Leita í fréttum mbl.is

18.október 1813

var ljóst að Napóleon hafði tapað "Þjóðaorrustunni"við Leipzig og tíma franska stórveldisins sem hafði drottnað yfir stórum hluta Evrópu var þar með lokið. Þarna réðst upphafið að endalokum þess manns sem síðar var nefndur Napóleon mikli.

 Leipzig_Battle_2_de.svg

Af 190 þúsunda manna her Napóleons féllu eða særðust 38.000, 30.000 voru teknir höndum, 5000 mann lið Saxa svikust undan merkjum og gengu í lið með óvininum.Mannfall af 205 þúsund bandamannaliði Rússa, Prússa Austurríkismanna og liðfárra Svía var þó meira.Enn þann dag hafa Frakkar sérlega skömm á Söxum með máltækinu, „C’est un Saxon“. Í A-Þýzkalandi voru að finna mestu kommúnistarnir og þar áður mestu nasistarnir svo eitthvað er kannski til í þessu.

Orrustan við Leipzig er talin mestra einstaka  orrusta heimssögunnar.

Feigðarflan Napóleons til Rússlands 1812 hefur líklega gert út um möguleika Napóleons til sigurs við þetta tækifæri, slík var sú blóðtaka franska stórveldinu.

Í hugum margra er þetta viðburður sem þeir vilja minnast. Sveinn B. Valfells vinur minn reyndi ávallt að muna hvar hann væri staddur hvern 18.október. Hann sagði við mig óvitandi skyndilega í New York kl.17, þennan dag: Nú er orrustunni lokið, Napóleon flúinn. Nú skálum við fyrir því á næsta bar. Þá hafði ég þó séð 91 metra hátt minnismerkið í Leipzig um þennan atburð án þess að hugsa frekar um það sem að baki býr. En þetta gerðum við svikalast þennan 18.október fyrir einum 50 árum. 

19.október flúðu Frakkar hver sem betur gat heim á leið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Halldór.

Ef til vill rétt að minnast tónlistar í tilefni af
sigri Wellingtons 21.júní 1813 yfir herjum Napóleons en Eróika
Luðvíks van Beethovens var tileinkuð Georgi iV.

Eróika þótti óvenjulegt verk vegna þeirrar breiddar
í tónliist sem þar er en í takt við framansagt
hefur sinfónían einng verið nefnd Orrustusinfónían.
Beethoven græddi "a bunch" á þessu verki sínu svo vitnað
sé til orðalags Megasar er hann tók við Jónasarverðlaunum
á Degi íslenskrar tungu.

Forleikur Pyotr Ilyich Tchaikovsky, 1812, var í tilefni 
þess að Rússar stóðust áhlaup hersveita Napóleons 1812.
Tchaikovsky samdi þetta verk sitt 1880.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 16:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef heyrt upptökur þar sem alvöru fallbyssur voru látnar skjóta í upptökunni

Halldór Jónsson, 19.10.2020 kl. 17:24

3 identicon

 Sæll Halldór.

Já, ég kannast vel við það!

Rafael Schermann, þýzkur rithandarlesari
þóttist sjá örlög Napóleons þegar skráð í 
rithönd hans um 1809 eins og sjá má hér frá þessum tíma:
<img src="//cdn.shopify.com/s/files/1/0979/3392/products/napoleon-I-letter-signed-1809-b_compact.jpeg?v=1447329144" alt="NAPOLEON I - Letter Signed 1809 with an autograph postscript">
Hér sést vagn sem þegar er kominn á hliðina,
vagnhjól nemur alveg við jörðu en öxull og hitt hjólið
vísar upp. 

:etta er sér til gamans gert og getur hver gert með þetta 
hvað vill!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 17:32

4 identicon

Sæll Halldór.

Rafael Schermann var reyndar pólskur.

Hann sá myndir í skrift manna
og varð þekktur fyrir þá sýn sína
og reyndar í öðrum greinum ekki síður.

Já, það var ógleymanlegt að hlusta á
fallbyssudrunur þessar.

Hetjusinfónían er nr. 3 e. Beethoven.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.10.2020 kl. 18:00

5 identicon

Sæll Halldór.

Hér er tengill á undirskriftir Napóleons og þróun þeirra.

Við myndina sem um er rætt stendur þetta:

1814. Napoleon was deported to Elba

Það sem sést er vagn á hliðinni; vagnhjól sem liggur flatt við jörðu, öxull, sæti ekils og hitt hjólið sem vísar beint upp og er svo skemmtilega formað að sjá megi sem svipu ekilsins.

http://calligraphy-expo.com/en/article/signatures-of-napoleon-bonoparte

En það tiltæki að loka fyrir fallegar myndir!

Húsari. (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband