Leita í fréttum mbl.is

Eyðimerkurstefnan

leikur lausum hala hjá Hjörleifi Guttormssyni. Hann lofsyngur sveitarfélag fyrir styrjöld gegn lúpínunni. Væntanlega myndi hann vilja sjá höfuðborgarsvæðið leggjast í þá styrjöld líka.

Ég man umhverfi æsku minnar í nágrenninu. Gróðurlaus holt og urðir sem nú er undi grænu teppi jurtarinnar.

Ég man Haukadalsheiðina sem var eyðimörk en nú víða þakin lúpínubreiðum þar sem birkibrúskar skjóta upp kollinum yfir lúpínunni.

Ef menn vildu ná árangri í útbreiðslu birkis ættu þeir hugsanlega að dreifa lúpínufræði með því til að birkið vaxi betur í áburðinum sem lúpínan framleiðir.

Ég veit ekki hvert Hjörleifur vill stefna nema að hverfa aftur til eyðimarkanna fyrir lúpínuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lúpínan er öflug landgræðslujurt en hún er einnig ráðandi tegund. Á stöðum þar sem hún hefur gert sitt gagn þarf að eyða henni. Hún stoppar ekki þegar uppgræðslu er lokið. Hún heldur áfram yfir lyng og annan lágvaxinn gróður. Hvort má bjóða þér í framtíðar náttúru Íslands, bláber og krækiber, blóðberg og ljónslappa eða lúpínu?

Lúpínan þarf nokkur ár í að bæta jarðveginn áður en birki getur vaxið þar. Það er því gagnslaus til birkiræktar að sá birkifræi með lúpínufræi í næringarsnauðan jarðveg. Birkið spírar og drepst löngu áður en lúpínan gerir nokkuð fyrir jarðveginn.

Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2020 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband