27.8.2020 | 13:11
Þorir einhver?
stjórnarmaður í lífeyrissjóði að kaupa hlutafé í Icelandair?
Lífeyrissjóðir eru þeir einu sem hafa laust fé til umráða. En þetta fé er þarna í þeim eina tilgangi að greiða lífeyri. Ef það tapast lækkar lífeyrir eigenda þvert á upphaflega tilgang sjóðanna.
Svo hver þorir?
Það er þjóðin sem er í hættu ef Icelandair fer á hausinn.Því er mín tillaga raunhæf.
En hún er að Lífeyrissjóðirnir láni ríkinu 50 milljarða til að að hjálpa Icelandair með lánalínu og annað nauðsynlegt.
Að 5 árum liðnum byrjar ríkið að greiða Lífeyrissjóðunum til baka 5 milljarða á 10 árum, eða 2.5 milljarða á 20 árum eða það af þeim fjárhæðum sem Icelandair greiðir ekki sjálft við þau tækifæri.
Ríkið fær hlutafé í hlutfalli við byrjunarverðmæti núverandi hlutafjár. Enginn lífeyrir tapast. Icelandir flýgur næstu 5 árin og greiðir ekki arð.
Þjóðin á félagið enda er það bara hún sem á allt undir fluginu. Það má dreifa þessu hlutafé til almennings síðar ef einhver vill.
En hver annar þorir að kaupa hlutafé en Ríkið?
Ég held að enginn geti þorað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessari tillögu þinni Halldór,
en Notabene, að því skilyrði uppfylltu, að Icelandair sjái til þess að flytja ekki lengur inn vegabréfalausa "hælisleitendur" fyrir Helgu Völu og píratakompaníið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 13:56
Þar sem er eftirspurn er framboð. Það er undarleg sýn helstu ráðamanna að það sé lífsnauðsynlegt að Icelandair lifi. Það er ekki erfitt fyrir lífeyrissjóðina að taka mikla áhættu með annarra fé og hefur engar afleiðingar. Í upphafi var þetta sárasaklaust, LS lánuðu sjóðsfélögum til íbúðakaup og afgangurinn í ríkisskuldabréf. Að það skuli vera hægt taka með valdi sparifé fólks og afhenda það spilfíklum er í meira lagi galið. Afl LS er orðið svo mikið að þeir hafa tekið að sér að stýra krónunni þannig að hún endurspeglar ekki endilega efnahagsástandið eins og það er hverju sinni. Finnst fólki þetta virkilega í lagi?
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 14:23
Enginn sem er með fulla fimm, fer að fjárfesta í þessu. Þessi fjárfesting er ekkert annað en ávísun á TAP...
Jóhann Elíasson, 27.8.2020 kl. 15:17
Þetta er allt of gáfulegt til að verða framkvæmt.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2020 kl. 15:29
Það verður vafalaust mjög mikill þrýstingur á lífeyrissjóðina að kaupa í Icelandair. Stjórnir þeirra verða að reyna að horfa fram hjá þessum þrýstingi þegar þær leggja mat á málið. Óvissan er umtalsverð svo arðsemiskrafan verður að vera umtalsverð líka.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 15:40
Sammála !
Þórhallur Pálsson, 27.8.2020 kl. 17:42
Fari allt í fyrra horf má búast við að sá sem kaupir á útboðsgenginu áttfaldi peninginn á þrem til fjórum árum. Það gerðist þegar lífeyrissjóðirnir og fleiri keyptu í Icelandair eftir hrunið. Og flest bendir til þess að þessu ástandi muni linna innan nokkurra mánaða og þá fari gengi hlutanna hækkandi. Og linni því ekki þá verður tap á kaupum í Icelandair bara dropi í hafið. Lífeyrissjóðirnir sjálfir verða þá flestir gjaldþrota hvort sem er.
Lífeyrissjóðunum ber að ávaxta lífeyrissjóðsgreiðslur sjóðsfélaga, ekkert af því sem greitt er í þá má nota til að greiða sjóðsfélögum lífeyri. Hagnað og arð af fjárfestingum og lánveitingum er það sem má nota til að greiða lífeyri. Lífeyrissjóðir geta lánað ríkinu, eða hverjum sem er, verðtryggt og á góðum vöxtum.
Lífeyrissjóðir eru ekki þeir einu sem hafa laust fé til umráða. Erlendis eru stórir sjóðir sem eru sérhæfðir í að kaupa á brunaútsölum og hagnast þegar ástand batnar. Þeir hafa verið kallaðir hrægammasjóðir. Og þeir hafa áður hagnast vel á því að kaupa það sem Íslendingar vildu ekki.
Aðkoma ríkisins kallast ekki aðstoð ef það fær eignarhlut í fyrirtækinu. Þá er ríkið að kaupa/yfirtaka hlut í fyrirtækinu. Að taka gjaldi fyrir viðvik heitir ekki aðstoð. Þegar lánastofnanir tóku skuldsettar íbúðir yfir á sitt nafn voru þeir ekki að aðstoða lántakendur.
Vagn (IP-tala skráð) 27.8.2020 kl. 20:57
Ríkið, eða öðrum orðum við sjálf höfum örugglega ekki ráð á að greiða okkar eigin lífeyrissjóðum eitt né neitt annað en lélegar útskýringar þegar að skuldadögum kemur.
Hvers vegna fjárfesta lífeyrissjóðir ekki í gulli, sem virðist ætíð standa fyrir sínu?
Jónatan Karlsson, 28.8.2020 kl. 07:14
Margt mælir þú vel og skýrt núna Vagn
Halldór Jónsson, 28.8.2020 kl. 11:21
Erfa þeir ekki lífeyri þeirra sem falla frá,?
Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2020 kl. 21:58
Jónatan, ef bara ætti að geyma greiðslurnar væri gull ágætis kostur. En lífeyrissjóðunum ber að ávaxta lífeyrissjóðsgreiðslur sjóðsfélaga og gull heldur sínu verðgildi en skilar engri ávöxtun. Ávöxtun fjárfestinga og hagnað af lánveitingum er það sem má nota til að greiða lífeyri. Það væri því ekki hægt að greiða sjóðsfélögum lífeyri þó allar skúffur væru fullar af gulli.
Helga, við greiðslu í lífeyrissjóð öðlast þú viss réttindi sem sjóðsfélagi. Þú greiðir í lífeyrissjóð en leggur ekki inn. Greiðslan er eins og félagsgjald en verður ekki að inneign. Þú átt ekkert í þínum lífeyrissjóði annað er þessi réttindi, réttindin að fá greiddan lífeyri í hlutfalli við greidd iðgjöld meðan þú lifir.
Vagn (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 13:08
Það hefur nú verið líflegur markaður í gulli og silfri undanfarið og verðð stígandi.
Halldór Jónsson, 29.8.2020 kl. 14:38
Frá ágúst 1990 til apríl 2016 hækkaði gull ekkert og þá hefði ekki verið hægt að greiða neinn lífeyri. Og þó einhver hækkun hafi verið í sumar þá hefur gull lækkað frá sama mánuði 2011 og hefur lækkað síðustu þrjár vikur. Lífeyrisgreiðslur sem hefðu byggst á verði gulls hefðu skilað mörgum mögrum árum þar sem engar greiðslur hefðu geta átt sér stað.
Gull hækkar þegar eru kreppur en lækkar þess á milli. Þeir sem bíða eftir kreppum og hruni tryggja sig með gulli, nota gull sem geymslu verðmæta. En kreppur eru oftast skammlífar. Þeir sem vilja ávaxta sitt fé frekar en að geyma það kaupa ekki gull.
Hlutabréf eru gullgæsin en gull er bara eggin. Það er betra að eiga gullgæsina en að þurfa að kaupa eggin. Annað er uppspretta auðæfa en hitt geymsla verðmæta.
Vagn (IP-tala skráð) 29.8.2020 kl. 20:56
Það sem þú treystir á er starfandi þjóðfélag, sem getur framleitt vörur og þjónustu sem þú þarfnast.
Margar þjóðir hafa gegnumstreymis lífeyrissjóð, og hann greiðir, skrifar tölur, að verðgildi þess sem framleiðsla og þjónusta býður upp á.
Vörurnar og þjónustan, vilja láta nota sig!
Neytendur vilja kaupa, fá vörurnar og þjónustuna.
Lífeyrissjóður, skrifuð tala, hefur ekkert gildi ef hvorki eru til vörur eða þjónusta.
Allt smellur saman.
Verð að hlaupa.
Sjóður, til að huga að atvinnulífi, fyrirtækjum, og rekstri fréttamiðla, kemur vel til greina.
Það er bráðnauðsynlegt að losna við ástandið í dag, nú ræður einn aðili yfir öllum gömlu fjölmiðlunum.
Til að laga allt.
Hjálpum okkur gömlu vanþroskuðu einstaklingunum, okkur nústaðreynda trúar mönnunum, að opna fyrir skilninginn.
Jesú sagði, ég er kominn til að bjarga syndurunum, það er þeim sem kunna ekki, geta ekki fært sig yfir í skilninginn.
Ef við eigum ekki góðleika, þá er eina ráðið, að segja, Jesú, vilt þú hjálpa mér, vilt þú gefa mér gæsku.
Orðin skipta ekki máli, heldur að þú viljir leyfa og þiggja hjálpina.
Egilsstaðir, 29.08.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.8.2020 kl. 21:02
slóð
Skýring á gullverði.
Sesar fékk hylli fólksins, fyrir að fara í framkvæmdir, sem sköpuðu atvinnu fyrir fólkið, sem það fékk greitt fyrir, og þá keypt það sem heimilið þurfti. Sesar varð að finna greiðslu möguleika, að búa til bókhald fyrir lausa hönd, sem vildi gera gagn,
17.4.2020 | 22:56
Egilsstaðir, 29.08.2020 nJónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.8.2020 kl. 22:06
Vagn, eigum við þá að kaupa í Icelandair í von um 8x?
Halldór Jónsson, 31.8.2020 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.