Leita í fréttum mbl.is

Merkur leiðari

finnst mér vera í Morgunblaðinu í dag fyrir þær sakir að hann rekur óhappasögu íslenskra stjórnmála sem varð fyrir rúmum áratug og enn sér ekki fyrir endann á.

Þar segir:

"Það var sérstök manngerð sem horfði fyrst og síðast á fyrirferðarmikla stórlaxa ná á örfáum árum undirtökum í íslensku viðskiptalífi í krafti einkennilegrar stöðu í alþjóðlegu lánakerfi, sem þeir náðu að misnota út í æsar.

Einn stjórnmálaflokkur rann á blóðlyktina. Samfylkingin sem þjáðst hafði lengi af pólitískri minnimáttarkennd gaut augum til þessa bjargræðis. Hún var þó ekki ein flokka um að forðast að taka hart á móti, eins og skylt var. Fleiri áttu einnig sök. En Samfylkingin var ein um að tala beinlínis máli þeirra sem byggt höfðu upp óeðlilegar aðstæður og voru ráðnir í að nota þær út í æsar. Og forsvarsmenn hennar báru blak af því opinberlega og af mikilli ósvífni í þeirri von að fá að fljóta með til pólitískra áhrifa.

Eftir að áfallið varð víða um lönd var búin til bylting hér, hún kennd við búsáhöld til að gefa því vingjarnlegt yfirbragð. Nú harma menn mest alls að hafa ekki náð að brjóta varnir landsins á bak aftur. Þeir sem voru drýgstir við að kosta umbrotin voru sömu aðilar og tókst að ryksuga lífeyrissjóði í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það var aldrei rannsakað, þrátt fyrir látalæti, því að forsvarsmenn þeirra héldu sjálfir utan um „könnun“ þess máls og er það einn versti kattarþvottur þessara ára og reyndar óskammfeilið að kenna þau brögð við þá snyrtilegu dýrategund.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms var ráðin í því að ganga erinda erlendra fjárglæframanna gagnvart eigin þjóð og gerði tilraun til að hengja skuldir sem glæframenn höfðu sjálfir stofnað til á herðar íslensks almennings. Með því átti að kenna stjórnmálalegum andstæðingum um atferlið og láta slíkar fullyrðingar ganga um langt árabil. Það tókst ekki eins vel og til stóð, þar sem tekið var á móti í því tilviki.

Til hliðar við þetta var soðin upp staða og látið eins og sú væri bein afleiðing af bankaáfallinu hér, þótt það hefði sömu meginástæðu sem gerði vestrænum þjóðum almennt erfitt fyrir. Það var ákveðið að á Íslandi hefði íslenska stjórnarskráin verið undirrót ófaranna! Sú sama sem nánast hvert mannsbarn, sem aldur hafði til, hafði samþykkt í sömu mund og til lýðveldis var stofnað í landinu.

Hvergi í öðrum löndum var sá tilbúnaður hafður uppi. Þá var því beinlínis skrökvað upp að vandinn hefði komið upp hér fyrst og síðast vegna þess að Ísland væri ekki í ESB! Það var stórbrotin tilraun til að hafa endaskipti á tilverunni.

Það hrópaði framan í hvern mann hvernig ESB-ríki höfðu farið út úr ógöngunum, frá Grikklandi og upp úr. Í ESB var gripið til aðgerða sem sagt var að aldrei hefðu sést áður og gætu einungis staðið um skamma hríð.

Nú, meir en áratug síðar hefur seðlabanki ESB ekki enn náð sér út úr ógöngunum sem öfugsnúin vaxtastefna heldur löndunum í. En tilþrifin áttu eftir að versna.

Kallað var á fólk með tombóludrætti til að hefja umbyltingu á stjórnarskrá. Enginn hafði velt stjórnarskrármálum fyrir sér! Enginn heyrt á það minnst að íslenska stjórnarskráin væri vandræðagripur! Þannig var ekki talað í nálægum löndum. Þúsund manns sat við 100 borð í Laugardalshöll með „leiðbeinendur“ á hverju borði. Og það gerðust mikil undur, svo minnti helst á fjölmennan miðilsfund.

Á 100 borðum duttu menn niður á 5 helstu „vandamálin“ við íslensku stjórnarskrána. Í framhaldinu var kosið „stjórnlagaráð“ til að fá þetta veganesti. Kosningarnar enduðu með þeim ósköpum að Hæstiréttur landsins komst ekki hjá því að blása vitleysuna út af borðinu.

Einhver hefur sennilega komið því inn í höfuðið á Jóhönnu að með svona aðferðum hefðu Bandaríkjamenn fundið John Adams, Benjamin Franklin, Hamilton, Jefferson, Madison og George Washington. Þessir kunnu til verka, þótt lítið bæri á trallinu og hefur verk þeirra enst vel.

Lengi vel lét almenningur þennan skrípaleik fara fram hjá sér. En eftir að hópur, sem kom að þessu verki þótt Hæstiréttur hefði ógilt kosningu hans, fór að hafa hátt, gerðu flestir ekkert með þau tilþrif og gengu út frá að vitleysan myndi gufa upp. En engu er líkara en að íslenskir stjórnmálamenn, og jafnvel þeir sem eiga þó að teljast í fremstu röð, séu hræddir þetta hávaðafólk.

Það hefur þó enga stöðu nema þennan hávaða. En nú er farið að sjást að margur hefur fengið nóg. Fjölmargir lögfræðingar hafa tjáð sig um allan þennan vandræðagang, af ígrundun og skynsamlegu viti og hávaðalaust. Er fengur að því. Vonandi hætta stjórnmálamenn að láta þá hotta á sig sem minnst allra hafa um þetta mál að segja, ef hávaðinn er skilinn frá. "

Nú er búið að tilkynna að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé að láta af þingmennsku eftir 28 ára setu þar.

Fáir menn hafa svikið annað eins í stjórnmálum  og þessi Steingrímur. Hann hefur fengið íslenska ríkið til að kaupa fyrir sig einbýlishús í Breiðholti í formi búsetustyrkja þar sem hann skráði sig til heimilis fyrir norðan þó hann hafi ekki búið þar lengi.

Síðasta sem hann lofaði áður en hann gekk til liðs við Jóhönnustjórnina var að fara ekki í ESB.Það sveik hann kirfilega áður en haninn gól þrisvar. Hann er ekki síður sekur í Icesave málinu en Jóhanna þar sem þau reyndu saman að hengja fjárhagslegan myllustein um háls þjóðarinnar sem einbeitt andstaða kom í veg fyrir og hið erlenda dómsvald sem Íslendingar eru í dag í æ ríkara máli að undirgangast svo sem menn iðkuðu á á Sturlungaöld að skjóta málum til konungs,heyktist á að dæma á þjóðina þrátt fyrir mikla löngun.

Að fáum mönnum hef ég minni eftirsjá úr stjórnmálum en Steingrími þessum þar sem samanlagður óhappaferill hans á fáa sambærilega.

Orð leiðarahöfundar um stjórnarskráfarsann eru í fullu gildi og mega munast af sem flestum.Upphlaupin og vitleysan í kring um stjórnarskrámálið er fyrir löngu búin að æra óstöðuga og margir virðast vera farnir að trúa því að stjórnarskrá tryggi það að stjórnmálamenn grípi ekki til fantabragða.En það eru auðvitað kjósendur sem bera alla sök á því að kjósa tætingslið og bjálfa inn á Alþingi sem við blasir að er gert í vaxandi mæli vegna vonbrigða fólks.

Dæmi um slíka lukkuriddara er doktor Benedikt nokkur Jóhannesson sem skrifar stubb til hliðar við leiðarann. Benedikt þessi er sagður sæmilegur reikningsmaður en getur ekki sætt sig við það starf og vill hafa vit fyrir öðrum sem honum er um megn.

Peters Principle sagði að margur maðurinn endaði með því að klífa metorðastigann upp á það þrep sem hann réði ekki við.Benedikt þessi deilir sönnun þeirrar kenningar  með fjölda þingmanna þar sem hann hefur  sjálfur sannað  það á fyrri tíð sinni í pólitík. Vonandi gefa kjósendur honum ekki annað tækifæri til þess.

En þessi leiðari var þörf upprifjun og greining á vitleysunni sem ríður húsum í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð í skrifum MBL.

FARALDUR yfirtók alla banka og allt viðskiptalíf Á ÍSLANDI. "Fimmtíu" manns réðu ferðinni og urðu ofurríkir í bönkum og í viðskiptum. "Afskriftir" drógu heldur ekki úr hamingjunni.

Kringlan og Smáratorg eru glæsiverslanir undir góðri stjórn, sem annast innflutning og smásölu. Þeir eiga líka alla smásöluverslun og bensinstöðvar umhverfis landið?

Ég versla í Fjarðarkaupum og Bónus til að fá bestu verðin.

Hjálpið og styðjið ómengaða ÍSLENSKA framleiðslu bænda og gróðurhúsa.  Þar er varan, sem við óskum eftir.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 4.11.2020 kl. 12:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það munaði hársbreidd haustið 2006 að bankakerfið íslenska hryndi, og þá þegar voru þau endalokin fyrirsjáanleg. Haustið 2006 voru 9 mánuðir þar til Samfylkingin kæmist í stjórn með Sjðllum, en í ellefu ár fyrir 2006 höfðu Sjallar og Framsókn stjórnað landinu saman. 

Það er því skrýtið að Samfylkingin skuli nú vera talin hafa verið á bak við einkavinavæðingu ríkisbankanna 2002, sem var beinn undanfari bankahrunsins. 

Síðan má geta þeirrar staðreyndar að það voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem áttu hugmyndina að fundi "1000 manna við 100 borð." 

Ómar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 16:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það eru fáráðlingar í öllum flokkum Ómar, ekki bara utan þeirra.

Halldór Jónsson, 4.11.2020 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband