17.9.2020 | 21:13
Enn einn svikahrappur
er Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem kveður kjósendur sína hjá VG og og svíkur umbjóðendur sína eins og Andrés Ingi Jónsson var búinn að gera áður.
Í yfirlýsingu sem Rósa Björk sendi frá sér nú fyrir stundu segir hún að nýlegir atburðir er varða brottvísun á egypsku fjölskyldunni, sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga, hafi orðið til þess að hún finni endanlega enga samleið lengur með þingflokki VG.
Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður, segir Rósa Björk í yfirlýsingunni.
Hún segir að í þessu máli sé ekki annað hægt en að taka afstöðu með réttindum barna á flótta. Hún segir að afsögn sín sé ekki einföld ákvörðun, en hún muni áfram vinna af krafti að góðum málum á Alþingi og sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleira.
Hún segir að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum barna á flótta sé sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem sé langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hafi verið hingað til. Og langt frá því sem lagt var upp með hjá flokknum, bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar.
Rósa Björk er annar þingmaður VG sem segir sig úr flokknum á innan við ári, en Andrés Ingi Jónsson gerði það í nóvember í fyrra og hefur síðan verið þingmaður utan flokka.
Ríkisstjórnin er nú með þriggja manna meirihluta eftir brotthvarf Rósu Bjarkar og Andrésar úr þingflokknum; 33 stjórnarþingmenn á móti 30 í stjórnarandstöðu.
Yfirlýsing Rósu Bjarkar:
Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og úr hreyfingunni.
Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG.
Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning.
Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum.
Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður.
Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar.
Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Þetta þingfólk virðist halda að það sæki umboð sitt til Guðs eins og danskir arfakóngar.Þetta fólk gefur ekkert fyrir allt sem það áður lofaði kjósendum sínum. Ómerkilegri afstöðu er ekki hægt að hugsa sér. Engar skyldur við einn né neinn bara að láta bera á sér og auglýsa innantóm höfuð sín og skort á siðferði.
Þegar maður býður sig fram fyrir flokk þá ber manni skylda til að fylgja honum til enda. Annað eru hrein svik við þá sem heilluðust til að kjósa flokkslistann með þessu liði á.
Ég sem fyrrum flokkshestur tjái botnlausa fyrirlitningu mína á þessum þingmönnum báðum og vona enginn á þinginu tali við þessa konu Rósu Björk Brynjólfsdóttur um eitt eða neitt frekar en þennan Andrés Inga Jónsson. Þetta eru bara svikahrappar við kjósendur sína og ekkert merkilegri en það.
Fyrir utan það að vilja fylla landið af óskyldum flóttamönnum og svíkja Ísland í hendur Evrópusambandinu, þá vona ég að pólitískt líf þessa fólks verði ekki lengra.
það er nóg framboð á slíkum ómerkingum á vinstri vængnum.
Svikahrappar eru þessir þingmenn í einu orði sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Kannski hún ætti bara að flytja til Egiftalands og bjóða sig fram til þings þar?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 22:52
Man enginn eftir aftökum kristinna í "beinni útesendingu" fyrir 10 árum? Auk þess brenna þeir kristnar kirkjur með öllum kristnum innandyra í Guðþjónustu? Það er ekkert sældarlíf hjá KRISTNUM í löndum MÚSLIMA.
Þessi "innflutti" hópur gegngst aldrei við kristinni trú og okkar siðum í fÁMENNI OKKAR á ÍSLANDI. Við gerum allt rangt á ALÞINGI og líka í stjórnun KIRKJUNNAR.
FORSETINN og ALÞINGI verða að hafa þjóðkosningu um ofur "innflutta" hælisleitendur ag "öfgahópa",um ESB; SCHENGEN og EES.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 19.9.2020 kl. 10:27
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig frá verkum með VG á ALÞINGI vegna vandamála hælisleitenda.
Rósa Björk vill vinna við alvöru mál, sem skifta miklu máli fyrir ÍSLENDINGA?
Þessi mikilvægu mál Rósu eru: Mannréttindi, Umhverfis og Loftslagsmál, Kynjajafnrétti og fleiri góðum málum.
Vill einhver stuðning Rósu Bjarkar eða VG?
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 22.9.2020 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.