Leita í fréttum mbl.is

Biden

er nýr forseti Bandaríkjanna.

Það sem aðallega snertir Íslendinga við þessi tímamót er líklega meiri eftirgjöf gagnvart heimsvaldastefnu einræðisríkisins  Kína.  Minni mótstaða við loftslagsofbeldi iðnaðarveldis Kínverja og Indverja og meiri útflutningur starfa frá Bandaríkjunum til þessara landa.

Líklega meiri árásargirni á alþjóðavettvangi og afskiptasemi í mið-Austurlöndum með auknum áhrifnum stríðsæsingakerlingarinnar Hillary Clinton.

Innan Bandaríkjanna þýða þessi úrslit meiri samneyslu og þar með aukin skattheimta. Sem leiðir til væntanlega sigurs Repúblikana eftir 4 ár.

Trump tapaði með fleiri atkvæðum en nokkur frambjóðandi til Biden hefur fengið eða nærri 70 milljónir atkvæða ámóti 73 milljónum Bidens.

Ég hef mikla samúð með Joe Biden sem hefur orðið fyrir þyngri áföllum í sínu einkalífi en flestir menn. Mínar heillaóskir fylgja honum því óhjákvæmilega munu hans stjórnarathafnir hafa áhrif á mitt líf og annarra Íslendinga.

Athafnalíf í Bandaríkjunum mun ekki taka vaxtarkipp við þessi tímamót og olíuiðnaðurinn mun líklega ekki styrkjast þannig að verð á olíu mun líklega hækka á komandi tíð, hlutbréfaverð í Bandaríkjunum hækka og dollarinn lækka en gull og silfur hækka.

Við byrjum nýja tíma með bros á vör og heillaóskum til nýs forseta Joe Biden þegar Trump er að verða þátíð sem ekki tókst  að endurreisa Bandaríkin sem  mikil aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði einhver kosið Biden til forseta á ÍSLANDI?

Svikin eru ótvíræð í ráðandi borgum Demokrata, þar sem allt er rekið með miljóna dollara halla.  Á sömu stöðum eru talningar kolrangar og dreifast milli ríkja "eftir óskum" demokrata.

SVIK og ÓRÉTTLÆTI hafa gengið til tugi ára í USA. Fáum hreinar línur og rannsökum árið 2020.

KJÓSUM Á KJÖRSTAÐ á besta tíma árs og hjá SÝSLUMÖNNUM UNDIR VITNUM OG RÉTTLÆTI líka í AMERIKU. 

TRUMP vann stórsigra á 4 árum í USA, sem engum gleymast. Kosningafundir hans voru í tugþúsuna tali allt upp í 57 þúsund eins og í OPA LOCKA, Florida. Fögnum þegar þessari ransókn á kjörstað í Demokrataborgunum, sem tengdust svikum og óréttlæti.

Biden vann óvæntan sigur, vavrandi um á bílastæðum með 7-20 manns í COVIÐ hringjum til að verjast plágunni frá Kína. Þökk sé TRUMP fyrir dugnað hans varðandi ÖRUGGT meðal við COVID19 veirunni. Allir muna Donald J.TRUMP. Hann virkar enn og nafn hans enn máttugra fyrir öll hans verk.

ÍSLAND á LANDAMÆRI. Ekkert land lifir án LANDAMÆRA segir TRUMP, en veggurinn (the wall) er nú yfir 400mílur og AMERIKA gleðst yfir afrekinu ásamt MEXICO.

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 9.11.2020 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband