6.8.2020 | 11:40
Hagsmunir Helga?
Magnússonar með skuldsett fjölmiðlaveldi sitt í krónum eru sjálfsagt þeir að gengið falli ekki og skuldirnar hækki.Hann vill skiljanlega fá hagstætt upphafsgengi á skuldirnar svo þær hækki ekki. Hann myndi áreiðanlega ekki vilja fá fyrst duglegt gengisfall einsog við upplifðum í gamla daga og síðan skuldafestingu.
Í því skyni virkjar hann leigupenna sína til að upphefja sönginn um inngöngu Í ESB og upptöku EVRU.
Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og nú Viðreisnarforkólfur, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann talar fyrir tengingum við EVRU eftir einhverjum millileiðum.
Þorsteinn skrifar:
"Höft á sparnað launafólks í lífeyrissjóðum endurspegla vel veikleika krónunnar. Ísland er eina landið, sem þurft hefur að grípa til gjaldeyrishafta vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar. Ranglæti er jafnan fylgifiskur hafta. En þetta er í fyrsta sinn, sem ranglætið er einvörðungu látið bitna á launafólki. Saga krónunnar byrjaði í alþjóðlegu myntsamstarfi. Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld svo leitast við að tengja hana við aðra gjaldmiðla eða taka þátt í fjölþjóðlegu myntsamstarfi. Nýju höftin eru áminning um þennan óleysta vanda.
Norræna myntsambandið
Nú er því stundum haldið fram að sjálfstæð mynt sé nauðsynlegur hluti fullveldis. Fyrir öld litu menn aftur á móti svo á að stöðug mynt væri mikilvægari fyrir efnahagslegt sjálfstæði landsins en sjálfstæð mynt. Sú hugsun var svo almenn að aðild að Norræna myntsambandinu var skrifuð inn í sjálf fullveldislögin. Árið 1955 stóð Samband íslenskra samvinnufélaga fyrir ráðstefnu í Háskóla Íslands. Þangað var stefnt helstu hagfræðingum Norðurlanda til þess að ræða mögulega endurreisn Norræna myntsambandsins.
Bretton Woods, ECU og Evra
Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forystu Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein virkjaði aðild Íslands að Bretton Woods gjaldmiðlasamstarfinu frá 1944. Það fól í sér skuldbindingar til að fylgja fjölþjóðlegum reglum á sviði ríkisfjármála og peningamála. Haustið 1991 samþykkti ríkisstjórn sömu flokka undir forystu Davíðs Oddssonar, að Ísland skyldi innan tveggja ára tengjast evrópsku mynteiningunni ECU, sem var undanfari evrunnar. Í tilefni þessarar ákvörðunar um evrópsku mynteininguna sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri: Fastgengisstefna í einu eða öðru formi er eini grundvöllur stöðugleika í efnahagsmálum, sem raunhæft er að nota. Ríkisstjórn VG og Samfylkingar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti sumarið 2012 samningsmarkmið í peningamálum vegna viðræðna við Evrópusambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa.
Afstaða flokka á þessari öld
Á þessari öld hefur Samfylkingin einarðlega fylgt línu gamla Alþýðuflokksins um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Framsóknarflokkurinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar gerði aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru einnig að stefnuskrármáli. Á allra síðustu árum hefur Viðreisn tekið forystu á miðjunni um aukið Evrópusamstarf og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkurinn var einnig opinn fyrir gjaldmiðilsumræðunni, eins og fram kom í ályktun landsfundar 2015 þar sem sagði: Kanna skal til þrautar upptöku myntar, sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum í stað íslensku krónunnar. VG hefur ekki ályktað um gjaldmiðilsbreytingu á landsfundum, en samþykkti án fyrirvara í ríkisstjórn yfirlýsingu Íslands um upptöku evru.
Lausn Björns Bjarnasonar
Af þessari sögu má ráða að á öllum tímum hefur verið víðtækur skilningur á mikilvægi fjölþjóðlegs myntsamstarfs. Á þessari öld hefur evran verið raunhæfasti kosturinn í þeim efnum. Ísland hefur í meira en aldarfjórðung verið aðili að efnahagslegum og pólitískum kjarna Evrópusambandsins. Eigi að síður vefst fyrir mörgum að stíga lokaskrefið til fullrar aðildar, þó að það sé í raun minna en það fyrra. Sumarið 2008 setti Björn Bjarnason þáverandi dómsmálaráðherra fram lögfræðilega ígrundaða hugmynd um að Ísland gæti sótt um aðild að evrópska myntsambandinu á grundvelli aðildar að innri markaði Evrópusambandsins en án fullrar aðildar. Hugmyndinni um þessa millileið var þá ýtt út af borðinu, jafnt af fylgjendum sem andstæðingum fullrar aðildar.
Ástæða til að ræða hugmyndina
Vitað er að embættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa ekki verið áhugasamir um slíka lausn. En dýpið hefur aldrei verið lóðað í pólitískum viðræðum. Nú þegar höftin hafa verið endurvakin með skaðvænlegri langtímaáhrifum en áður er ærin ástæða til að ræða þessa hugmynd í fullri alvöru. Á næstu árum stendur Ísland andspænis mestu áskorunum í efnahagsmálum í áratugi. Við þær aðstæður getur íslenska krónan í höftum ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar, eins og segir í aðeins fimm ára gamalli ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins."
Hvað er að íslensku krónunni?
Jú hún hefur gengi gagnvart öðrum gjaldmiðlum heimsins. Sé gott efnahagsástand á Íslandi og innflæði erlendis frá eins og gerðist í ferðamannabylgjunni, þá styrkist gengi krónunnar og hagur og kaupmáttur almennings batnar.En fjölmiðlaskuldir Helga Magnússonar minnka ekki.
Nái Sólveig Anna og Gunnar Smári auknum áhrifum í verkföllum og innlendum kostnaðarhækkunum með launahækkunum á Fréttablaðinu verður erfiðara fyrir Helga Magnússon að ná endum saman í rekstrinum þegar gegni krónunnar fellur og hagur alls almennings versnar. Helgi vill ekki að skuldirnar hækki og því heimtar hann að þær séu bundnar við besta gengi á EVRU sem fáanlegt var í góðærinu.
Í efnahagslegum hvirfilvindi eins og reið yfir í hruninu, þá gátu stjórnvöld einfaldlega lækkað gengni krónunnar og dreift byrðunum yfir alla landsmenn. Eins og ítrekað var gert þegar óáran reið yfir þjóðarbúið og Jóhannes felldi gengið 1. des. Þá greiddi SÍS erlendar skuldir á gamla genginu meðan allir aðrir tóku tapinu því þá réð Framsóknarflokkurinn öllu í innlendum fjármálum.
Krónan gerði það að verkum að Íslendingar komust undrahratt út úr áfallinu og lífskjör hér bötnuðu langt umfram það sem gerðist í Evrópusambandinu.
Síðustu ár höfum við almenningu notið þess ríkulega að hafa íslensku krónuna sem hefur birst okkur í bættum hag og kaupmætti. Skuldakóngar eins og Helgi gráta auðvitað yfir háum vöxtum á krónunni einum og sér. En sleppa því að ræða kostina sem birtast í frjálsu markaðskerfi. Auðvitað má um margt finna að einokun og hringamyndun innanlands. En ekkert kerfi er án fylgifiska.
Við getum svo litið til Grikklands, Ítalíu og Spánar sem búa við mynt Stór-Þýskalands, Evruna. Þar hefur atvinnuleysi verið gríðarlegt einkum meðal ungs fólks.
Hefur það ástand verið á Íslandi?
Nei, allir hafa haft vinnu. Við höfum þurft að flytja inn vinnuafl frá þessum löndum meðal annars.
Þessi söngur Þorsteins í Fréttablaðinu er því algerlega úr takti við tímann. Þjóðin vill hafa krónuna og fulla atvinnu en ekki atvinnuástand suðurlanda.
Og svo gaggar Logi Már formaður Samfylkingarinnar sama stefið á hinni síðunni. Ganga í ESB og taka upp EVRU.Hann segir m.a.:
"Við þekkjum allt of vel að niðurskurðarhnífurinn er nærtækasta verkfæri hægri manna í efnahagsþrengingum. En það getur orðið okkur dýrt að spara okkur út úr þessari kreppu. Við þurfum að beita ríkissjóði og vinna okkur gegnum hana á lengri tíma; fjárfesta í heilbrigði, félagslegu öryggi og af bragðs menntun, tryggja aukinn jöfnuð og búa allri þjóðinni tækifæri til velsældar og hamingju til lengri tíma."
Mun Logi Már stuðla að lækkun skatta á almenning?
Þetta er draugasöngur Viðreisnar og Samfylkingar sem á ekkert erindi við þjóðina. Þjóðin vill ekki gangast undir ósjálfstæði efnahagsstjórnar Þýzkalands og upptöku EVRU.
Það er sama hversu mörgum leigupennum Helgi Magnússon sankar að sér á Fréttablaðið. Þjóðin hlustar ekki á hagsmuni Helga heldur á eigin hagsmuni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420590
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Hafa ATHAFNAMENN ekkert HYGGJUVIT lengur fyrir ÍSLAND og næstu framtíð, en vitna LÁTLAUST í tilvitnanir ERLENDIS frá.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 6.8.2020 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.