði hann vera til nóg af möl og sandi en ekki fiski. En ég vildi tala um kvótasetningu fyrir mig á steypukaupendum sem hliðstæðu í ljósi markaðsreynslu. Lengri urðu þau samskipti ekki.

Ég þekki ekkert til sjávarútvegs eða milljarðaviðskipta en hef lent í fjölmiðlafári sem var dálítið erfitt í byrjun. Menn eru dálitla stund að venjast því að ganga skyndilega um sem brennimerktir á enni eftir að hafa mætt brosandi fólki daginn áður.

Þá ráðlagði hann Palli vinur minn mér: Þegiðu, svaraðu ekki neinum spurningum því þá færðu bara meiri skít á þig. Sama hugsun og hjá Henry Ford. Sá sem gerist  sinn eiginn verjandi hefur fífl fyrir málafærslumann.

Ég dáist að Þorsteini Má úr fjarskanum og stend með honum í huganum gegn aðkastinu. Óska honum gæfu og gengis.

Ég held  að ég viti hver og hvernig hann Þorsteinn Már er í raun og og veru án þess að hafa kynnst honum persónulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór! Þú ert ekki trúverðugur. Ég hringdi í þig einu sinni og bað um að sjá til þess að starfsmenn þínir hættu að blanda vatni í steypuna á verkstð. Þú neitaðir mér um það og sagðist hverfa út af markaðnum ef þú gerðir það. Þú varst tilbúinn til að gefa mér vottorð um heimsins bestu steypu út úr verksmiðju en þér var sama hvernig hún kom út úr bílnum.

Hættu að blogga ég trúi ekki einu orði sem þí segir!

Eiríkur Bjarnasom (IP-tala skráð) 1.8.2020 kl. 20:49

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Mái er skipaverkfræðingur frá NTH  í Noregi

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.8.2020 kl. 21:24

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek heilshugar undir þennan pistil með þér nafni.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.8.2020 kl. 23:16

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vilji menn stunda viðskipti i Afríku, Asíu, Suður Ameríku eða suður Evrópu, þurfa menn að borga ´´liðkunarfé´´. Á Íslandi er þetta einnig vihaft, þó hljótt fari. Þetta vita allir sem vita vilja. Svona hefur þetta verið um aldir. Þeir sem segjast ekki vita, eru annað tveggja kjánar eða illa upplýstur sértrúarsöfnuður, sem trúir því að allir séu jafnir og voðalega góðir.

 Á Íslandi er þessi kjánalegi sértrúarsöfnuður ótrúlega stór og samanstendur að mestu af fólki sem aldrei hefur framleitt neitt, heldur aðeins þegið úr hendi hins opinbera frá vöggu og mun líklega áfram gera til grafar, gasprandi um ömurleika allra annara en sjálfs sín.

 Að ætla að skella skuldinni á þá sem leggja til tól og tæki fyrir milljarða og koma annars staðar frá er fásinna.

 Namibía er gjörspillt land. Mesta meinsemd þeirra er Swapo, ekki Samherji. Væri vel ef þeir sem hæst gaspra, kynntu sér málin betur áður en vaðið er í fyrirtæki eins og Samherja, eða mann eins og Þorstein Má Baldvinsson.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2020 kl. 02:30

6 Smámynd: Kristmann Magnússon

Góð grein hjá þér Halldór 

Mannsi 

Kristmann Magnússon, 2.8.2020 kl. 10:23

7 identicon

Ég þekki ekki dugnaðarmanninn, "berserkinn" og forstjórann ÞORSTEIN MÁ BALDVINSSON og þá athafnabræður, SAMHERJA. Þeir hafa eigin kraft og hugmyndir um það hvernig á að reka stór ÚTGERÐ. Þorsteinn er örugglega ríkur, en á sínar sorgir og gleðistundir, eins og aðrir. Dæmum ekki Þorstein Má, sem hugsanlega væri "óskasteinn" á ALÞINGI ÍSLENDINGA, með sína lífsreynslu til góðra mála. Þjóðarleiðtogabragur á karli!.

Fyrirtækið skilar vel til ÍSLENDINGA og hugsanlega miklu meiru en "ferðamannaiðnaðurinn", sem hefur OFURFJÁRFEST á Reykjavík. Við finnum frekar til með fjárdestingum á landsbyggðinni.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 10:57

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Eiríkur, sínum augum lítur hver á silfrið.Varstu ekki í Garðabæ þegar þetta var.Ekkert sérstaklega leiðinlegur minnir mig.

Takk fyrir að taka undir Cand -Ís Mannsi, gott að heyra að þú ert á ferli.

Já ég hef líklega klikkað á verkfræðigreininni og viljað telja hann kollega minn. Svo er annað mnerkilegra að hann er lærður skipstjóri líka en það er ég ekki.

Nafni minn að sunnan skilur samhengi hlutanna að venju enda vanur veraldarvolkinu.

Gísli Holgersson hefur margt til síns máls.

Halldór Jónsson, 2.8.2020 kl. 11:48

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Einhversstaðar sá ég að sálirnar væru 60 milljarðar, ef til vill í einhverri sjáanda bók.

Auðvitað eru ýmsar tölur nefndar.

Þá er mun meira gaman að koma til jarðarinnar sem maður en sem eitthvert annað dýr.

Ef við borðum grænfóðrið, og höfum hugsanlega gerla sem húsdýr, þá verðum við náttúru vænni.

Gerlarnir breyta fóðrinu í gerlasúpu og tvöfalda þyngd sína á tveim tímum.

Þú leggur 50 gröm í gerlasúpu í hádeginu og eftir 5 tíma hefur þú  800 gröm í kvöldmatinn.

Guð skapaði manninn í sinni mynd, og nú skapar maðurinn Róbott í sinni mynd. 

Þá er kominn samsvarandi hringrás.

Á næstu 50 árum, verður maðurinn uppfærður, svipað og, spurning, Adam og Eva.

Þá deyr sá gamli kallaður maður út.

Nú ekki má gleyma því að nú er ekkert mál að uppfæra dýrin, þannig að þau borði öll jarðargróðurinn eins og sagt er í Biblíunni.

Hlustum á baklandið, Guð, Heilagan Anda, Jesú  og Kjarnan, Guðlega veru, Nikola Tesla og Það kemur upp í hugan, við hlustum, við getum kallað það innsæi eða eitthvað annað, Einstein.

Ég hef sagt þetta áður.

Egilsstaðir, 04.08.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2020 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband