Leita í fréttum mbl.is

Kerlingarfjöll friðlýst 

 

"Kerlingarfjöll voru friðlýst í dag. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði í Kerlingarfjöllum eftir að Svandís Svavarsdóttir, settur umhverfis- og auðlindaráðherra í málinu, undirritaði friðlýsinguna. " 
 
Þar áður skildist mér að Gunnar umhverfis, sem enginn kaus, hafi viljað friðlýsa lungann úr hálendi Íslands. Afleiðingin hefði þá verið virkjana-og/eða nýtingarbann um langa framtíð.
 
Hvað á þessi friðlýsingarsýning að ganga lengi áfram?  Komi einhvern tímann ráðherra með fullu viti til valda, getur hann ekki  bara breytt þessu  öllu að eigin geðþótta?
 
Eru þessar friðlýsingar einhverjar táknrænar sýningar og tilraunir smámenna til að binda hendur framtíðar Íslendinga sem vilja búa í þessu landi op lifa með því? Eru þessir stjórnmálamenn að reisa sér minnismerki sem þeir halda að haldi nafni þeirra á lofti löngu eftir að þeir hafi verið fjarlægðir úr embætti?
 
Hvað hefur breyst í Kellingafjöllum við þessa skrautsýningu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hver kaus Markús Örn sem borgarstjóra?

Hver er þessi Gunnar, "sem enginn kaus"?

Ómar Ragnarsson, 10.8.2020 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef einhvern stað á landinu hefði átt að vera löngu búið að friðlýsa eru það Kerlingarfjöll.

Hverju breytir friðlýsingin? Hér er stutta svarið:

Umhverfisstofnun | Landslagsverndarsvæðið

"Innan Kerlingarfjalla er óheimilt að valda spjöllum á landslagi og jarðminjum. Einkenni og sérkenni landslags Kerlingarfjalla, sem og svæðisins í heild, skal varðveita. Óheimilt er að hafa áhrif á lífríki sem tengist hverum og öðrum heitum uppsprettum. Einnig er óheimilt að hrófla við menningarminjum sem á svæðinu eru. Enn fremur eru allar framkvæmdir á verndarsvæðinu háðar leyfi Umhverfisstofnunar. 

Orkuvinnsla sem fellur undir lög nr. 48 frá 2011 (sjá Rammaáætlun) er óheimil innan verndarsvæðisins. Öll orkuvinnsla innan svæðisins er háð því að hún skuli vera sjálfbær og gangi ekki á orkuforða þeirra auðlinda sem nýttar eru, ásamt því að óheimilt er að flytja orku sem unnin er innan verndarsvæðisins til notkunar utan þess."

Nánari útlistun á skilyrðum friðlýsingarinnar verður svo væntanlega auglýst von bráðar í stjórnartíðindum.

Hvet þig til að heimsækja þennan dásamlega stað.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2020 kl. 20:35

3 identicon

KERLINGARFJÖLL eru friðlýst og vonandi Landið OKKAR allt með OKKAR landamærum til BLESSUNAR fyrir sameiginlega EIGN allra, sem búa hér í OKKAR einstæða ÓMENGAÐA Landi.

FÉÐ og BÆNDUR ráða ferðinni frá fjöru til fjalla með allt sitt sauðfé í blandi með fuglum og fjórfætlingum. ORKAN, VIRKJANIR og HEITT VATN skal vinna með ÍSLENDINGUM, en EKKI með ALÞJÓÐA samvinnu og GLÓBALISTUM. Við ættum að fara hægar í að kenna ERLENDUM allt um HEITAVATNIÐ og VIRKJANIR í HÁSKÓLANUM.

Það verður að kjósa ÞJÓÐERNISSINNA inn á ALÞINGI.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 10.8.2020 kl. 21:19

4 identicon

Hvað hefur breyst? Það verður væntanlega lítið framkvæmt án mikils tilkostnaðar og vandræða sökum friðunarinnar.

Það er svo skrítið að það má setja upp vindmyllur en ekki virkja ár. 

emil (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 16:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, almennt er betra ap kjósa en kjósa ekki, hvort sem er hjá íhaldinu eða kommunum.

Halldór Jónsson, 11.8.2020 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband