Leita í fréttum mbl.is

Eina deiluefnið

sem raunverulega og virkilega skiptir máli í íslenskri pólitík er kvótakerfið.

Borga þeir sem núna nýta það nóg eða ekki?

Almenna reglan er sú, að greiða þarf fyrir afnot af annarra eign. En fiskimiðin eru samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar.

 

Fram hefur komið að að hagnaður 10 stærstu útgerða landsins árið 2018 og 2019 var 19,3 og 29,3 ma. kr.

Veiðigjöld voru 11,5 ma. árið 2018 og 6.6 ma. árið 2019 sem nemur um 0,7% af tekjum ríkissjóðs.

Finnst mönnum að hér að hér sé nóg að gert eða ekki?

Um það snýst málið að mestu leyti auk byggðasjónarmiða og sérþarfa.

Allskyns fólk hækkar í tekjum við kjör til Alþingis út á að ala á óhamingju fólks með fyrirkomulag fiskveiðistjórnarkerfisins.Fólk virðist kjósa á grundvelli óathugaðs máls oft á tíðum og einblína á öfund yfir velgengni ýmissa aðila sem tengjast tilurð kerfisins.

Hátæknifyrirtæki í fiskvinnslu hafa risið í landinu sem hvergi eiga sína jafningja.  Það segir sig sjálft að slíkar verksmiðjur byggir enginn nema eiga vísa stöðuga aðfærslu hráefnis.Því er því nokkuð greinilegt að engin arðgæf grundvallarbreyting verður nokkru sinni á kvótakerfinu.

Eina líklega breytingin í augsýn er dreifðari eignaraðild að félögunum sem gerði kjósendur sáttari við kerfið. Hinsvegar er ekki sjálfgefið að það væri betra fyrir til dæmis fyrirtæki Warren Buffets eða Bill Gates að einhver kona af götunni eða úr  stjórnmálum  yrði stjórnarformaður í Berkshire Hathaway  eða Microsoft.

 

Þetta kvótakerfi er því endalaus uppspretta raups og reiði sem þverklýfur stjórnmál og dreifir kröftum frá öðrum verkefnum í stjórnmálum þessa lands.Vinstri eða hægri, einkarekstur eða félagslegur.

Borga kvótagreifarnir nóg eða ekki? 

 

Það er eiginlega deiluefni allra deiluefna Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill oft gleymast þegar hagnaðartölur stærstu útgerða eru notaðar í þessu sambandi að hagnaðurinn er ekki allur af veiðunum. Meira en helmingur hagnaðar Samherja kemur til dæmis erlendis frá og eitthvað kemur frá vinnslu innanlands, og hvorugt kemur kvótakerfinu við. Svipaða sögu er að segja af einhverjum hinna útgerðanna, þær geta átt í bílaleigum og bakaríum þess vegna. Og veiðigjöldin greiðast aðeins af veiðunum.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2020 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418426

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband