19.10.2020 | 10:34
Ég á Reykjavíkurflugvöll
með þjóðinni allri. Ég var viðstaddur þegar Ólafur Thors forsætisráðherra tók við honum fyrir hönd þjóðarinnar við hátíðlega athöfn 1947.
Hvaðan þessum stjórnmálaskúmi Degi B. Eggertssyni kemur umboð til þess að ráðskast með völlinn og hvaða starfsemi þar fer fram fæ ég ekki skilið.
Sigurður Ingi slær á puttana á honum með bréfi til hans:
" Það er augljóslega ótímabært og andstætt markmiðum samkomulags ríkis og borgar að fjárfesta í flutningi kennslu- og einkaflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á meðan rannsóknir standa yfir á mögulegu flugvallarstæði í Hvassahrauni.
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem dagsett er 16. september sl. Er ráðherra hér að svara bréfi sem borgarstjóri ritaði honum 8. júlí sl. þar sem hann krefst þess að ríkið efni samkomulag og finni án tafar nýjan stað fyrir einka- og kennsluflug utan Reykjavíkurflugvallar.
Niðurstaða fyrir árslok 2024
Samgönguráðherra áréttar í bréfinu að það sé skýr sameiginlegur vilji ríkis og borgar með samkomulagi frá 2019 að stefna að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur, þar með talið æfinga-, kennslu- og einkaflug. Stefnt sé að því að fyrir árslok 2024 liggi fyrir niðurstöður rannsókna og þá verði hægt að taka afstöðu til þess hvort byggður verði völlur þar.
Loks áréttar samgönguráðherra í bréfi sínu að samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar frá 2019 skuldbindi borgin sig til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan á undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur. Ekki verði farið í frekari styttingar og lokanir á flugbrautum vallarins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag."
Njáll Friðbertsson leggur til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð vallarins. Dagur B.Eggertsson gaf ekkert fyrir meira en áttatíuþúsund undirskriftir fyrir framhaldslífi vallarins og hélt ótrauður áfram eyðileggingarstarfi sínu og Ingibjargar Sólrúnar. Halda menn að slíkur strumpur muni eitthvað skirrast við þjóðaratkvæðagreiðslu?
Dagur þessi er borgarstjóri í Reykjavík án þess að hafa til þess annað lýðræðislegt umboð en persónulega ættartengda óvild Þórdísar Lóu á Eyþóri Arnalds og heldur hún honum við völd þess vegna.Hann sukkar svo með fjárhag Borgarinnar að hún er talin ógjaldfær til frekari laántöku. Meðal annars vegna framkvæmda við hús Dags á Óðinstorgi þar sem sagt er að hann láti kaupa upp bílastæði fyrir sjálfan sig fyrir opinbert fé.
Þjóðin á Reykjavíkurflugvöll með mér og Dagur B. er að ráðskast með málefni vallarins umboðslaus.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Stjórn Reykjavíkur fer með skipulagsvald innan borgarmarkanna. Sama þó Bretar hafi gefið ríkinu einhverja bragga og nokkur tonn af malbiki.
Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 11:07
Það er merkilegt þetta samkomulag ríkis og borgar um að "flytja" allt kennslu-og einkaflug á nýjan flugvöll að það er forðast eins og hægt er að nefna hvernig á að gera þetta og ekki eitt orð um kostnaðinn né hver á að borga. Það virðist þó augljóst að borgin er að ásækjast það land sem kallast Fluggarðar. Þar eru fjölmörg flugskýli og er ætlunin að borgin hirði þau bótalaust af eigendum, setji jarðýtuna á þau og selji svo lóðirnar, sér til tekna. Hræddur er ég um að dómsmálin verði mörg og að borgin muni svo tapa þeim, með ómældum kostnaði. Hefðaréttur er ríkur á Íslandi.
Örn Johnson (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 11:28
Já Halldór, við öll eigum Reykjavíkur flugvöll, og reyndar Dagur líka, en hann getur svosem afsalað sér sínum eignarrétti og þarmeð farið erlendis að finna sér af lagðann her flugvöll frá stríðsárunum til að halda við ergi sínu svo við getum fengið frið fyrir honum með gamla en þarfa flugvöllinn okkar, sem við einfaldlega getum ekki verið án. En Dagur er óþarfur, alveg eins og bragginn og dönsku stráin., eða voru þau ekki dönsk?
Hrólfur Þ Hraundal, 19.10.2020 kl. 13:27
Þetta verður auðvitað leyst með samningum þegar núverandi valdhafar hafa verið fjarlægðir Meðan þeir eru þarna breytist ekkert.
Halldór Jónsson, 19.10.2020 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.