Leita í fréttum mbl.is

Hver á að borga?

er spurning sem menn velta fyrir sér ef þeir nenna að hlusta á gersamlega óábyrgan málflutning forystumanna stjórnarandstöðunnar, Loga, Þorgerðar og Ingu Sæland. Heimta bara meira fyrir þá sem þau halda að kjósi þá kannski.(Ég nenni ekki að minnast á eða hlusta á Pírata)

"Hver á að borga þetta?“

Þannig svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Oddný Harðardóttir vakti athygli á að Norræna ráðherranefndin gaf út skýrslu um hvernig ójöfnuður hefur vaxið á Norðurlöndunum og hvað þyrfti að gera til að vinna gegn ójöfnuði.

Aðalatriðið er að stjórnvöld sjái til þess að bætur almannatrygginga, barnabætur og húsnæðisbætur fylgi raunverulegri launaþróun og að gjaldtaka í velferðarkerfunum sé sem minnst.

„Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það standi til að breyta 69. gr. laga um almannatryggingar þannig að stöðva megi þá gliðnun sem er á milli launamanna og þeirra sem eiga allt sitt undir greiðslu almannatrygginga,“ sagði Oddný Harðardóttir.

Bjarni Benediktsson: „En spurningin sem æpir á mann í þessu sambandi er:

Hver á að borga þetta?

Hver á að borga þegar bæði ellilífeyrir almannatrygginga og örorkulífeyrir hefur hækkað á fjárlögum um u.þ.b. helming?

Við höfum á sjö, átta árum tvöfaldað fjárhæðina í fjárlögum.

Og eftir situr spurningin þegar menn koma hingað og segja að þetta sé bara alls ekki nóg:

Hver á að borga þetta?“

Manni blöskrar ábyrgðarleysið sem stjórnarandstaðan sýnir alla daga .

Bara hækka allt en spyrja aldrei:

Hver á að borga þetta?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband