22.12.2020 | 11:32
Hrópað í eyðimörkinni
þar sem sem Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur fasta búsetu.
Þar kemst bara ein skoðun að og á að vera rétt hvað sem á gengur og almenningi finnst.
Jónas Elíasson prófessor hefur ritað margar greinar um gagnsemi fyrirhugaðrar Borgarlínu sem meirihlutinn er með á heilanum og hefur dregið ólíklegast fólk til að jánka fyrirætlunum og meðal annars fengið stórar fjárhæðir úr ríkissjóði til að styðja fyrirætlanirnar.Á meðan er ekkert gert til að greiða fyrir þeim 96 % af umferð á höfuðborgarsvæðinu sem íbúar hafa valið sér sem er einkabifreiðin.
Jónas ritar í dag í Morgunblaðið:
"Nú þegar líður að jólum er orðið ljóst að eitthvað situr fast í strompinum hjá Borgarlínuhópnum. Skýrsla VB (Verkefnastofa Borgarlínu) sem átti að koma í september er ekki komin og heldur ekki opnun tilboða í verkhönnun sem boðuð var á fréttavef VB. Henni var frestað fram yfir áramótin, sem er sorglegt, því þar fór jólagjöfin til ráðgjafarhópanna.
En þeir geta samt vel við unað, mikið magn af skýrslum er komið, sumar mjög slappar (Ragnar Árnason, Mbl. 9.11. 2020), aðrar dálítið dularfullar og erfitt að sjá hvernig hlutum ber saman. Þó er ein setning í skýrslu COWI frá september 2017 á þá leið, að misheppnist fyrsti áfangi Borgarlínu verði þeir ekki fleiri. Líklega orð að sönnu. En spurningin er: Á þá nokkuð að vera að hætta á þann fyrsta? Reykjavíkurborg hefur verið svo óheppin í sínum fjárfestingum að gengur göldrum næst. Nýlega var Sorpa að hækka gjöldin eina ferðina enn Þetta er bein afleiðing af moltu-metangerðar-fjárfestingarævintýri Reykjavíkurborgar sem kostaði marga milljarða en skilaði engu.
En eitthvað virðist það komið upp í vana hjá Reykjavíkurborg að festa peninga sem hún ekki á og fær ekki til baka. Núna er boðuð stærri skriða af slíkum fjárfestingum en áður hefur sést. 1. áfangi Borgarlínu er líklega þar á meðal. En hver er hann? Hann er kynntur til sögunnar í ritinu Drög að matsáætlun, maí 2020, en í áfangaskýrslu Strætó um nýtt leiðakerfi er hann partur af tveim stofnlínum. Lítið dæmi um ósamræmi í gögnum.
Það sem þyrfti að komast á hreint er að hve miklu leyti er áætlað að nota vottað BRT-hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit). Í skýrslu COWI frá september 2017 er mælt með BRT-kerfi. Mynd af slíku kerfi birtist á vef RÚV 22.3. 2017 16:30 með frétt um að líklega yrði Borgarlína svona. Síðan virðast allir hafa trúað þessu, hönnuðir og borgarstjórn jafnt, sem í hverju orði lofar hágæðakerfi almenningssamgangna (samþ. í borgarstjórn 18.9. 2020). Gallinn er bara sá að með því fara 100 milljarðar í hafið strax, og meira seinna.
En eru þá ekki gæðin mikil og þjónustustigið hátt úr því kostnaðurinn er í þessum hæðum? Því er nú verr. Vottað BRT er strætókerfi sem þykist vera lest, enska slagorðið er think train ride bus taktu strætó og hugsaðu þér lest. Á miðjum veginum er sérstakur tveggja akbrauta bandormur fyrir strætó, ein braut í hvora átt eins og lestarteinar. Þetta er alger óþarfa stirðbusagangur, sérstakar akreinar hægra megin, eins og hingað til hefur verið lausnin, eru margfalt hagkvæmari kostur í þröngum götum Reykjavíkur.
Tilgangurinn með þessu er sagður mikil flutningsgeta og að geta breytt yfir í lest ef álagið vex strætó yfir höfuð. Er einhver hætta á því að strætó fái fleiri farþega en hann ræður við? Núna er hlutur strætó í ferðum á höfuðborgarsvæðinu aðeins um 3%, svo meiri líkur eru á að Esjan hrynji yfir Reykjavík en að strætó hafi ekki undan.
Eitt ber þó heimildum saman um, strætó á helst ekki vera í meira en 400 metra fjarlægð. Þetta þýðir 800 metra á milli stöðva og þetta er haft í heiðri í öllum ráðgjafaskýrslum.
En þetta þýðir að stofnlínurnar komast varla hraðar en u.þ.b. 25 km/klst. Svo er verið að teygja stofnlínukerfið inn á óbyggt land, t.d. Keldnalandið, í þeim greinilega tilgangi að hvetja fjárfesta til að byggja blokkir sem hella fasteignagjöldum í galtóman kassa Reykjavíkurborgar. Ekki sérlega háleit markmið í borgarskipulagi, en hvað á síblönk borgarstjórn með offjárfestingaráráttu að gera?
Allt bendir því til að þegar Borgarlínudraumurinn birtist í raunheimum verði komið kerfi sem er stirðara og hægara en það sem fyrir er og 24 af hverjum 25 vilja ekki nota. Eina breytingin er sú að búið er að stækka kerfið, þ.e.a.s. teygja það út og stækka, svo það sé örugglega ekki lengra í burtu en 400 metra frá öllum hinum sem vilja ekki nota það heldur. Þá er líka búið að gera nýja einkabrú yfir Elliðaárnar fyrir strætó, taka 40% af göturými stofnleiðanna undir 4% af ferðalöngum og stórskemma viðkvæma gróna byggð í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, til að koma BRT-bandorminum fyrir.
Í sjálfu sér er hægt að komast hjá þessu slysi. Ekki þarf annað en hætta að hugsa um þessa áðurnefndu mynd frá RÚV og koma sér niður á eðlilegt framhald af strætókerfinu. Benda má á grein Þórarins Hjaltasonar í Morgunblaðinu 7.11. 2020. Þar er sýnt fram á að auka má ferðatíðnina, og svo má auka hraðann líka, t.d. með því að fækka biðstöðvum á síðasta spottanum niður í bæ þar sem stóru vinnustaðirnir eru. Þá þarf að sleppa bandorminum, sem mikill sparnaður er í. Að umbylta götum til að koma honum fyrir kostar um 1.200 kr./millimetra. Að byggja þennan bandorm er sagt vera til þess að minnka tafir hjá strætó.
En þessar tafir eru sjálfskaparvíti borgarstjórnar sem hatar mislæg gatnamót. Tafir í umferð í Reykjavík nálgast 50% á álagstímum samkvæmt alþjóðlegri mælingu (TomTom). Umferð hér í Reykjavík er ekki það mikil, að tafir eigi að þurfa að fara yfir 10-20%, sem er viðunandi, og hún verður aldrei það mikil, gangi mannfjöldaspár eftir. En komi bandormurinn, rjúka tafir upp úr öllu valdi, og þá verður sprenging í fjölda sendibíla og atvinnubíla og neytandinn borgar brúsann. Þá munu lítil fyrirtæki leggja upp laupana í stórum stíl, vöruflutningar leita annað (það er þegar byrjað) og stutt í landlægt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu.
Með Borgarlínu sem vottað BRTkerfi er verið að eyða fjármunum nánast til einskis. Þetta fé á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur, útrýma ljósum og greiða fyrir umferðinni. Það er fjárfesting sem kemur öllum til góða, líka strætó. Borgarlína eyðir nánast til einskis því fé sem á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur og mundi koma öllum til góða, líka strætó."
Mér hefur dottið í hug hvort Jónas og Þórarinn Hjaltason sem einnig hefur fært fram mörg góð og gild rök gegn fjárfestingu í þessu máli meirihlutans, gætu ekki staðið fyrir undirskriftasöfnun íbúa á höfuðborgarsvæðinu með áskorun til sveitarstjórna um að fjárfesta aðeins í samgöngumálum á þann hátt sem nýtist meirihluta íbúa til greiðari umferðar og sem bestrar nýtingar fjármuna.
Að vísu er ég ekkert sérlega trúaður á að hundraðþúsund undirskriftir hefðu áhrif á skoðanir eða gerðir Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, Dags B. Eggertssonar eða Hjálmars Sveinssonar. En það væri ansi gaman að því að gera þetta til að kynnast skoðunum hins almenna íbúa.
Ef svo fer fram sem horfir verða tugmilljarðar lagðir í verkefni sem gagnast ekki níu af hverjum tíu íbúa höfðaborgarsvæðisins fremur en moltan og methanið í Álfsnesi.
Hrópin úr eyðimörkinni heyrast ekki inn fyrir veggi ráðhússins í Tjörninni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 3420582
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Það er með skoðanir eins og rassgöt, allir hafa þær. Og það fer í taugarnar á sumum rassgötum þegar þeir sem eru kosnir og ráðnir til að taka ákvarðanir velja sjálfir sín ráðgefandi rassgöt frekar en að gera eins og einhver ósammála og á móti öllu rassgöt úti í bæ vilja.
Vagn (IP-tala skráð) 22.12.2020 kl. 12:47
Alveg einstakt skítseyði er þessi kerra, ég hefði átt að vera búinn að loka á þessi skrif en hef ekki nennt því þar sem hann heldur sig lengi vel á mottunni. En svo sleppir hann sér.En svona "menn" eiga ekki erindi í fjölmiðla eins og saklaus blogg, ég bið hann að reyna að hemja skítlegt eðli sitt eg hann getur
Halldór Jónsson, 22.12.2020 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.