12.9.2020 | 15:31
Kveðjustund
kemur í lífi hvers manns. Margir tjá sínar tilfinningar á bókfelli við slík tímamót.Þó mönnum takist misjafnlega er hugurinn að baki ávallt það sem máli skiptir.
Eina slíka hugleiðingu las ég á dögunum sem kom við mig vegna einlægninnar og ástúðarinnar sem að baki orðunum býr.Og því sem máli skiptir mestu i þessu lífi, móðurástin, kærleikurinn og umhyggjan fyrir öðrum sem skín eins og sólin sjálf yfir fjallsbrún að dimmum dal. Ást sonar og þakklæti til móður sinnar að lífi hennar loknu.
Ég leyfi mér að tilfæra þessi orð hér mér til minnis fremur en annað. Hverjir eiga í hlut skiptir ekki máli og ég vona að mér fyrirgefist framhleypnin gagnvart mér bláókunngu fólki að taka þennan texta upp án leyfis. Því er ég mjög efins um hvort ég eigi að gera þetta og ef til vill á ég að eyða þesu þessu bloggi sem óþörfu. Því textinn stendur sjálfur fyrir sér og varðveittur annarsstaðar.
Það er fegurðin ein og ástúðin sem skiptir máli fyrir mig og knýr mig til ljóða sem áminningu til mín og okkar allra sem fjölskyldna, um nauðsyn þess að að vanda okkur í hinu hversdagslega lífi. Einn daginn er það of seint að ráðstafa nokkru betur.
"Elsku mamma. Hvernig kveður maður þig í hinsta sinn? Hvernig þakkar maður fyrir alla ástina og umhyggjuna sem þú hjúpaðir mig alla ævi? Hvernig get ég sýnt þér hversu mikið ég elskaði þig og hversu mikið ég reiddi mig á þig sem örugga höfn í lífsins brotsjó?
Ég sit hérna hjá þér á sjúkrahúsinu með hönd þína í minni og bið þess að þú vaknir hraustari eftir þessa löngu nótt. Ég þrái að fá að tala við þig um svo margt og óska svo heitt að þú verðir hjá okkur aðeins lengur. Þetta gerist allt svo hræðilega hratt. Svo vek ég þig við sólarupprás, horfi í augu þín og uppsker bros.
Þú segist enn vera þreytt og að þú viljir ekki vakna strax jánkar því að vilja hvíla þig aðeins lengur og ég ákveð að bíða með spjallið.
Ég næ þó að skjóta inn með innlifun ...en þú veist að þú ert besta mamma í heimi! og uppsker þetta yndislega bros þitt sem einkennir þig svo ótrúlega. Hvernig þú brosir líka alltaf svo sterkt með þínum skörpu en blíðu augum.
Þetta eru síðustu samskipti okkar stuttu seinna ertu horfin af þessari jörð.
En kannski eru þessi stuttu samskipti þau einu sem þurfti. Þau einu sem í raun skipta máli nú þegar við lokum hringnum frá fæðingu til dauða. Ég horfi út um gluggann yfir Eiríksgötuna á húsið þar sem þú fæddir mig fyrir hálfri öld og okkar sameiginlega ferðalag hófst á fæðingardeildinni. Einungis 150 metrar eru þarna á milli frá upphafi til enda okkar samveru á þessari jörð. Lífið er skrýtið.
Þú varst besta mamma í heimi, það er eina sem ég get sagt um okkar samveru. Ég naut alltaf góðs af endalausri gæsku þinni og ró í öllu sem á dundi á ferðalagi mínu með þér sem barn, strákur, maður og svo loks fjölskyldufaðir. Alltaf mætti maður skilningi og ást hjá þér, þegar þú horfðir á mann með skilyrðislausri ást og hallaðir höfði til hliðar með blíðu andvarpi.
Takk fyrir allt elsku mamma. Ég mun sakna þín mikið, en mikið óendanlega er ég þakklátur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú gafst mér í veganesti í lífinu"
Mér finnst þarna sagt flest sem máli skiptir af syni við góða móður af nærfærni og sannleika.Slík orð geta vakið söknuð og eftirsjá fyrir eitthvað sem við sjálf hefðum viljað haga öðruvísi í okkar eigin lífi en létum ógert.
Þarna er sögð ævisaga í fáum orðum sem mega gjarnan geymast sem sjálfstæð fegurð um kveðjustund.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mikil einlægni og ást á kveðjustund til móður sinnar.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 12.9.2020 kl. 21:44
Þakka þér Halldór að deila þessu með okkur. Ýmsum tekst að dreyfa blessun í kringum sig, og eru fyrirmynd og kennsla fyrir okkur.
Gangi þér allt í haginn.
Egilsstaðir, 13.09.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 13.9.2020 kl. 08:13
Takk fyrir báðir að lesa.
Halldór Jónsson, 13.9.2020 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.