Leita í fréttum mbl.is

Verður maður ekki að fara að hlusta?

á hvað Sigmundur er að segja?

Gústaf Adolf vekur athygli mína á Sigmundi í dag:

"Ræða hans á aukalandsþingi Miðflokksins 21. nóvember var bæði einstök og því miður sjaldgæf í þeim ímyndunarheimi stjórnmálanna sem tröllríður öllu í dag.

Þarf að huga að fleiru en faraldrinum

Sagði Sigmundur að kórónuveiran hefði heltekið ríkisstjórnina svo „vart er hægt að tala um eðlilegt og lýðræðislegt stjórnarfar.

" Varaði Sigmundur við því að óleyst vandamál m.a. hjá þúsundum lítilla og stórra fyrirtækja, landbúnaði, heilbrigðiskerfinu og eldri borgara gætu orðið að varanlegum vanda ef ekki væri gripið í taumana áður en það væri orðið um seinan. Minnti hann á að Miðflokkurinn hafði lagt fram tillögur fyrir faraldurinn og einnig boðið aðstoð í baráttunni gegn sjálfum faraldrinum en ríkisstjórnin hafi haft meiri áhuga á glærukynningum og „oft verið lögð meiri vinna í umbúðirnar en tillögurnar sjálfar og jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið." 

Miðflokkurinn hafi hins vegar alltaf stutt þær góðu tillögur sem að gagni hafi orðið. 

Landbúnaðurinn verið settur í nauðvörn

Lýsti formaður Miðflokksins hvernig sótt er að ýmsum grunnstoðum Íslands eins og landbúnaðinum sem hefði orðið fyrir verulegu aðkasti á undanförnum árum: „Það er sótt að greininni úr mörgum áttum samtímis. Búvörusamningar virðast frekar snúast um samdrátt en sókn.

Óhagstæðir tollasamningar við Evrópusambandið gerir bændum erfitt fyrir og veikir samkeppnisstöðu greinarinnar." 

Ofan á það leggst sístækkandi reglugerðarfarganið sem er að miklu leyti innflutt og skapar erfiðari skilyrði fyrir íslenska bændur en víðast hvar annars staðar. Ríkisstjórnin sýndi snemma hug sinn til landbúnaðarstarfa með því að lækka fjárframlög til greinarinnar sem skapað hefur neyðarástand hjá bændum. 

Eldri borgarar ekki enn fengið leiðréttu skerðinga eftir bankahrun

„Gleymum því ekki að aldurshópurinn sem hafði byggt upp samfélagið var ekki of sæll að sínu fyrir skerðingarnar. Á sínum tíma gaf ríkisstjórn mín fyrirheit að þegar sá árangur sem við stefndum að í efnahagsmálum hefði náðst fengu þeir sem byggðu upp samfélagið að njóta þess. Árangurinn náðist og gott betur en það. En biðin stendur enn."

Lýsti Sigmundur hvernig ríkisstjórnin hefði komið með galið verkefni um að stofna hlutafélag og leggja á auknar skattaálögur til að fjármagna Borgarlínuverkefnið. En þótt Miðflokknum hefði tekist að leggja inn nokkra varnagla þá héldi kerfið áfram á sinni braut. 50 milljlarðar og óútfylltur tékki til gæluverkefnis er ekki það sem þjóðina vantar núna á þessum erfiðu tímum.

Benti Sigmundur einnig á hvernig hægt er að moka peningum í heilbrigðisgeirann sem verður botnlaus hít ef kerfið verður ekki lagað. Sagði hann að flestir gerðu sér grein fyrir því að Hringbrautarsjúkrahúsið getur ekki leyst öll verkefni og þarf að byggja nýtt sjúkrahús á öðrum stað. 

Ísland allt

Sigmundur sagði báknið vera orðið það fyrirferðamikið að það ógnaði heilum atvinnugreinum. Miðflokkurinn hefur áður lagt til að þegar nýjar reglur eru settar verði tvær eldri teknar út til að spyrna við ofurbólgu báknsins. Var tekin fram sérstök handbók fyrir starfsfólk ríkisstofnana í forsætisráðherratíð Sigmundar til að spyrna gegn óþarfa útþenslu báknsins en lítið gerst eftir 2016. 

„Fyrir vikið verður sífellt flóknara að lifa daglegu lífi á Íslandi svo ekki sé minnst á að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný störf og verðmæti." Rakti Sigmundur Davíð baráttu Miðflokksins við báknið og réttlætingu kerfisins á stækkun báknsins með því að framleiðslan ykist meira og báknið því ekki hlutfallslega stærra en áður. Núna erum við hins vegar komin í þá stöðu að við sitjum uppi með gríðarlegt bákn en framleiðslan hefur dregist saman svo brýnt er að hefjast handa með að fá báknið burt.

Losunarkerfið ein stærsta svikamylla síðari tíma – Ef eitt álver flyst frá Íslandi til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast

Formaður Miðflokksins benti á að það umhverfisvænsta á Íslandi væri álframleiðslan, því ef eitt álver flyttist til Kína mun losun gróðurhúsalofttegunda tífaldast.

„Samt er nú rætt um að Ísland verði sektað fyrir að hafa ekki dregið nógu mikið úr losun á meðan við byggðum upp umhverfisvænan iðnað á undanförnum 30 árum. Hvert eiga þeir milljarðar að renna? Það virðist enginn vita. Líklega í nýja losunarhagkerfið sem lýst hefur verið sem einni stærstu svikamyllu síðari tíma. Þetta er það sem gerist þegar kerfið ræður á kostnað heilbrigðrar skynsemi."

Stjórnlaus málaflokkur hælisleitenda

Sigmundur vék orðum að vanda Íslands varðandi flóttamenn og hælisleitenda:

„Veltið þessu fyrir ykkur: Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi er allt í einu orðinn sá mesti á öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda. Það er vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út. Þau skilaboð nýta m.a. stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað." Bendir Miðflokkurinn á að hin Norðurlöndin sendi núna frá sér skilaboð til að draga úr innflutningum. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda." Minntist Sigmundur á afstöðu danskra jafnaðarmanna um „að öflugt velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman."

Það munar um Miðflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu um kerfi rétttrúnaðar og þegar kerfið tæki völdin af fólki væri hætta á ferðum gagnvart lýðræðinu.

Stjórnmálamenn sem láta það viðgangast fjarlægjast kjósendur og taka stjórnmálin á þann stað sem kjósendur fái litlu ráðið um hvað er rætt eða hvernig.

Sem svar við þessari þróun hefur Miðflokkurinn eigin starfsstefnu heilbrigðrar skynsemi laus við glórur rétttrúnaðarins. Miðflokkurinn er því valkostur þeirra er vilja vinna á lýðræðislegum grundvelli og starfa saman að lausnum vanda með rökhyggjuna að verkfæri. "

Er ekki bara komin samkeppni í stjórnmálum dagsins?

Verður maður ekki að fara að hlusta á fleira?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið nokkuð síðan þú lagðir frá þér háleitustu hugsjónir Sjálfstæðisflokksins og fórst að gæla við rasisma, fordóma, mannvonsku og kvenfyrirlitningu. Þið Gústaf Adolf eigið því vel heima í Miðflokknum sem hefur skapað skjól fyrir þannig fólk sem ekki þrífst í öðrum flokkum og á helst samleið með dreggjum þjóðfélagsins.

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2020 kl. 15:18

2 identicon

Það er úrvals gengi, sem fylgir formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Ég þakka honum alhugsun sína fyrir OKKAR heilaga Landi.  Framleiðslugeta frá fjöru til fjalla af ÓMENGUÐUM afurðum og vísindamönnum ásamt, sérfræðingum í HEITAvatns kunnáttu gera okkur sérstaka á heims vísu.

Hugsanlega erum við betur sett að uppfylla ekki Háskólann af erlendum nemendum, sem taka af okkur þetta sérsvið.

Sigmundur Davíð vinnur að breytingum fyrir fámenni okkar. ORKAN og VIRKJANIR verða að vera OKKAR EIGN - ALLTAF. Stöðvum allan innflutning á KJÖTI og erlendum "sýkingum". Styrkjum og hvetjum BÆNDUR til góðra verka.

GRÓÐURHÚSIN og HEITAvatnið og viðráðanlegt rafmagnsverð breyta öllu til batnaðar. SJÁVARÚTVEGUR eru í hæstu hæðum vegna kunnáttu "sérfræðinga" í sjávarútvegi.

Vigdís Hauksdóttir hjá Reykjavíkurborg boðar betri tíð í náinni framtíð. Menn hlusta á hennar ábendingar.

Sigmundur DAVÍÐ boðar breytingar og FÖÐURLANDSÁST og skeleggar breytingar til batnaðar fyrir ÍSLENDINGA.

Víkjum frá Alþjóðavandanum og ákveðum allt frá virtu ALÞINGI með réttu fólki. ESBsinnar og vinstri flokkar boða ekkert af viti fyrir 300þúsund ÍSLENDINGA....  

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 13:13

3 identicon

Merk grein er í Morgunblaðinu í dag skrifuð af Styrmi Gunnarssyni.  Hún varðar sölu á Landinu OKKAR til erlendra auðkýfinga.  HJÖRLEIFSHÖFÐI er nú seldur til Þjóðverja. Íslenska ríkinu bauðst þetta land á sanngjörnu verði, en þeir keyptu ekki. Sjálfur krefst ég þess, að ÍSLENSKA RÍKIÐ kaupi allar jarðir, en EKKI stórbokkar frá útlöndum.

Er ÍSLAND til sölu spyr Styrmir??? Eru engin takmörk á stjórnleysinu varðandi söluna á Landinu OKKAR. Þjóðin krefst föðurlandssinna inn á ALÞINGI fyrir þjóðina. 

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 28.11.2020 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband