Leita í fréttum mbl.is

Vesturlönd eđa Kína?

Ketill Sigurjónsson rekur stöđu áliđnađar heimsins á Kjarnanum.

Hann skrifar međal annars:

 

"...Bresk-ástr­alska námu- og álfyr­ir­tćkiđ Rio Tinto er einn af stćrstu álf­ram­leiđ­endum heims­ins og er í dag lík­lega í 4.-5. sćti ásamt rúss­neska Rusal, á eftir ţremur mjög stórum kín­verskum álfyr­ir­tćkj­um. Međal ann­arra stórra álf­ram­leiđ­enda eru mörg kín­versk fyr­ir­tćki, banda­ríska Alcoa, Norsk Hydro og álf­ram­leiđ­endur í Persaflóa­ríkj­un­um. Mest af álf­ram­leiđslu Rio Tinto fer fram í Ástr­alíu og í Kanada. Einnig er fyr­ir­tćkiđ međ sitt hvort álveriđ á Nýja Sjá­landi og á Ísland­i. 

Und­an­farin ár hefur offram­leiđsla af áli í Kína ţrengt ađ hagn­ađ­ar­mögu­leikum vest­rćnna álvera. Í Kína er ódýrt vinnu­afl, mik­ill ađgangur ađ kola­orku og marg­vís­leg ađstođ hins opin­bera óspart nýtt til ađ knýja sífellt meiri álf­ram­leiđslu og kín­verski furđukap­ít­al­ism­inn lćtur offram­leiđslu lítt á sig fá. Svo virđ­ist sem Rio Tinto sjái nú sćng sína útbreidda og sé reiđu­búiđ ađ loka flestum álverum sínum utan Kana­da, nema fyr­ir­tćkiđ nái ađ bćta rekstr­ar­skil­yrđin veru­lega á hverjum stađ međ lćkkun raf­orku­verđs, sem er risa­stór kostn­ađ­ar­liđur í álbrćđslu. 

 

Ţarna virđ­ast tvö álver fyr­ir­tćk­is­ins, ann­ars vegar á Nýja Sjá­landi og hins vegar á Íslandi, nú vera lík­leg­ust til ađ verđa lokađ fyrst. Einnig hefur Rio Tinto viđrađ hug­myndir um lokun álvera sinna í Ástr­alíu. Ţetta er ekki alveg óvćnt ţví ástandiđ núna end­ur­speglar offram­leiđsl­una í Kína sem vel ađ merkja var varađ viđ fyrir nokkrum árum síđan. Ţađ er athygl­is­vert ađ bćđi umrćdd álver sem eru efst á lok­un­ar­lista Rio Tinto ganga fyrir vatns­afli, međan fyr­ir­tćkiđ er enn ađ reka nokkur álver knúin kola­orku. Ţví miđur hefur raun­veru­leiki alţjóđ­legra stór­fyr­ir­tćkja lítiđ međ umhverf­is­vernd eđa lofts­lags­mál ađ ger­a."

Ketill kemur ţarna  inn á ţćr kvađir sem iđnađur á Vesturlöndum ţarf ađ bera  umfram iđnađinn í Kína sem er ekki bundinn af neinu.Blćs út brúnkolareyk fá ein nýju slíku orkuveri á viku hverri ađ vild og tekur ekki ţátt í neinum álögum sem viđ leggjum á  okkur vegna einhvers kolefnisfótspors.

Viđ gerum okkar álverum ađ borga milljarđa í kolefnisskatta međan Kína borgar ekki neitt. Hvars vegna viđ látum viđ  ţetta yfir  okkur ganga? En ég veit ađeins ađ mörg hundruđ fjölskyldur íslenskar eiga allt sitt undir ţví ađ íslensku álverin starfi áfram. Sem virđist ekki stefna í ađ óbreyttu. Stjórnvöldum á Vesturlöndum virđist vera annara um ađ kínverskir álverkamenn hafi vinnu en eigin ţegnar.

Sú leiđ ađ fćra laun og raforku niđur á kínverskt plan virđist ófćr. Er ţá ekki kínverskt ál ađ undirbjóđa okkar ál? Trump Bandaríkjaforseti virđist á ţeirri skođun og vill spyrna viđ  fćti.Viljum viđ Vestlendingar  ekkert gera fyrir  okkar fólk? 

Af hverju er ekki reynt ađ semja viđ  Kínverja um einhverja  málamiđlun? Af hverju bara ađ láta reka á reiđanum?

Markađskerfi Kína  lýtur ekki sömu lögmálum og okkar á Vesturlöndum. Í Kína ákveđst verđ ekki á markađi heldur pólitískum ákvörđunum. Ţeir taka ekki ţátt í alţjóđlegu samstarfi hinna fjörtíuţúsund fífla í París fremur en ţeir telja sér beinan hag í.

Svo hvađ er til bragđs ađ taka fyrr okkur? Kjósa Joe Biden fyrir meira af ţví sama og halda áfram í baráttunni viđ hnattrćna hlýnun af mannvöldum?

 

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Halldór.

Settu spurningu ţína í stćrra samhengi; " Hvers vegna viđ látum viđ  ţetta yfir  okkur ganga?".

Hvers vegna tóku vestrćnir stórfyrirtćki ţá međvitađa ákvörđun ađ flytja framleiđslu sína í ţrćlabúđir glóbalvćđingarinnar, og ţegar ţađ var gert, hvađa stjórnmálamenn og stjórnmálastefna studdi ţá ákvörđun međ ráđum og dáđum??

Og hvers vegna er stanslaust veriđ ađ dćla út íţyngjandi regluverki, sköttum, auk annars í nafni loftslagsbaráttunnar, ţegar sömu ađilar ţegja um ţađ sem ţú nefndir hér ađ ofan, og jafnvel beita sér fyrir frjálsri verslun viđ Kína ţegar slíkt er dćmt til ađ fara á einn veg vegna hinnar ójöfnu samkeppnisađstöđu.

Er ţađ til ađ ná niđur kaupi og kjörum verkafólks, niđur fyrir hungurmörk, til ađ brjóta á bak aftur samtök launafólks, brjóta niđur hiđ vestrćna velferđarkerfi ađ ekki sé minnst á ađ slíkt drepur niđur alla framleiđslu heima fyrir, ţađ er samkeppni hinna smćrri, samkeppni einstaklingsins og fyrirtćkja hans viđ stórfyrirtćkin.

Og ţú talar um komma Halldór.

Mátt samt eiga ađ ţú sérđ í gegnum Viđreisnarfrjálshyggjuna en hve margir af núverandi ráđherrum Sjálfstćđisflokksins eru andlega í sama liđi og ţau Talna Bensi, Steini Páls ađ ekki sé minnst á sjálfa maddömuna, sem reyndar má eiga ađ er glćsilegust kvenna á ţingi??

Svo ertu hissa á ţví ađ menn séu ađ bögga  Trump, kennir einhverjum villiráfandi vinstrimönnum um.

En ţeir eru bara ekki öflin á bak viđ glóbaliđ og samţjöppun auđs í hendur Örfárra.

Ađ ţiđ sjálfstćđir menn til hćgri skuliđ ekki skilja samhengiđ, er hreint út ótrúlegt.

Bjartur frćndi hefđi hrist hausinn yfir ykkur.

Ég skal gera ţađ í hans stađ.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 13:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar, 

"margt sóma fólk verđur illa statt

í kirkju hjá hreinskilnum presti"

Ţannig fer mér oft ţegar ţú hvessir ţig á mig um ídeólógíuna sem ég er ađ reyna ađ verja. Ţú ert fjandi sóknţungur viđurkenni ég og margt verđ ég hreinlega ađ játast undir. Ţađ eru ekki allir  mjög hjartahreinir í ţessum flokki mínum sem ég er ađ reyna ađ halda uppi vörnum fyrir. Ţó eru ţar ýmsir sem eru bara almmennt skynsamir eins og Neskupsstađarkomminn er oft á tíđum.En margir eru samt ţar sem ég á litla samleiđ međ. Ég veit ekki hvort ţú ţekkir tilfinninguna. 

Halldór Jónsson, 4.8.2020 kl. 15:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur aftur Halldór. Og takk fyrir ţessa hreinskilni.

Ég skal ţá líka vera hreinskilinn og játa ađ ţađ er miklu auđveldara ađ benda en ađ verja, og lán flokks ţíns og borgaralegra íhaldssemi er ađ til er fólk eins og ţú sem hefur bćđi variđ, og sótt.

Löngu áđur en ţú vissir haus eđa sporđ á mér, ţá las ég ţig mér til gagns og gamans, líkt og svo marga til hćgri og vinstri.

Ţađ sem ég bađ um var rök og rökfesta, sem og heiđarleiki í málflutningi.

Árni Bergmann var til dćmis aldrei óheiđarlegur í sínum málflutningi fyrir sósíalisma, og hann hafđi síđan kjark til ađ gera upp viđ brostnar vonir, án ţess ađ afneita hugsjónum sínum, ţćr voru grunnkjarninn sem fengu hann síđan til ađ skrifa ţá stórgóđu bók um spjall hans og sátt viđ guđ.

Ţú ert svoleiđis náungi Halldór, virđingarverđur, ćtíđ samkvćmur sjálfum ţér.  Fordćmi og fyrirmynd fyrir ţá sem vilja batna međ aldrinum í málfylgju sinni, án ţess ađ svíkja grunninn sem mótađi ţá á ćskuárum og gerđi ţá ađ ţví sem ţeir urđu.

Ţađ er reyndar styttra á milli ţín og Árna en á milli Norđur Ameríku og Asíu, ţó vissulega sé lenska ađ mćla í hina áttina.

Viđ erum vissulega ósammála um margt Halldór, en viđ til dćmis höfum sömu viđhorf til genginna leiđtoga borgarlegs kapítalisma, ţó kannski ég nálgist ţá meir af rótum kristilegra viđhorf og ţó Hriflungur sé, held ég ţví blákallt fram ađ borgarlegir kristilegir íhaldsflokkar hafi veriđ mikilvćgastir í ţróun nútíma velferđa, velmegunar og sáttar milli ólíkra stétta samfélagsins.

Og ţó forsendurnar séu ólíkar, ţá hrífumst viđ báđir af stríđi Trump viđ stórauđvald glóbalvćđingarinnar.

Hins vegar held ég ađ viđ deilum sömum viđhorfum gagnvart maddömunni, burt séđ frá allri pólitík, ţá er Ţorgerđur Katrín glćsilegust allra kvenna á ţingi, ađ öllu leiti.

Ţađ er gott ađ vera sammála um sumt.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2020 kl. 16:29

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ţetta Ómar. Viđ deilum ýmsum sjónarmiđum og mér er nokkur raun ađ ţvi hvernig gáfur og glćsileiki fara illa saman hjá henni Ţorgerđi Katrínu,  sem auđvelt er ađ fađma í andanum en ekki ađ  kjósa sem ţann ESB sinna og glóbalista  sem hún er.

Halldór Jónsson, 5.8.2020 kl. 00:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband