Leita í fréttum mbl.is

Nikolai Lugansky

48 ára gamall Rússi var að spila á sjónvarpinu í Hörpu með Sinfóníuhljómsveitinni  píanókonsert no.3 eftir Rachmaninof. 

Ég hef ekki mikið vit á æðri tónlist. En að horfa á þennan mann spila fannst mér yfirskilvitlegt. Öryggið og krafturinn er eitthvað sem mér finnst ég aldrei hafa áður séð og hef ég þó staðið við hlið Oscar Peterson þegar hann lét gamminn geysa í Liederhalle í Stuttgart fyrir einum 60 árum síðan.

Oscar flaut út í svita í spileríinu svo mjög hamaðist hann við þetta tækifæri. Nicolai þessi Lugansky svitnaði ekki hið minnsta þó að maður greindi ekki hendurnar á honum þegar hann djöflaðist sem mest í hinum langa konserti. Þvílíkt öryggi og tækni var þetta að ég varð kjaftstopp.Og ég hafði ekki einu sinni heyrt um hann fyrr en þarna.

En Wikipedia svaraði strax að hann væri einn mesti píanisti heimsins og undrabarn frá 5 ára aldri. Svona veit maður í rauninni ekkert um heiminn og listina.

Það var gaman að horfa á hljómsveita prúðbúna leika á öll þessi hljóðfæri. Sum hef ég aldrei séð áður eins og handsnúna tromlu sem mér fannst helst að gæti verið gamall rjómastrokkur. Dirigentinn van Pascal Tortelia(?) var einn slaufulaus en lagði sig greinilega fram.Hljómsveitin spilaði afburða vel að mínu viti í þessu glæsilega húsi sem Harpan er.þarna leiddi maður ekki hugann að krónum og aurum í tapi.

Ég þakka fyrir þessa tónlistarveislu í sjónvarpinu með allri hinni glæsilegu Sinfóníuhljómsveit, píanósnillingnum Nikolai Lugansky og þessu firnaverki Rachmaninoffs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband