Leita í fréttum mbl.is

Landsvirkjun og Rio Tinto

"Rio Tinto kærði í gær Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins vegna "misnotkunar Landsvirkjunar á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL. Álframleiðandinn segir Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði.  Í yfirlýsingu frá Rio Tinto segir, að láti Landsvirkjun "ekki af skaðlegri háttsemi sinni", hafi Rio Tinto ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum og virkja áætlun um lokun. Um 500 manns starfa hjá fyrirtækinu.  Rio Tinto óskar eftir því, að Samkeppniseftirlitið skoði "samkeppnishamlandi háttsemi Landsvirkjunar með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum, svo að álver ISAL og önnur íslenzk framleiðsla og fyrirtæki geti keppt á alþjóðavettvangi." 

Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto á heimsvísu, segir í tilkynningunni, að ISAL "greiði umtalsvert meira fyrir orku sína en aðrir álframleiðendur á Íslandi, sem grefur undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins."  Þá segir Barrios, að ISAL geti ekki haldið álframleiðslu sinni á Íslandi áfram, sé verðlagning orkunnar ekki "gagnsæ, sanngjörn og alþjóðlega samkeppnishæf". "

Er það svo flókið að Landsvirkjun samræmi verð til allra stóriðjufyrirtækja á landinu?

Þarf að fara í einhvern hókus pókus um opnun allra samninga? Má ekki enfaldlega breyta taxtanaum ef hann er hærri á einum en öðrum?

Gæti þessi Hörður í Landsvirkjun bara einfaldlega sagt:

We have fixed this Mr. Barrios.

Er Hörður ekki sá eini sem hefur allar tölurnar hjá sér?   

Er ekki Rio Tinto í Straumsvik of mikilvægt til þess að við megum klúðra því fyrir  mismunun Lansvirkjunar til  álvera á Íslandi?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gallinn er sá, að samningarnir eru gerðir á mismunandi tímum við mismunandi aðstæður, og ráðamenn Rio tinto og Landsvirkjunar greinir á um mat og samanburði á þeim. 

Ómar Ragnarsson, 10.8.2020 kl. 00:06

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sammála Halldór.

Er ekki bara einhver skítalykt af áformum Landsvirkjunar, eins og af svo mörgu öðru hér á Fróni?

Jónatan Karlsson, 10.8.2020 kl. 06:43

3 identicon

Það virðast vera einhverjar annarlegar hvatir í gangi þarna.

Ég er sammála því sem þú segir, það þurfa bæði landsvirkjun og fyrirtækið sem kaupir af þeim rafmagn að græða til að hlutirnir gangi. Það munar um þessi 500 störf þannig að í mínum huga þarf að semja.

emil (IP-tala skráð) 10.8.2020 kl. 10:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Áður en Hörður kom til Landsvirkjunar voru gerðir samningar um sölu orku undir kostnaðarverði. Þetta eru langtímasamningar og tekur tíma að vinda ofan af slíku. Landsvirkjun er ekki góðgerðastofnun fyrir auðhringi.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2020 kl. 11:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hörður er með upplýsingarnar einn manna.Af hverju leysir hann ekki málið við Mr. Barrios?

Halldór Jónsson, 10.8.2020 kl. 12:26

6 identicon

Ég man HÖRÐ fyrst frá því hann var forstjóri MAREL, sem hann rak með sóma. Ef HÖRÐÐUR fullvissar okkur um að Landsvirkjun sé i eigu ÍSLENDINGA og verði áfram, styð ég hann.

RIO TINTO er að hætta í álinu á heimsvísu?. Hvað með "grænu orkuna" á ÍSLANDI, sem allir sækjast eftir. Hver vill keppa við Kínverja, sem opna nýjar virkjanir vikulega?.

Rafmagnið og ORKAN er okkar framtíð fyrir framleiðslu á ÓMENGAÐRI GRÓÐURHÚSA framleiðslu fyrir innlendan og ERLENDAN markað. BJÖRT framtíð matvara frá NORÐURLJÓSALANDINU á ÖLLU sem er "hrein" matvöru framleiðsla.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband