Leita í fréttum mbl.is

Fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins

 er Styrmi Gunnarssyni greinilega nokkurt áhyggjuefni enda hefur hann lengi setið við fótskör forystumanna flokksins og fylgst með þeim í blíðu og stríðu.

Hann skrifar svo:

"

Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var í gær, kemur enn ein vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðasta rúmum áratug, þ.e. frá Hruni, tapað nálægt 15 prósentustigum af almennu fylgi sínu frá fyrri tíð. Fylgi flokksins nú mælist 22,8% en var yfirleitt á bilinu 37-38% en stöku dæmi um mun minna fylgi.

Þessi veruleiki hefur lítið sem ekkert verið ræddur á opnum fundum í Valhöll, þótt hann hafi vafalaust verið ræddur bæði í þingflokki og miðstjórn.

Framundan er landsfundur í nóvember, þótt augljóslega geti orðið breytingar á tímasetningu hans vegna faraldursins. 

En hvort sem hann verður þá eða síðar er augljóst að tími er kominn á opnar umræður á vettvangi flokksins um þetta fylgistap og hvernig við því skuli bregðast. 

Í ljósi þess, að þingkosningar fara fram að ári liðnu er eðlilegt að sá landsfundur snúist að töluverðu leyti um það hvernig flokkurinn á að bregðast við þessu fylgistapi og hvaða breytingar eru æskilegar á stefnumiðum og áherzlum til þess að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti sitt fyrra fylgi meðal kjósenda.

Þrátt fyrir þetta mikla fylgistap hefur flokksforystunni gengið betur en hægt var að búast við í ljósi þess að tryggja flokknum aðild að ríkisstjórn.

Hins vegar má telja líklegt að eitt helzta markmið margra vinstri flokka í næstu kosningum verði að útiloka flokkinn frá aðild að ríkisstjórn.

Það verður auðveldari leikur verði úrslit þingkosninga áþekkar skoðanakönnunum síðustu ára."

Ég hef líka  velt þessu sama fyrir mér all lengi. Og þó ég sé langt í frá svo spakur sem Styrmir þá hef ég helst komist að þeirri niðurstöðu að það sé persóna formanns flokksins sem nokkrum úrslitum ræður.Og þá líka persóna keppinautanna í hinum flokkunum.Sem eru afspyrnu lélegar um þessar mundir og skýra því ekki dæmi útfrá samkeppnissjónarmiðum

Formaður Sjálfstæðisflokksins verður að gefa sig mikið í starfinu og leggja á sig ómælt erfiði í því skyni. En það getur enginn gert nema að hafa köllun fyrir starfinu.

Eða eins og við flugmenn skilgreinum gjarnarn flugþrána okkar:

"You have to be crazy and you have to love it." 

Hvaða formenn Sjálfstæðisflokksins standa annars uppúr?

Eru það ekki einmitt þeir sem gátu sýnt af sér æringjahátt þegar svo bar undir? Davíð gat þetta,Ólafur Thors svo sannarlega,og Bjarni Benediktsson eldri líka á sinn hátt. Geir Haarde var alþýðlegur og það var Geir Hallgrímsson líka á sinn hátt.

Þorsteinn Pálsson var lítt orðaður við slíkt.

En formaður verður að geta innblásið fólk í ræðu og riti. Það er erfitt að gefa einhverja formúlu fyrir þessu en hún er samt til.

Fyrir meira en ári reyndi ég að greina skrif Gunnars Rögnvaldssonar um forystu Sjálfstæðisflokksins. Við vorum ekki alveg sammála um allt en í grunninn samt.

Það er sjarisma foringjans sem skiptir máli. Og svo EVENTS, MY BOY, EVENTS eins og MacMillan sagði við nýsveininn ein sog Davíð segir frá í nýlegum leiðara.

Þá birti ég þennan langhund á blogginu sem ég læt fljóta hérna með.

 

"Að vera formaður

Sjálfstæðisflokksins er algerlega miskunnarlaust starf-", sagði Bjarni Beneddiktsson eldri. Það er ekki við öðru að búast en að gusti um þann sem því gegnir.

Gunnar Rögnvaldsson er ómyrkur í máli í hverju sem er. Hann veltir stöðu Sjálfstæðisflokssins tíðum fyrir sér og hefur af henni áhyggjur þó að mér vitanlega hafi hann ekki starfað margt á þeim vettvangi.

Hann skrifar svo á bloggsíðu sinni:

"....

Samhliða þessu áhlaupi á raforkumálin reyna íslenskir stjórnmála- og smásölumenn allt hvað þeir geta að fórna íslenskum landbúnaði á altari ríkisstyrkts ESB-landbúnaðar, og gengur þriðji-flokkur Framsóknarflokksins þar hve harðast fram. Ofan í þetta tvennt bætist svo sú staðreynd, að við Íslendingar ráðum varla lengur því hver býr í landinu okkar eða ekki; og svo því hverjum erlendum er verið að selja landið undan þjóðinni í skömmtum, eða ekki

Þegar ég hugsa um núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins þá sé ég fyrir mér sennilega lélegasta formann flokksins frá upphafi, og sem fyrir aðeins nokkrum árum ætlaði sér að setja íslensku þjóðina í skuldafangelsi vegna skulda einkafyrirtækja. Við hverju má þá ekki búast þegar að íslensku olíunni kemur; raforkunni? Hvar er dómgreind hans? Formenn flokksins hafa verið þessir:

  1. Jón Þorláksson
  2. Ólafur Thors
  3. Bjarni Benediktsson
  4. Jóhann Hafstein
  5. Geir Hallgrímsson
  6. Þorsteinn Pálsson
  7. Davíð Oddsson
  8. Geir H. Haarde
  9. Bjarni Benediktsson

Traust mitt á forystunni í flokki mínum er því miður ekki til staðar í þessum efnum. Það hefur þurft að mata hana eins og hvítvoðung með teskeið á fullveldis-staðreyndum lífsins í næstum því 10 ár, bara til þess eins að flokkurinn rétt næði að lifa forystuna af.

Og aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá síðasta mannfalli í flokknum. Þá vegna Evrópudómstóla sem fylgja uppskriftinni að einræði æ nánar. Evrópumálin eru að eyðileggja flokkinn, eins og þau mál hafa gert og gera út um alla Evrópu.

Er ekki kominn tími til að ranka úr EES-rotinu, sem breyttist í bankarotið vegna eins EES-samnings. Á kannski að eyðileggja enn meira?

Þjóðaröryggisstefna getur aldrei byggst á því að vona það besta. Slík stefna er og verður alltaf þjóðar-óöryggisstefna"

Já, Gunnar er ófeiminn við að segja sína skoðun eins og Styrmir Gunnarsson, sem deilir áhyggjum af gengisleysi Sjálfstæðisflokksins með Gunnari en talar kannski oftar "subrosa".

En það er ekki nóg að vera bara gagnrýninn. Maður verður að benda á leiðir út.

Ég var heldur ekki sammála Bjarna Ben þegar hann kynnti sitt "ískalda mat" á því að skynsamlegast væri að semja við ESB og borga leifarnar af Icesave. Hann mat það að áhættan væri meiri en að vera  þess virði að borga ekki afganginn. Við vorum svo sýknaðir Íslendingar en Bjarni sakfelldur fyrir afstöðu sína.

Ég var líka mjög ósáttur við Bjarna þegar hann hrærði í prófkjörinu í Kraganum með þeim afleiðingum að Villi Bjarna datt út af þingi og lækkaði þar með greindarvísitölu þingsins.Ég er algerlega á móti svona vinnubrögðum.

En býður Gunnar nokkurn annan fram til að taka við af Bjarna? Hvað eru flokksmenn óánægðastir með í Bjarna sem formann?

Ég skal vera hreinskilinn þegar um þetta er rætt enda orðinn hundgamall og hef úr engum söðli að detta, burtrækur úr flokknum í Kópavogi.

Bjarni ber höfuð og herðar yfir alla aðra þingmenn í málflutningi á Alþingi. Í samanburði við hann eru þar inni menn sem eru eiginlega zombíur í ræðu og riti. Að maður tali ekki um glæsileika íþróttamannsins. Hvað vantar þá? Eaða eru hinir bara svona afspyrnu lélegir og leiðinlegir að þar er enginn kollurinn öðrum hærri?

Bjarni er fjölskyldumaður með ung börn.Hann hefur ekki fórnað allri lífshamingjunni fyrir þennan miskunnarlausa flokk.Lái honum hver sem vill. En Ólafur Thors vitnaði einhvern tímann í Tedda Roosewelt sem sagði að "life is a matter of appearance" Maður yrði að leika hlutverk sitt hvað sem manni fyndist sjálfum.

Sú saga var mér sögð af Grími heitnum í Íspan að Geir í Eskihlíð sagði honum að hann hefði aldrei treyst sér til að vera nótt að heiman frá búi sínu. "Ég fór eitt sinn einn dag austur fyrir fjall. Og það get ég sagt þér Grímur að það var allt komið í vitleysu þegar ég kom heim um kvöldið".

Það var sagt um Davíð Oddsson þegar hann fór fyrir ríkisstjórn að það lengsta sem hann treysti sér að fara frá voru örfáir dagar til London. Þá flýtti hann sér heim aftur því hann var svo logandi hræddur um að hinir ráðherrarnir myndu gera einhverja bölvaða vitleysu á meðan.

Davíð lagði sig allan fram í leiðtogahlutverkinu og skaphöfn og húmor hans sópaði til sín aðdáun hvar sem hann fór og gerir í raun enn þegar menn lesa skrifin hans.

Bjarni hefur alveg hæfileika til að sinna leiðtogahlutverkinu mun meira en hann gerir. Hann beinir hinsvegar orkunni meira inná við í skrifstofustörf. Hann getur heillað fólk ef svo ber undir. Og flest flókin mál liggja vel fyrir honum. En hann virðist ekki vera sérlega næmur á að hlusta á þytinn í laufinu. Hugsanlega hefur hann ekki nægilega góða ráðgjafa skorti hann næmið sjálfan.Hvað finnst honum um skoðanir flokksmanna á 3. orkupakkanum? Heyrir hann ekki?

 

Davíð þurfti ekki ráðgjafa því hann lagði aðeins eyrað að jörðinni.Húmor og léttleika þurfa leiðtogar að sýna út á við.

Geir Haarde söng umbarabassa á góðum stundum.

Jóhann Hafstein kunni vel að kætast.

Jón Þorláksson þekkti ég ekki en vit hafði hann óvenju mikið svo að mönnum þótti það ómetanlegt.

 

Ólafur Thors gat verið hinn mesti æringi, fullur eða ófullur.

Bjarna Ben eldri gat vissulega sleppt fram af sér beislinu í góðum hópi og sopið vel á.

Þorsteinn Pálsson féll ekki í kramið hjá Bryndísi Schram fyrir að detta ekki í það með strákunum og varð ekki langlífur á formannsstóli frekar en í stjórninni með Jóni Baldvin og Steingrími Hermannsyni.

Davíð fór til Keflavíkur að taka á móti Bermúdaskálinni og lenti óvart í beinni útsendingu.

Skömmu síðar var ég í opinberu samkvæmi hjá virðulegum samtökum. Þar flutti Davíð alvarlegt ávarp um þjóðfélagsmál.

Svo bætti hann við að samtökin hefðu beðið hann um að gjöra sér gott af veitingunum. Ennfremur bætti hann við, að hann ætti nú líklega ekki að hvetja menn til drykkjar af öllum mönnum og kímdu þá margir. Svo bætti Davíð við að Dean Martin hefði samt sagt að eiginlega væri enginn fullur sem gæti legið óstuddur í gólfinu. Og enginn sá Davíð nokkru sinni hreifan opinberlega síðan í Keflavík svo ég viti til. Hann átti pleisið umsvifalaust.

En sprellað gat hann Davíð fyrirvaralaust eins og þegar hann byrjaði stóra fundinn í Garðabæ með því að fara með vísu sem endaði svona "....bláa höndin blessi þig, í bak og fyrir vinur. Hef ég sjaldan heyrt jafn marga hlæja eins mikið.

 

Þessi vísa var kveðin um séra Arnljót , sem var þingskörungur á liðinni öld:

Mér er um og ó um Ljót

ætla hann bæði dreng og þrjót,

Í honum er gull og grjót,

getur unnið mein og bót.

 

Svo er líklega um alla menn að þeim eru mislagðar hendur. Bjarna Benediktssyni líka. En menn geta alltaf bætt sig ef þeir reyna virkilega.

En það er nú svo að enginn getur bent á neinn Sjálfstæðisþingmann sem er í standi til að taka við af Bjarna ef með þyrfti. Þetta lið sem búið er að raða pópúlískt á toppinn í flokknum hefur enga burði til þess eins og stendur eða hvað finnst mönnum?

Svo verðum við ekki að styðja formann okkar Bjarna Benediktsson og þá góðu hæfileika sem hann hefur og vona að hann taki við aðfinnslum og geri okkur og sjálfan sig ánægðari með að vera formaður Sjálfstæðisflokksins? "


 

Athugasemdir

Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

 

Takk fyrir þetta Halldór. 

Það er ekki hlutverk kjósenda að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er flokkurinn sem á að vinna fyrir kjósendur, Halldór. Hollt er að muna það.

Flokkurinn, það ert þú og það er ég og allir þeir sem í honum eru og svo vonandi einnig þeir sem kjósa hann. Enginn á þennan flokk. Hann á sig sjálfur.

Með þessu áframhaldi þá vinnur flokkurinn enga sigra fyrir þá kjósendur sem vilja kjósa hann. Og þá hætta kjósendur að kasta atkvæði sínu í þá forystu sem flokkurinn er með núna.

Eyþór Arnalds er fínt efni í nýjan formann. Hann gæti opnað gluggana á Valhöll og hent iðnbyltingar- og metoo-spákonustaffi Bjarna, hins bráðnandi ísjaka, út og endurreist flokkinn með því að endurreisa varðstöðuna um þau mál sem hann er stofnaður til að standa vörð um, í stað þessa að flækjast fyrir sjálfum sér eins og naut.

Allir hljóta að sjá að þessi forysta sem nú er, virkar ekki. Hún er orðin bremsuklossi á framtíð flokksins.

Hvað sem hæfileikum og persónutöfrum Bjarna liður, þá virka þeir ekki. Hann er orðinn ófær um að leiða flokkinn til sigurs.

Ég get vel haft rangt fyrir mér um eitt og annað í þessu máli, en svona gengur þetta ekki lengur. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 19:57

Smámynd: Halldór Jónsson

 

Eyþór er nú ekki óumdeildur. Það logar víst ennþá á staurnum í huga einhverra.En ég er ekki langt frá þér í hugleiðingum um framtíð flokksins sem við eigum hlut í. Gengið  er ekki að hækka með þessu liði. 

Halldór Jónsson, 22.3.2019 kl. 20:37

Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

 

Ekki viljum við óumdeildan nyjan formann. Mann sem aldrei hefur gert neitt.

Jæja, er netlaus vegna veðurs. Pára þetta á gsm-tæki fyrir smábarnafingur.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 21:08

 

Því hinir þingmennirnir geta það einfaldlega ekki vegna augljóss skorts á hæfileikum þó í mismunandi næli sé.Það sem bjargar þeim er hversu foringjar stjórnarandstöðunnar eru líkir þeim að allri gerð sem  hæfileikalitlit  popparar.

En formaður Sjálfstæðisflokksins verður ekki til upp úr þurru. Hann verður að vaxa upp í hlutverkinu og þroskast með því.Pallas Aþena stekkur ekki fullsköpuð úr höfði Seifs hvorki þá né núna.

Fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins er niðurstaða af langri vegferð vonbrigða og leti auk stöðugra ályga og rógsherferða sem Styrmir breytir ekki  á einum Landsfundi.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held, kæri Halldór, að það segi allt sem segja þarf um ástand flokksins, eða öllu heldur forystuliðs hans, að svo gegnheill sjálfstæðismaður sem þú ert, skulir hafa verið gerður burtrækur af fundi flokksins í Kópavpgi,

en hælisleitendur boðnir velkomnir á fundinn,

af fyrrum gjaldkera ESB Samfylkingarósjálfstæðisflokksins.  

Í mínum huga er flokkurinn hrat og þakkaðu guði fyrir að hafa verið gerður burtrækur úr þessum bölvaða ESB flokki.

Hvert hverfafélagið í Reykjavík af öðru andmælti Op. ESB 3 og allur landsfundurinn einnig.  En voru virtir einskis, hraksmáðir af forystunni.  

Heldurðu að það svíði ekki, kæri Halldór?

Engir menn með eitthvert stolt og sjálfsvirðingu geta kosið þennan flokk forystunnar lengur, hæddir og hraksmáðir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.9.2020 kl. 21:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert að verða svo ofurbjartsýnn upp á síðkastið Halldór að maður fer að hafa áhyggjur. Opin umræða um stöðu flokksins á Landsfundi? Hvað er langt síðan slíkt hefur mátt?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.9.2020 kl. 22:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halldór minn,er Ármann vondi kallinn hér í Kópó,?- Ekkert verður eins og áður,þegar Sjálfstæðismenn ráku kosninga baráttu sína oft svo hræddir við Framsókn,að þeir auglýstu að þeir væru opnir í báða enda. Ég vísa á frásögn Þorsteins um Landsfundi X-D ;umræða lokuð í báða enda; Lifi Ísland!       

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2020 kl. 02:23

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég mun ekki kjósa flokk sem að skerðir TJÁNINGAR-FRELSI fólks með því að loka fyrir þeirra bloggsíðu; 

eins og mogginn gerði í mínu tilfelli.

Af því að ég er KRISTINNAR TRÚAR

og vil ekki taka þátt í sódómu-sókninni / gaypridegöngunni sem að mogginn virðist vera að blása til sóknar með

="Eins dauði er annars brauð virðist vera mottóið hjá mogganum.

Jón Þórhallsson, 3.9.2020 kl. 08:12

5 identicon

Það er ekki að ástæðulausu að fylgi flokksins er hrunið, undir forystu Bjarna júnior.  

Við getum lifað í draumheimum Halldór minn, en það er hrunið.  Enginn landsfundur fær því breytt.

Forystunni verður ekki haggað.  Hún stillir sjálfri sér upp eins og sovéski kommúnistaflokkurinn gerði.  Bjarni er Brésnjef.

Í næstu kosningum verðum við á vergangi, Halldór minn, rétt eins og meginhluti gamla flokksins.

Það yrði forystunni hollt að hún fengi þá ærlegan rassskell.  Einungis þannig getur flokkurinn hugsanlega endurræst sig.  Hann þarf að hrynja enn meira.  Þannig er það nú bara.  En við erum hérna enn og getum þá fyrst endurreist flokkinn þegar forystan verður endanlega hrunin.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.9.2020 kl. 10:48

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Símon Pétur, ef þú ekki kýst Bjarna þá ertu bara að kjósa Björn Leví, Þórhildi Sunnu eða Loga Má hvað þá hana Ingu.

"Þó við séum vondir þá eru aðrir verri" sagði Bjarni gamli og vissi hvað hann söng.

Við verðum Símon Pétur að haga okkur eins og við séum heilflöskur þó við séum bara pelar og illa það.Reyna að klóra í bakkan og hafa áhrif til hins betra þó pirrandi sé gengisleysið

Halldór Jónsson, 3.9.2020 kl. 16:43

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er allskyns fólk í öllum flokkum, suma getur maður illa lynt við þó að maður sitji lengi á sér.

Halldór Jónsson, 3.9.2020 kl. 16:45

8 identicon

Leiðtogar, ÞJÓÐARLEIÐTOGAR, sem tala til ÍSLANDS og Þjóðarinnar eru SIGURVEGARAR hér HEIMA og VIRTIR ERLENDIS. Sameiginmleg eign ÍSLENDINGA og 200 mílna landhelgi ásamt ORKU og VIRKJUNUM verður að TRYGGJA. VIÐ MÓTMÆLUM HARÐLEGA "LANDASÖLU" til "fárra" og ERLENDRA auðkýfinga. FINNAFJARÐA hugmyndir fyrir KÍNVERJA er óþolandi fyrir FÁMENNT ÍSLAND.

Afturgengnir vinstri FLOKKAR og ESB-sinnar og EINSTAKLINGAR sem hrýfst af getuleysi ESB, skal kjósa útaf virtu ALÞINGI.

ÍSLANDI vantar ÞJÓÐERNISSINNAÐAN OFURFLOKK, sem er fylltur af "SÖGUNNI", FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐIBARÁTTU. ALÞJÓÐASAMVINNA og GLÓBALISTAR skila engu á ISLANDI. ÍSLAND nær lengst á eigin vegum við sölu á framleiðslu, sem er eftirsótt og ÓMENGUÐ.

Segjum okkur frá óróanum í "stjórnlausri" Evrópu. Forðumst Loftslags-draumana og andstæðinga ÍSLANDS á ALÞINGI. VINGUMST við USA og NATO. 

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 3.9.2020 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband