Leita í fréttum mbl.is

Borgarlína

og draumórar er fyrirsögn á grein Elíasar Elíasarsonar í Morgunblaðinu í gær.

Hann segir:

"Það voru, að sögn formanns skipulagsog samgönguráðs Reykjavíkur í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu, gamlir og frekir karlar sem skipulögðu Reykjavík sem bílaborg fyrir löngu.

Það kemur ekki fram í greininni hvernig þessir gömlu freku karlar áttu fyrir áratugum að geta þekkt draumóra þessa formanns nú og skipulagt borgina samkvæmt þeim í stað þess að styðjast við bestu þekkingu og tækni þeirra tíma.

Gömlu freku karlarnir fóru vel með fé skattborgaranna. Því miður er öll saga borgarlínunnar þar til nú órum stráð auk þess að markast af algerum skorti á metnaði til að fara vel með fé skattborgaranna.

Það virðist ekki heldur teljast til góðra stjórnsýsluhátta í þeim hópi sem hér hefur um vélað að hlusta á borgarbúana sem finna brenna á sér þau öfl sem að verki eru í allri þróun þéttbýlis, heldur skal ráðist gegn þessum öflum með öllum tiltækum ráðum.

Aukinn fólksfjöldi og þétting byggðar sem fylgir stækkun þéttbýlis eykur umferð og þar með ferðatíma sem gerir byggð í nágrenni svæðisins eftirsóknarverðari. Vinna kallar á samþjöppun fólks og aðrar athafnir kalla síðan á dreifingu þess aftur.

Ferðatími til og frá vinnu og til að njóta frístunda kemur fram sem kostnaður hjá fólki og fækkar verðmætum frístundum. Sá kostnaður veldur því að bæði fólk og fyrirtæki færa sig til innan borgarheildarinnar. Fólk leitar þá eftir stöðum sem bjóða upp á lægri kostnað.

Fyrirtæki leitast eftir stöðum með nægum bílastæðum þar sem aðgengi viðskiptavina er sem auðveldast og kostnaðarminnst fyrir þá. Þarna eru að verki sterk öfl sem bæði draga og sundra, móta þróun borgarsamfélagsins og efla samfélagið eða valda hnignun eftir atvikum.

Þegar kvartanir um umferðartafir á mörkum miðborgarinnar fóru vaxandi ákvað borgarstjórn að auka við þær í því skyni að auka hlut almannasamganga í borginni. Lagst var gegn bætandi umferðarmannvirkjum eins og mislægum gatnamótum og bílastæðum fækkað. Ferðakostnaður fólks var aukinn. Jafnframt var nær lokað fyrir nýbyggingar íbúða utan miðborgar. Reykjavík varð skyndilega ekki jafn álitlegur kostur fyrir aðsetur og áður var. Þessa sáust merki, ekki bara í Reykjavík heldur öllum öðrum sveitarfélögum frá Akranesi og Selfossi vestur á Reykjanes.

Reykjavíkurborg reyndi þarna að stjórna þeim öflum sem mestu ráða um þróun þéttbýlis. Stjórnunaraðferðin var að hindra fólk í vali á búsetu og hindra streymi fólks og varnings eftir lífæðum borgarinnar. Það að halda að slík vinnubrögð gangi upp eru órar einir. Þó tók steininn úr þegar væntanlegar samgöngubætur voru kynntar.

Kynnt var til sögunnar léttlest á nýjum innviðum fyrir 170 milljarða króna og til vara var nefnd lest á gúmmíhjólum fyrir litla 130 milljarða fyrir innviðina eina. Léttlestinni var þó meira haldið fram í upphafi. Engu var líkara en takmarkið væri sem mestur fjáraustur fyrir varla marktækan árangur og það þótt áfram skyldi haldið að tefja umferð annarra bíla með fólk og varning. Þar bættist enn í órana. Þeir sem um véluðu virtust telja að það væru flottir vagnar og glæsihallir yfir biðstöðvar sem löðuðu notendur að almenningssamgöngum þegar staðreyndin mun vera sú að flottheitin eru bara umbúðir.

Mestu skiptir að sögn sérfræðinga tíðni ferða, öryggi og hraði ásamt nálægð biðstöðvar við dvalar- og vinnustað. Á endanum kom að því að leitað var til ríkisins um að leggja til fjármagn. Þá kom í ljós að ríkið var ekki reiðubúið til ráðstafana sem hunsuðu eða tefðu aðra umferð en almenningsvagna og nágrannasveitarfélögin reyndar ekki heldur, en þau hafa byggt upp sínar „bílaborgir“ og vaxið hraðar meðan Reykjavík var stjórnað með því að þvælast fyrir.

Nú liggja fyrir samningar þessara aðila um fjárfestingu í innviðum borgarlínu upp á um 50 milljarða, sem er öllu lægra en þeir 130 til 170 milljarðar sem áður eru nefndir.

Samningaviðræðurnar virðast því hafa opnað einhverja glufu fyrir skynsemi inn í þetta mál, en hvað sú glufa nýtist þegar fram í sækir verður að koma í ljós.

Borgarlínumálið er þegar upp er staðið heildarendurskipulagning á almannasamgöngum höfuðborgarsvæðisins. Líka skal endurskipuleggja þær samgöngur utan þjónustusvæðis borgarlínu en líklegt að þar verði þjónustan minni, enda yfirlýst markmið að á þjónustusvæði borgarlínu (þróunarsvæðum) muni búa 66% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta kann að vera nothæft þúsaldarmarkmið en næst varla á næstu fáum áratugum og markmiðin um ferðahlutdeild borgarlínu nást þá hægt.

Markmiðið með fjárfestingum í innviðum höfuðborgarsvæðisins á að vera að halda greiðum samgöngum um lífæðar höfuðborgarsvæðisins og nýta sem best þá fjármuni sem í verkið fara. Um það hefur verið samið.

Við verðum að vona að sú skynsemisglufa sem opnuð hefur verið inn í málið nýtist vel."

Detttur einhverjumn í hug að pí-lögmálið muni ekki koma til sögunnar í kostnaði við Borgarlínuna eins og í opinberum framkvæmdum Dags B. Eggertsonar í Braggamálum sem öðrum. En það hljóðar svo :

Áætlun Dags B. x Pí= Minimal Raunkostnaður

Ekki nóg með það heldur eiga íbúar að byggja sér bólstaði meðfram borgarlínunni. Slíkar byggingar geta vart orðið öðruvísi en í þéttstæðum háhýsum án garða og gróðurs til þess að sem styst verði á stoppistöð Borgarlínunnar.

Hvert þeir eiga að halda til vinnu með lestinni hefur ekki verið ákveðið.

Gamlir frekir kallar eyðilögðu víst mikið fyrir þessu unga ófreka hugsjónafólki  sem nú situr í Borgarstjórn Reykjavíkur og ætlar að endurskapa Borgina og nágrannabyggðir utan Seltjarnarness eftir sínu höfði.

En mun ekki áfram snjóa, hvessa og rigna yfir rangláta og réttláta í Reykjavík sem finnst betra að sitja í sínum einkabíl og láta sig dreyma um sólskinið  en hjóla eða norpa á stoppistöðvum hinnar dýrðlegu Borgarlínu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er RÍKISSTJÓRNIN og nærliggjandi BÆIR,stjórnað af "XD" mönnum tilbúnir til fjárfestinga í BORGARLÍNU og illa rekinni HÖFUÐBORGINNI til áratuga?. Næsta stórmál er að skipta út BÆJARSTJÓRNINNI, SEM DRATTAST MEÐ vinstriflokkum og loftslags og ESB Sinnum hjá Reykjavíkurborg og ALÞINGI.

Draumur flestra kjósenda er, að hreynsa út og fækka embættismönnum, sem sitja fastast launanna vegna. Það vanta baráttumenn sem gera ÍSLANDI og HÖFUÐBORGINNI eitthvað gagn

BORGARLÍNAN og lokun Miðborgarinnar varðandi bílaumferð tryggir VERND BARA og "ÁHÆTTUSTAÐA", en gangandi ÍSLENDINGAR sjásat lítið í göngutúrum og við höfnina. BORGARLÍNAN er EYÐSLA, MISTÖK og FJÁRAUSTUR Vinstrimanna.  

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.8.2020 kl. 17:47

2 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Takk fyrir skemmtilega grein sem þó fylgir mikil alvara. Mér skilst að þetta nýmóðins skipulag sé angi af hugsjón sem kemur frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna og er nefnt sjálfbær þróun, sustainable developement. Meðal menntamanna  þykir þetta orð sérlega gáfulegt og er innræting um fyrirbrigðið orðinn rauður þráður í öllu námi í íslenskum grunnskóla, sem hefur kastað burt gömlu gildunum og innleitt nýju trúna á sjálbæra þróun í ÖLLU NÁMSEFNI. 

Guðjón Bragi Benediktsson, 12.8.2020 kl. 20:30

3 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Hvað skipulagsmál varðar er sjálfbær þróun á þá leið að maðurinn hafi gengið svo á hlut náttúrunnar og því eigi nú að leyfa ósnortnum víðernum náttúrunnar að fá frið frá manninum og hans fyrirtækjum. Manninum eigi hins vegar að safna saman á mjög þéttbýlum svæðum þar sem náttúran er laus við hann. 

Guðjón Bragi Benediktsson, 12.8.2020 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband