Leita í fréttum mbl.is

Ósjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar

er staðreynd.

Valgerður Sigurðardóttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem þetta er að finna:

"Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er grafalvarleg, útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hefur aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum.

Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðna borgarinnar eru komnar í 378 milljarða í júnílok.

Það sjá það allir að vandinn er gríðarlegur og hann varð ekki til á nokkrum mánuðum. Vissulega hefur COVID-19 áhrif á stöðuna en því miður var Reykjavíkurborg það illa rekið sveitarfélag fyrir COVID-19 að búið var að senda ósk um neyðaraðstoð til ríkisins strax á vordögum. Enda augljóst að fjárhagsleg óstjórn hefur verið í sveitarfélaginu um langt skeið.

Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði þrátt fyrir einstakt góðæri.

Nú eru liðin tvö ár frá því að Viðreisn komst í meirihluta með vinstri flokkunum í borginni.

Þá var gerður sáttmáli um að greiða niður skuldir á meðan efnahagsástandið væri gott en á það lögðu fulltrúar Viðreisnar þunga áherslu. Það hefur gjörsamlega brugðist.

Algerlega ósjálfbær rekstur til margra ára

Reykjavíkurborg skýrir stöðu sína best út sjálf í umsögn sem borgin sendi frá sér í vor til Alþingis vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar og áhrifa COVID-19.

Þar óskaði Reykjavíkurborg eftir tugum milljarða bæði frá ríkinu og Seðlabanka Íslands.

Niðurstöður starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar fylgja umsögninni og þar segir meðal annars: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði.

Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára fram undan standa undir afborgunum.“ Ekki er hægt að hækka skatta og gjöld sem nú þegar eru í botni.

Fjárhagsstaða borgarinnar getur ekki verið skýrð út betur, því miður.

Niðurskurður hjá börnum

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur allt frá kosningum verið að benda á það að fjárhagsstaða borgarinnar sé ekki ásættanleg.

Því hefur ávallt verið haldið fram af meirihlutanum að allt sé í himnalagi og allar ábendingar okkar um slaka rekstrarstöðu hafa verið slegnar út af borðinu.

Meirihlutinn hefur samt byrjað að spara og það hjá börnum með því að loka grunnskóla. Á tímum þessa meirihluta þar sem borgin er að eigin sögn að stefna í algerlega ósjálfbæran rekstur er byrjað á því að skera niður í grunnþjónustunni sem hefur ekki frá hruni fengið það bætt sem þá var skorið niður.

Það er ljóst að næstu mánuðir verða erfiðir fyrir meirihlutann í Reykjavík þar sem komið er að skuldadögum eftir margra ára skuldasöfnun."

Það þarf karlmennsku og kjark til að skrifa grein í þveröfuga átt á sömu blaðsíðu eins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir úr Viðreisn. Annað eins endemis bull er sem betur fer fáséð á prenti. Helsta tillaga hennar hátignar  er að flýta framkvæmdum við Borgarlínu eins og það færi Borginni auknar tekjur!

Fólk þarf að lesa þessa grein Viðreisnarvalkyrjunnar og örlagavalds Reykvíkinga  til að sannfærast um það sem að baki býr. Gersamlega örvæntingu á barmi hyldýpisins sem grátbænir um björgunaraðgerðir ríkisframlaga til hugsjónabaráttu vinstra fólksins.

Með viðurkenningu á að allt sé í raun farið fjárhagslega úr böndunum og stríðið við ósjálfbæran rekstur sé endanlega tapað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband