Leita í fréttum mbl.is

Hversu mikið ?

á maður ekki að þakka honum Ómari Þorfinni Ragnarssyni.

Það sem þessi maður sem hefur oftar en nokkur einstakur annar glatt mitt geð. Vakið mér aðdáun fyrir frjósemi hugans og allan dugnaðinn við ferðalög og þáttagerð. Enginn maður hefur leikið það jafnoft oft og vel eins og hann Ómar.Mér finnst eiginlega  birta bókstaflega þegar maður sér honum bregða fyrir.Svo smitandi er lífsgleðin sem frá honum stafar.

Það er með ólíkindum hversu  þessi maður er fjölhæfur og frjór í huga. Skáldmæltur svo af ber, söngvari, eftirherma, leikfimismaður, ferðagarpur,fjörkálfur, rallökumaður,hjólareiðakappi, dellukall, bloggari, hraustmenni og flugvélakrassari sem engann drap. Allsherjar lífskúnstner sem hressir, kætir og bætir.

Þessi fjölgáfaði snillingur Ómar Þ. Ragnarsson er áttræður í dag. Ekki er að sjá að hann slái neitt af svo síkvikur og gefandi sem hann er. Hann hefur skilað mörgum ævistörfum að mínu viti og komist yfir að framkvæma meira en flestir aðrir jafnaldrar hans enda ekki eytt neinum tíma í fánýtar nautnir og eftirköst. 

 

Svo mikið finnst mér ég eiga þessum manni að þakka  sem ég þekki annars lítið, fyrir ævilanga samfylgd og skemmtun, að ég get ekki byrjað að tjá það allt og verð að láta nægja að senda honum mínar hugheilar og eigingjarnar árnaðaróskir um enn lengra líf honum til handa. Mér finnst hann bara vera þjóðargersimi hann Ómar.

Ómar Ragnarsson lengi lifi.Húrra, húrra, húrra!

Hjartans þakkir fyrir fyrir alla samfylgdina.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það, Ómar Ragnarsson er engum líkur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2020 kl. 18:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hljómar eins og snemmbúnin minningargrein. Er ekki nóg að óska honum til hamingju með daginn?

Ómar hefur svo ekki gott af óhóflegu lífi. Það eykur bara fyrirferðina í honum og stígur til höfuðs.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2020 kl. 21:33

3 identicon

Jón Steinar Ragnarsson.

Þar er ég ósammála þér, Ómar Ragnarsson er kannski tilfinninganæmur og örgeðja, en hann er svo sannarlega laus við allan hroka og græðgi.

Megi hann njóta lífsins sem lengst.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.9.2020 kl. 23:11

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo má ekki gleyma hvað hann hefur gert margt fyrir Sólheima í gegnum Lionsklúbbinn Ægir þar sem hann er búinn að vera í í áratugi.

Sigurður I B Guðmundsson, 17.9.2020 kl. 10:19

5 identicon

Sr.Emil Björnsson stjórnandi sjónvarpsins negldi hann til starfa hjá SJÓNVARPINU okkar.

EMIL sá ágæti ÓMARS og dugnað varðandi fréttir og frétta- mennsku, skáldskap og áhuga hans við að afla frátta. "Gísli á Uppsölum" var þáttur, sem allir biðu eftir. 

Síðustu þættir Ómars og dóttur hans til afdalabæja, vegna vega og staðsetninga voru eftirminnanlegir þar sem ÓMAR var alltaf með fróðleikskorn um fyrri tíð í sömu þáttum.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband