26.10.2020 | 11:03
5.ta á fullu
Í leiðara Morgunblaðsins eru athyglisverðir punktar sem varða mikla hagsmuni Íslendinga:
"....Daniel Hannan, sem sat á Evrópuþinginu fyrir Íhaldsflokkinn þar til Bretar sögðu skilið við sambandið, ritaði grein í The Telegraph um helgina og vék þar einnig að þeirri fyrirstöðu sem hagsmunir Macrons væru orðnir í Brexit-viðræðunum, en sagði um leið að það væri að nokkru leyti viðeigandi að Brexit-viðræðurnar skyldu á endanum snúast um fiskveiðar.
Sama mál hafi yfirskyggt viðræðurnar um inngöngu Breta á sínum tíma og hafi ekki verið leyst fyrr en fáeinum dögum áður en Bretland gekk inn.
Hannan bendir á að samkvæmt alþjóðlegum leikreglum eigi lögsaga Breta að miðast við 200 sjómílur eða miðlínu og þær viðmiðanir veiti Bretum yfirráð yfir um 2 ⁄3 af fiskistofnum í Norðursjónum en hlutdeild Breta í veiðum þar sé nú aðeins um 1 ⁄5. Hann bætir því við að fjörutíu og sjö ár innan fiskveiðikerfis Evrópusambandsins hafi veikt útgerð í Bretlandi svo mjög að bresk skip ráði ekki við að veiða allan þann afla sem þau ættu að eiga rétt á.
Hann nefnir einnig Ísland og þá staðreynd að þó að fiskveiðar vegi ekki þungt í efnahag annarra landa, séu til dæmis innan við 0,2% af landsframleiðslu Bretlands, gegni öðru máli hér á landi þar sem sjávarútvegur sé þýðingarmikill og tækniframfarir hafi verið miklar í greininni.
Athyglisvert er að þessi breski fyrrverandi stjórnmálamaður skuli átta sig á þessum staðreyndum sem sumum íslenskum stjórnmálamönnum virðast ekki kunnar.
Hér eru enn starfandi stjórnmálaflokkar, Samfylking og Viðreisn, auk Pírata sem daðra við það sama, sem vilja að Ísland fari í aðildarviðræður og gangi í Evrópusambandið, enda sé hagsmunum Íslands betur borgið innan þess en utan, eins og Samfylking og Viðreisn orða það.
Þessir flokkar mættu að ósekju horfa til sjávarútvegsins í Evrópusambandinu og hvernig honum hefur vegnað. Þeir gætu líka lítið til þróunar sjávarútvegsins í Bretlandi síðastliðin fjörutíu og sjö ár eins og Hannan bendir á, sem fær aðeins að veiða innan við þriðjung þess afla sem honum ber.
Það er auðvitað gróf blekking að halda því fram að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan Evrópusambandsins þegar svo augljósir og ríkir hagsmunir segja hið gagnstæða. Þessir Evrópusambandsflokkar halda því fram að Ísland geti samið á hagfelldan hátt um þessi mál, en reynslan sýnir að slíkt tal er hrein fjarstæða.
Aðlögunarviðræðurnar sem vinstri stjórnin, Samfylking og Vinstri græn, drógu þjóðina út í þegar hún var í sárum eftir fall bankanna, sýndu svo ekki verður um villst að Evrópusambandið undanskilur ekki fiskveiðistefnuna þegar ríki fara í gegnum aðlögunarferlið.
Tal um annað er blekking. Evrópusambandið er ekki einu sinni reiðubúið að leyfa Bretum að fá aftur yfirráð yfir eigin fiskveiðiauðlindum þegar þeir eru gengnir úr sambandinu og er þar þó við tugmilljóna þjóð að eiga sem verið hefur einn af burðarásum sambandsins um áratugaskeið.
Hvernig dettur íslenskum stjórnmálamönnum í hug að halda því fram að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan þessa sambands en utan?"
Í sama blaði er grein eftir einn Evrópusinnann Einar Benediktsson fv. sendiherra.
Hann lýkur sinni grein svo:
"Staða og þróun alþjóðamála er hvikul, í biðstöðu. En sjálfir geta Íslendingar valið sér traustari stöðu.
Er ekki frekara öryggi tryggara innan sameiginlegra landamæra Evrópu vegna ágengni Kínverja og efnahagurinn tryggari með bindingu gjaldmiðils við evruna, eins og er með Færeyjar?"
Yfirráð yfir auðlindum Íslands sem sem var í tilviki Bretlands er einlægur vilji 5.tu herdeildar ESB á Íslandi. Hún vinnur að því öllum árum að koma Íslandi í Evrópusambandið og afsala fullveldinu.
Er stuðningur við þessi sjónarmið útbreiddur í þessu landi? Svarið er já. Viðreisn og Samfylking eru einbeitt í sinni afstöðu og skoðanaleysingjar í litlu og ljótu flokkunum eru hvikulir í rásinni. Þó er ekki líklegt að þessi öfl hafi meirihluta einn sem komið er.
En 5.ta herdeildin er á fullu við að reyna að breyta því.
Spurningunni í leiðara Morgunblaðsins er þar með svarað á skilmerkilegan hátt af málsmetandi manni.
5.ta herdeild Evrópusambandsins á Íslandi er ótrauð í baráttu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
ÞJÓÐARLEIÐTOGINN Vestanhafs sigrar stórt 3. nóvember.
FÁMENNI ÍSLENDINGA "HRÓPAR" EFTIR ÞJÓÐARLEIÐTOGA MEÐ FÖÐURLANDSÁST MEÐ FASTAR SKOÐANIR Á ÖLLU, SEM ÍSLAND GEFUR OKKUR. Þannig verður ÍSLAND "stórveldi" til góðs og gagns fyrir alla ÍSLENDINGA og "illa reknar þjóðir erlendis" með matargjöfum og góðri tilsögn heimavið.
SALA á Landinu OKKAR skal BÖNNUÐ til erlendra og STÓRÞJÓÐA.
Margfalda skal allt til BÆNDA, GRÓÐURHÚSA og SJÁVARÚTVEGS.
ORKAN OG VIRKJANIR TILHEYRA ÍSLENDINGUM EINUM.
ÍSLAND er framleiðsluland með ómengaða framleiðslu.
GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 31.10.2020 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.