Leita í fréttum mbl.is

Enginn deyr með úðakerfi

sem liggur neðan á lofti í timburhúsi.

Alveg furðulegt að engin yfirvöld velta fyrir sér að hvetja til að úðakerfi séu lögð í gömul timburhús.

Kosta lítið í uppsetningu og trúlega myndi stofnkostnaður nást inn á nokkrum árum ef tryggingafélög reiknuðu áhættuminnkunina inn í iðgjöld. Mjóar plastpípur eftir loftum ættu ekki að ofbjóða fegurðarsmekk almennings

Af hverju er fólk með þessar ranghugmyndir um einhverja stórkostlega lekahættu? Af hverju vill enginn hlusta á staðreyndir?

Enginn hefði dáið á Bræðraborgarstíg ef þar hefði verið sprinklerkerfi.Af hverju er úðakerfi í öllum Landspítalanum við Hringbraut?

Enginn deyr í bruna þar sem er úðakerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má spara þá hundraðþúsundkalla með 500kr reykskynjara í hvert herbergi. Enginn deyr í bruna þar sem eru reykskynjarar.

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2020 kl. 23:48

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Vagn minn, það er margsannað að slíkt gerir ekki sama gagn. Skyndileg tendrun í húsgögnum getur gert allt ófært á skömmum tíma.

Halldór Jónsson, 24.11.2020 kl. 13:07

3 identicon

Reykurinn setur reykskynjara í gang löngu áður úðakerfi byrja að virka. "Skyndileg tendrun í húsgögnum" eru aðstæður sem ég man ekki eftir að hafi komið upp í þeim örfáu brunum sem ollu dauða hér á landi. Oftast er reykeitrun dánarorsökin og þá er fólk dautt áður en hitinn verður nægur til að setja sprinklerkerfi í gang. Fólk deyr þar sem eru sprinklerkerfi, en líkið bjargast og brennur ekki og sófasettið má nota áfram eftir hreinsun. 

Og svo má benda á það að þó tryggingafélögin lækkuðu brunatrygginguna þá er hún ekki það há fyrir að áratugi þyrfti til að endurgreiða kostnaðinn. Auk þess sem smá leki getur eyðilagt parkett sem er dýrara en sprinklerkerfið og mundi því jafnvel hækka heimilistrygginguna meira en sem næmi lækkun brunatryggingarinnar.

Sprinklerkerfi hafa kosti og galla. Gallarnir eru helstir mikill kostnaður sem hækkar verð húsnæðis, dýrt viðhald og, þó þú viljir ekki viðurkenna það, leki. En leki hefur orðið til þess að mörg sprinklerkerfi á Íslandi eru óvirk eftir að lokað var fyrir vatn að þeim. Sjálfur hef ég verið með í því að fjarlægja lekt sprinklerkerfi úr nýlegu iðnaðarhúsnæði á Kársnesinu.

Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 19:52

4 identicon

Úðakerfi er mikið sennilegra til að bjarga mannslífum en reykskynjarinn.Í það fyrsta þá getur reykskynjari bilað og hann slekkur ekki í en aðvarar. Ástæðan fyrir því að úðakerfi hefur ekki verið notað í híbýlum er einungis fagurfræðilegt.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 09:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn er talandi ástæðan fyrir andvaraleysinu með úðakerfin.Þau fá aldrei að njóta sannmæælis vegna slæmrar umgengni við þau, skort á viðhaldi og svo framvegis.Úðakerfi sem er ekki frágengið eða haldið við er verra en ekkert eins og Vagn skýrir sjálfur frá ærlegum handtökum sínum á Kársnesi.

Halldór Jónsson, 25.11.2020 kl. 10:01

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jósef, þessu er ég sammála.Bruni getur orðið skyndikla og orðið mikll á skömmum tíma, fólk er kannski ekki búið að átta sig fyrr en of seint er. Bræðraborgarstígsbruninn sýndist mér vera svo snöggur og óviðráðanlegur að enginn reykskynjari hefði breytt neinu. En úðakerfi hefði gert það.

Halldór Jónsson, 25.11.2020 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 427
  • Sl. sólarhring: 789
  • Sl. viku: 5582
  • Frá upphafi: 3190784

Annað

  • Innlit í dag: 350
  • Innlit sl. viku: 4752
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 306

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband