Leita í fréttum mbl.is

Inga Sæland

er á Útvarpi Sögu.

Hún lýsir því hvernig hún og hennar flokkur ætli að útrýma fátækt á Íslandi.

Ég þekki mann á miðjum aldri.Honum gekk fremur illa í lífinu, var óheppinn og tókst ekki að verða stöndugur.Missti tökin á efnahagnum þrátt fyrir að vinna hörðum höndum fram á miðjan aldur.

Hann gafst upp, sagðist vera búinn að vinna nóg og hætti. Gerðist "kerfisfræðingur" náði sér í bætur og framfærslu.

Hann er virkilega fátækur og á ekkert en er samt snillingur í að komast af við lítil efni.

Hann er líkamlega og andlega vinnufær. Hann er bara kominn með aðra innstillingu en flest fólk hefur og hefur komið sér upp lífsskoðun sem fáir aðrir hafa. 

Honum finnst hann virkilega vera búinn að vinna nóg fyrir þetta samfélag án árangurs fyrir sig  og skattgreiðslna. Hann  sér ekki tilgang í því að vinna meira sem þræll þings og þjóðar og gjalda í ríkissjóð.

Vill hér eftir láta kerfið vinna fyrir sig eins og svo margi gera, til dæmis hælisleitendur sem ríkið ber á höndum sér og greiðir alt fyrir.

Hvað ætlar Inga Sæland að gera fyrir þennan Íslending og hans jafningja til þess að útrýma fátækt á Íslandi?

Setja hann á föst Borgaralaun svo hann sé ekki fátækur? Eða er hún bara pópulisti og slagorðaglamrari?

Megum við heyra lausnina?

Hversu fátækur er fátækur maður?

Can you please tell me how smooth is smooth? spurði Guðmundur Einarsson verkfræðingur ameríska generálinn í Keflavík forðum daga vegna verklýsingarákvæðis en fékk fá svör.

Hvað er fátækt og hvernig verður hún til og hvernig ætlar Inga að útrýma henni?

Er Inga Sæland framtíðin í stjórnmálum? Trúum við á að hún hafi tárvotar lausnirnar til þess að öllum líði vel?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Á Íslandi gengur kerfið orðið þannig fyrir sig, að sá sem vinnur fulla vinnu fram að töku lífeyris, fær lítið meira en sá sem ekkert eða lítið gerði, nema svart og sykurlaust og þáði bætur hálfa starfsævina. 

 Á Íslensku heitir þetta þjófnaður og popúlistinn Inga Sæland ætti aðeins að skipta um gír í umræðunni. 

 Að maður uppskeri eins og maður sáir er eitthvað sem engu virðist skipta lengur, frekar en önnur gömul og góð gildi, kristileg sem þjóðrækin. 

 Upplausnin og aumingjavæðingin hafa tekið allt yfir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.8.2020 kl. 02:02

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég gef ekki mikið fyrir þingmenn sem grenja sig inn á þing.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.8.2020 kl. 09:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnsit að þið hafið svipaða skoðun á Ingu sæland og ég. Að  hún hafi ekki mörgu til leiðar komið með grenjunum. Bara innantómu kjaftæði sem engu hefur skilað.

Er það eitthvað öðruvísi en Píratakjaftæðið í Leista Birni Leví, Malbikaranum  eða Þórhildi Sunnu? 

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 09:33

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Grenja sig inn á þing - eins og Bjarni Ben, ef ég man rétt.

Jónatan Karlsson, 8.8.2020 kl. 09:35

5 identicon

Það er útilokað að vinstra fólk geti útrýmt fátækt vegna þess að þeir átta sig ekki á hvaðan verðmætin koma. Þeir halda að ríkið geti útvegað allt. Þessi brenglun er að síast inn í meirihluta fólks í hinum vestræna heimi sem er orðinn að meðaltali sósíalískur.

Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvernig það endar.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2020 kl. 10:22

6 Smámynd: Jón Magnússon

Inga hefur aldrei komið með nokkrar lausnir eða raunverulega stefnumótun til að útrýma fátækt. Þá hefur hún ekki einu sinni reynt að skilgreina það hvað hún hefur átt við með fátækt. Þegar hún hefur talað um þetta á Alþingi gengur hún alltaf út frá tölum um hlutfallslega fátækt, sem segir ekkert til um fátækt heldur tekjudreifingu.

En út af öllu þessu er Inga bara með innihaldslaust glamur og upphrópanir. 

Dýrasta félagslega aðgerð sem Bandaríkin hafa ráðist í var svonefnt: "War against poverty" Lyndon B. Johnson síðar forseti leiddi það stríð og útkoman úr því var enginn árangur en milljarðar dollara foknar út í veður og vind. Þar var þó ákveðin stefnumörkun en dugði ekki til. 

Jón Magnússon, 8.8.2020 kl. 11:17

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er sammála Jóni Magnússyni.

Ég hef aldrei séð samhengi í henni Ingu nema grenjurnar yfir því hvað fátækt sé ömurleg. Fátækt er skelfileg.

En á fátækt vinnur enginn nema þræla fyrir einhverju sem hægt er að geyma til að éta seinna. Inga heldur að að fátækt sé eitthvað áþreifanlegt sem hægt sé að útrýma með gjöfum frá ríkinu, fá einhverjar endurgreiðslur eða svoleiðis.

Ég held að hún ætti bara að fara á Klausturbarinn með þeim Miðflokksmönnum og reyna að finna einhverjar lausnir sem gætu kannski legið á krúsarbotninum hjá honum Bergþóri b.....,því alein finnur hún aldrei neitt héreftir sem hingað til. En hún syngur alveg nógu vel til að sóma sér val á hvaða bar sem væri.

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 17:26

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn að sunnan, 

Einhvr grenjuskjóðan orti svo:

Það er dauði og djöfuls nauð

er dyggðasnauðir fantar

Safna auð með augun rauð

þá aðra breuðið vantar.

Auður er að eiga meira en þú getur torgað í dag.Fátækt er að svelta. Hver er millileiðin?

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 17:29

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, grenjur eru aðferð til að sigra í pólitík Jónatan og Kristinn

Halldór Jónsson, 8.8.2020 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband