Leita í fréttum mbl.is

Landsöluliðið

skrifar sinn boðskap um áramótin.

Ömurlegt er það fyrir mig að lesa  þetta frá fólki sem ég áður studdi í Sjálfstæðisflokknum mínum gamla.

Þorgerður Katrín í Viðreisn er hreinskilin í afstöðu sinni til fullveldis Íslands. Hún segir :

"... Stöðugur gjaldmiðill er síðan helsta forsenda framleiðniaukningar. Sá mikli vöxtur í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem við þurfum að reiða okkar á næsta áratug, verður því aðeins að veruleika að við fáum stöðuga mynt. Hér er til mests að vinna og engu einasta tækifæri má tapa.

Árlegur kostnaður almennings og fyrirtækja vegna krónunnar hleypur á tugum milljarða. Byrðin vegna skuldavandans verður einnig þyngri vegna krónunnar.

Viðreisn ætlar því að leggja til að án tafar verði leitað eftir formlegu samstarfi við Evrópusambandið, á grundvelli aðildar okkar að innri markaði þess, til þess að verja stöðugra verðgildi krónunnar.

Síðan verður að opna fleiri útflutningsmöguleika, efla samkeppni og menningarsamstarf með fullri aðild að Evrópusambandinu. " 

 

Skýrara verður það ekki. Jafnvel Logi Már í Samfylkingunni þorir ekki að tala með svo skýrum hætti þó stefnan sé sú sama í báðum þessum flokkum heldur blaðrar um allskyns sjálfsagða hluti án þess að segja nokkurn skapaðan hlut um sitt innsta eðli og innræti.

Svo drynur gömul rödd eins og úr draugsbarka í gömlum kirkjugarði þegar fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson skrifar sinn venjulega Evrópusambandstrúboðspistil í Fréttablaðið . Þar segir hann:

"...Samhljómur virðist vera milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um þá skynsamlegu afstöðu að borga nýju skuldirnar hvorki með nýjum sköttum né niðurskurði hjá ríkissjóði. Þá eru bara tvær leiðir færar: Önnur er sú að þvinga stjórnendur lífeyrissjóðanna til að axla ábyrgð á því að framtíðarréttindi til lífeyris verði skert, eða í besta falli að þeim verði teflt í mikla tvísýnu með kaupum á ríkisskuldum. Hin leiðin felst í því að taka upp eða tengjast gjaldmiðli, sem geymt getur verðmæti, og tryggja þannig bæði ríkissjóði og lífeyrissjóðum jafna stöðu við grannlöndin.."

Um þetta verður kosið á nýju ári,

Vilja menn vera Íslendingar í eigin landi eða fela landsöluöflunum forræði okkar mála?

Ganga í tollbandalag 27 ríkja í gömlu Evrópu á móti afganginum af heiminum?

Eða vera frjálst og fullvalda ríki með verslunarfrelsi við jafningja um víða veröld?

Kjósum við virkilega þessa þröngsýni yfir okkur á þessu ári að maður ekki tali um enn fáránlegri kosti sem í framboði verða?

Landsöluliðið talar þó skýrt að minnsta kosti en blekkir ekki með hálfsannleika eða hjali um ekki neitt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

ESB var að gera triljóna samning við Kína

Þetta er samskonar samningur og Trump var að reyna að vinda ofan af í USA og flytja störfin heim aftur.

Ekkert er minnst á mannréttindi eða að þurfi að fara eftir Kyotabókunum í þessum samningi

ESB mun líka missa umtalsverðar tekjur þar sem Bretland er farið út og endurheimtir þar að auki nú yfirráð sín yfir fiskimiðunum

Talaði ekki gamall ESB sinni um að fólk ætti ekki að sækjast eftir húsaskjóli í brennandi húsi?

Grímur Kjartansson, 31.12.2020 kl. 14:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Grímur, fyrir mér er þetta ESB brennandi hús sem væri algerlega fáránlegt fyrir Ísland að ganga í eins og Samfylkingarflokkarnir báðir vilja.

Halldór Jónsson, 31.12.2020 kl. 16:14

3 identicon

Skildu SAMFYLKINGARFLOKKARNIR verða með sameiginlega kosningaskrifstofu að hausti?

GÍSLI HOLGERSSON (IP-tala skráð) 4.1.2021 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3420167

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband