Leita í fréttum mbl.is

Hvað með okkur?

þegar Macron ofbýður svona?

Í Morgunblaðinu stendur þetta:

"Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðið múslimaleiðtogum í landinu að samþykkja „skrá yfir lýðveldisgildi“ en það er liður í aðgerðum hans gegn róttækni meðal múslima.

Macron veitti leiðtogum stærstu samtaka múslima, CFCM, hálfan mánuð til að samþykkja réttindaskrána.

Franska múhameðstrúarráðið hefur fallist á að stofna þjóðarráð bænapresta til að gefa út starfsskírteini þeim til handa, sem hægt verður að kippa til baka.

Í réttindaskránni nýju segir að íslam sé trúarbrögð en ekki pólitísk stefna.

Bann er lagt við „erlendri íhlutun“ í hópa félög og samtök múslima.

Í framhaldi af ódæðum í haust hefur Macron sterklega varið aðskilnað ríkis og kirkju í Frakklandi.

Þeir Gerald Darmanin innanríkisráðherra funduðu með átta helstu leiðtogum franska múhameðstrúarráðsins í Elysee-höll.

Macron boðaði nýjar aðgerðir til að takast á við „íslamskan aðskilnað“ í Frakklandi. Verið er að skrifa víðtækt lagafrumvarp sem ætlað er að sporna við trúarlegri róttækni.

Kveðið er á um þungar refsingar þeirra sem ögra og hóta opinberum embættismönnum á trúarlegum forsendum.

Heimafræðsla barna múslima verður bönnuð og gefnar út kennitölur fyrir skólabörn svo fylgjast megi með því hvort þau sæki skóla. Foreldrar sem brjóta lögin geta átt von á allt að hálfs árs fangelsi og þungum fjársektum. agas@mbl.is"

Á Sema Erla að sjá um málefni múslíma á Íslandi ein og óstudd? Kemur okkur ekkert við hvað er borið á borð í moskunni í Öskjuhlíð þangað sem Lögreglan má ekki koma?

Þarf ekki að fylgjast með þeim illu múllum sem hingað koma til okkar að útbreiða hatursboðskap ofstækis Islams sem Macron er að tala um?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á Íslandi hvort sem það eru múslimar eða þeir sem halda upp á jól þá

https://www.frettabladid.is/frettir/haelisleitendur-fa-10-thusund-i-desembervidbot/

Grímur Kjartansson, 21.11.2020 kl. 18:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað er þetta rétt ágæti vinur. En meginstefna íslenskra stjórnvalda er pempíuháttur og hræðsla við að setja fram skoðanir sem einhverjir vinstri öfgamenn gætu kallað rasisma. 

Sigurður Þórðarson, 21.11.2020 kl. 19:08

3 identicon

Þar sem þú ert einn af hinum illu múllum kristni sem útbreiða hatursboðskap ofstækis og fordóma ætti Guðni að útbúa plagg fyrir þig að undirrita þar sem þú lofar að halda kjafti héðan í frá. Ég sé ekki mikinn mun á ykkur ofstækismönnunum og haturstrúboðunum, sama hversu trúaðir þið þykist vera eða hvaða trú þið þykist tilheyra. Anders Behring Breivik væri ánægður með þig.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 19:11

4 Smámynd: Gísli Bragason

Ég var í barnaafmæli í dag þar sem amman sagðist vilja henda öllum hælisleitendum úr landi og auk þess" off with the head ef um múslima væri að ræða og svo spurði hún hvort hún væri þá rasisti? og börnin svöruðu, nei nei amma mín það eru ekki allir sem aðhyllast fjölmenningarsamfélag:)

Gísli Bragason, 21.11.2020 kl. 20:12

5 identicon

Macron og Frakkland leysa engin hatursmál í Evrópu. Það gerir ekki heldur Kristin Evrópa og Alþjóðahúsið í Brussel, sem er getu og gagnlaust?

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 23:20

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Hún er orðin vandræðaleg þögnin sem önnur ríki esb viðhafa í þessu máli. Macron er látinn einn um baráttuna, kannski til að sjá hverjar afleiðingarnar verða. Nær hefði verið ef öll ríki esb hefðu fylkt sér að baki Macron.

Varðandi okkur hér á klakanum, þá er víst ekki að vænta neinna bóta og hætt við að þegar þrengir að öfgasamtökum ytra að Ísland verði talin góður kostur til að setja upp "aðgerðarstjórnun" fyrir þau.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2020 kl. 07:20

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri áhugavert að vita hvernig þjóðfélag Kerran sér fyrir sér sem hið rétta?

"Þar sem þú ert einn af hinum illu múllum kristni sem útbreiða hatursboðskap ofstækis og fordóma ætti Guðni að útbúa plagg fyrir þig að undirrita þar sem þú lofar að halda kjafti héðan í frá. Ég sé ekki mikinn mun á ykkur ofstækismönnunum og haturstrúboðunum, sama hversu trúaðir þið þykist vera eða hvaða trú þið þykist tilheyra. Anders Behring Breivik væri ánægður með þig.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2020 kl. 19:11"

Það er líklega ekki mikið pláss fyrir mig þar sem á að halda mér saman í félagsskap við Anders Breivik

 

Hverskonar maður eða menn er þessi Kerra? Hvaðan kemur þetta mikla hatur?

Halldór Jónsson, 22.11.2020 kl. 14:15

8 identicon

FJÁRMAGN, AUÐUR, SVIK OG ÓTÉTTLÆTI FÁRRA Í HEIMINUM RÁÐA ILLSKU OG ÓRÉTTLÆTI Á HEIMSVÍSU.  ÞAÐ VANTAR HUGREKKI HJÁ ALVITRUM VESTURHEIMI?

FORSETAKOSNINGIN Í AMERIKU SEGIR ALLT UM "SAMSÆRI" DEMOKRATA, OG SVIKNUM KOSNINGAVÉLUM OG TALNINGU. ÞESSU ER EKKI LOKIÐ Í AMERIKU?

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband