Leita í fréttum mbl.is

Bill Gates

skrifar hugleiðingu í Fréttablaðið í dag sem er athyglisverð um stærsta vandamál samtímans.

Þar sem ekki er víst að margir lesi greinar í Fréttablaðinu nema þeir sem hafa afgangs  tíma þá finnst mér gott að taka þetta skrif upp hér og geyma mér til minnis.

Bill Gates segir:

Heimurinn er á tímamótum í vísindum:

Öruggt og áhrifaríkt COVID-19 bóluefni verður líklega tilbúið snemma á næsta ári. Í rauninni verða mögulega fleiri bóluefni tiltæk. Þessi þróun mun loks gefa heimsbyggðinni tækifæri til að útrýma ógn heimsfaraldursins – og koma heiminum aftur í eðlilegt horf.

Af því að við getum bólusett gegn sjúkdómnum munu stjórnvöld vera fær um að aflétta fjarlægðarráðstöfunum. Fólk mun ekki lengur þurfa að ganga með grímur. Efnahagur heimsins mun taka við sér af fullum krafti.

Útrýming sjúkdómsins gerist þó ekki af sjálfu sér. Til að ná markmiðinu þarfnast veröldin fyrst þriggja hluta: getunnar til að framleiða milljarða skammta af bóluefni, fjármögnunar til að borga fyrir þá og kerfis til að dreifa þeim.

Framleiðslugeta á bóluefni

Eins og staðan er núna er megnið af bóluefni gegn COVID-19 ætlað fyrir auðugri þjóðir heims. Þær hafa samið við lyfjafyrirtæki og tryggt sér rétt til að kaupa milljarða skammta þegar þeir verða framleiddir.

En hvað með þjóðir heims með lágar og lægri meðaltekjur, allt frá Suður-Súdan til Níkaragva til Mjanmar? Þessar þjóðir eru heimkynni næstum helmings heimsbyggðarinnar og þær hafa ekki kaupmátt til að gera stóra samninga við lyfjafyrirtæki. Í núverandi ástandi munu þessi lönd mest geta náð til um 14 prósenta íbúa sinna.

Ný líkön frá Northeastern-háskólanum í Boston skýra hvað mun gerast ef dreifing bóluefnis er svo ójöfn. Rannsakendur könnuðu tvenns konar atburðarás.

Í fyrri atburðarásinni eru bóluefni afhent löndum miðað við fjölda íbúa.

Hin er nær því sem er nú að gerast:

50 rík lönd fá fyrstu 2 milljarða skammta bóluefnis.

Í þessari atburðarás heldur veiran áfram að dreifast óhindruð í fjóra mánuði í þremur fjórðu hlutum heimsins og næstum tvöfalt fleiri látast.

Þetta væri gífurlegur siðferðisbrestur. Fyrirbyggja má COVID-19 með bóluefni og enginn ætti að þurfa að deyja úr sjúkdómi sem unnt er að fyrirbyggja aðeins vegna þess að heimaland þeirra getur ekki tryggt framleiðslusamning. Ekki þarf einu sinni að velta sanngirni fyrir sér til að sjá vandamálið við „aðeins ríkar þjóðir“-atburðarásina.

Í þessari atburðarás yrðum við öll eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Löng tímabil hafa liðið í báðum löndum með aðeins örfáum tilfellum innan landamæra, en efnahagur þeirra er enn lamaður vegna þess að viðskiptalönd þeirra eru lokuð. Stöku sinnum leggur svo nýr smitberi ​​leið sína yfir Suður-Kyrrahafið og veldur nýju hópsmiti sem breiðist út. Skólum og skrifstofum er lokað á ný.

Jafnvel með offramboði á bóluefni eiga auðugar þjóðir á hættu að smit brjótist út á nýjan leik því ekki velja allir að láta bólusetja sig.

Eina leiðin til að útrýma sjúkdómsógninni á einum stað er að útrýma henni alls staðar.

Að agnúast út í auðugar þjóðir er ekki besta leiðin til að gæta jafnræðis í dreifingu bóluefnis. Það er fullkomlega skiljanlegt að þær leitist við að vernda íbúa sína. Í stað þess verðum við að auka framleiðslugetu heimsins á bóluefni verulega. Þannig getum við náð til allra, sama hvar fólk býr.

Merkilegar framfarir hafa þegar náðst á þessu sviði þegar kemur að lyfjum til lækninga. Lyfjafyrirtæki hafa samþykkt að auka framleiðslugetu með því að nota verksmiðjur hvert annars.

Lyfið Remdesivir var til dæmis búið til af fyrirtækinu Gilead en auka skammtar verða nú framleiddir í verksmiðjum Pfizer-lyfjaframleiðandans. Ekkert fyrirtæki hafði nokkurn tíma leyft samkeppnisaðila að nota verksmiðjur sínar á þennan hátt og nú sjáum við svipaða samvinnu þegar kemur að bóluefnum.

Í dag undirrita 16 lyfjafyrirtæki og stofnun okkar mikilvægan samning. Fyrirtækin samþykktu meðal annars að hafa samvinnu um framleiðslu á bóluefni og hraða henni á áður óþekktan hátt til að tryggja að samþykktum bóluefnum verði dreift víðs vegar eins fljótt og auðið er.

Fjármögnun á bóluefni

Til viðbótar við framleiðslugetu á bóluefni þurfum við einnig fjármagn til að greiða fyrir milljarða skammta fyrir fátækari þjóðir. Hér getur ACT-hraðallinn hjálpað. Það er framtak sem styrkt er af samtökum eins og Gavi og Alþjóðasjóðnum (e. The Global Fund). Þrátt fyrir að ekki hafi allir heyrt af því hefur ACT á síðustu tveimur áratugum aflað sér sérfræðiþekkingar á fjármögnun bóluefna, lyfja og greiningar.

Lyfjafyrirtæki hafa gert fjármögnunina auðveldari, með því að afsala sér gróða af mögulegu COVID-19 bóluefni og samþykkt að framleiða það á hagkvæmasta mögulega máta. Einnig er þó þörf á opinberri fjármögnun.

Bretland er góð fyrirmynd fyrir aðrar auðugar þjóðir. Það hefur lagt hraðlinum til nægt fjármagn svo útvega megi líklega hundruð milljóna bóluefnisskammta. Ég vona að aðrar þjóðir verði jafn gjafmildar.

Dreifikerfi fyrir bóluefni

Að endingu þetta: Jafnvel þegar heimurinn er kominn með getu og skipulega fjármögnun, munum við þurfa að styrkja heilbrigðiskerfin – starfsmenn og innviði – sem geta raunverulega komið bóluefni til fólks um víða veröld.

Margt má læra af viðvarandi átaki gegn lömunarveiki. Einhver frægasta ljósmyndin af aðgerðum gegn lömunarveiki á Indlandi var af heilbrigðisstarfsfólki sem stóð í röð. Það hélt bóluefniskælum hátt yfir höfði sér meðan það óð í gegnum mittisdjúpt flóðvatn á leið sinni til afskekkts þorps. Að greina COVID-19 tilfelli í fátækustu heimshlutum mun þarfnast álíka hóps heilbrigðisstarfsmanna – fólks sem getur náð til staða þangað sem engir vegir liggja. Með góðri skimun geta þessir starfsmenn einnig verið í viðbragðsstöðu ef einhver annar sjúkdómur stingur sér niður úr leðurblöku – eða fugli – yfir í manneskju.

Með öðrum orðum, með útrýmingu COVID-19 getum við líka byggt upp kerfið sem mun draga úr skaða vegna næsta heimsfaraldurs.

Með því að rannsaka sögu heimsfaraldra hef ég lært að þeir skapa óvæntan kraft þegar kemur að bæði eiginhagsmunum og fórnfýsi: Heimsfaraldrar eru sjaldgæf tilfelli þar sem eðlishvöt þjóðar til að vernda sjálfa sig og hvötin til að hjálpa öðrum ber að sama brunni.

Eiginhagsmunirnir og svo fórnfýsin – að sjá til þess að fátækar þjóðir hafi aðgang að bóluefni – eru það sama."

Vandamálið er ekki leyst þó að við Íslendingar fáum bóluefni fyrir starfsfólk Samherja ef fólk í Afríku og nýlendum fyrirtækisins er áfram veikt.

Vandamálið er hnattrænt og það verður að höndlast sem slíkt. Enginn má verða útundan í þessu stríði.

Og það sem Bill nefnir með að þetta fár geti orðið til blessunar fyrir mannkynið sem mun þurfa að fást við endurtekið vandamál af svona toga.

Þó mikið af því sé vegna ennþá stjórnlausrar fólksfjölgunar, þá er það allrar athygli vert að hugsa um hvað allir menn eru í raun í sama báti. Veiran geriri nefnilega engan greinarmun á mér eða þér eða Boris Johnson. 

Heimurinn veit núna betur en áður hvað hann getur gert og hvað hann getur ekki gert.

Það ýtti við mér að minnsta kosti að lesa um hlutina í svona víðu samhengi eins og hann Bill Gates vekur athygli á þessari grein sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bill Gates talar um vísindi og vitnar í vísindi, maður sem aldrei kláraði háskólanám ætlar að fræða alheiminn um vísindi.

BG fer fremstur í fararbroddi þeirra sem vilja láta bólusetja alla heimsbyggðina, hverja einustu persónu nema hann sjálfan og þeim sem honum eru nánastir. Fyrirtæki og stofnanir sem BG nefnir eru allar á hans vegum og með puttana í þeim öllum. Stjórnmálamenn gleypa við öllu sem frá honum kemur því hann borgar vel.

Fjölmiðlar ættu að fara og kynna sér þau svæði í Afríku og Asíu þar sem BG hefur látið bólusetja þúsundir stúlkna sem ýmist dóu eða urðu örkumla í kjölfar bólusetninga hans, en það mun víst aldrei gerast BG hefur of mikil völd í krafti "auðæfa" sem hann hefur sölsað unir sig.

BG hefur ítrekað lýst því yfir að það þurfi að fækka fólki á jörðinni. Hann ætti að gefa gott fordæmi og byrja á sér og sínum, en það er borin von.

Anthony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, náinn vinur BG sagði að þrátt fyrir bólusetningar yrði að viðhalda fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Reyndar hefur AF verið margsaga um eitt og annað hvað varðar úrræði gagn kórónuveirunni.

Ég treysti þessum mönnum ekki þótt BG gæfi mér milljónir dollara, en hann virðist geta keypt "sérfræðiálit" sem honum hentar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.10.2020 kl. 13:09

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, einhversstaðar var sagt, að bóluefnið væri mesta gróðatækifærið í samtímanum. 

Það virðist vera ætlunin að búa til heimsstjórn.

En, Heimsstjórn, á að koma á, á milli frjálsra sjálfstæðra eininga. 

Genabreyting á mönnum verður að hugsa mjög vel.

Miðað við núverandi stjórnsýslu á pestinni erum við mjög hugsi.

Erum við nú stjórnin hæf.???

Fullt sf þjóðum notsr HCQ og þeir sem koma í veg fyrir að við fáum að nota HCQ eru ekki sniðugir.

Munum að 70% til 80% færri dauðsföll eru hjá þeim sem nota HCQ. 

Gera eins og Nevada ríki og 6 önnur í Bandaríkjunum, leyfa not á HCQ án hávaða, en talað verði um það eins og um hvert annað lyf. 

Nevada er sjöunda ríkið í Bandaríkjunum, sem dregur til baka svo að lítið beri á, bannið við að ávísa lyfinu HCQ, hydroxychloroquine vegna Covid-19. Læknar í Nevada geta nú aftur ávísað HCQ eins og þeir telja nauðsynlegt.

Jónas Gunnlaugsson | 24. september 2020

Slóð

Kallar RUV og bakstjórnin lyfið hreinsiefnið? Stjórnvöld landa og Sameinuðuþjóðanna, sögð taka lyfið. Elítan virðist óhrædd um að smitast. Er það satt að hún taki meðalið, 7 krónu pilluna? Er þetta besta viðskifta tækifærið hjá LYFJAIÐNAÐINUM??

1.9.2020 | 11:06

slóð

There is an affordable, safe and efficient therapy available for severe symptoms of disease in the form of HCQ (hydroxychloroquine), zinc and azithromycin. Rapidly applied this therapy leads to recovery . Hardly anyone has to die now. ísl.

1.10.2020 | 12:17

Endursögn.

Núna er til ódýr, örugg. og skilvirk meðferð fyrir þá sem eru með greinileg einkenni veikinnar. 

Meðferðin er að nota HCQ (hydroxychloroquine), zinc og azithromycin.

Ef þessi meðferð, er gerð strax, kemur bati og oft þarf ekki sjúkrahús vist.

Næstum engin þarf að deyja.

Egilsstaðir, 01.10.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 1.10.2020 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband