12.1.2021 | 14:52
Pólitísk sátt?
Frétt í Mogga:
"Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að ná þurfi pólitískri sátt um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hennar sýn sé sú að hér þurfi að horfa til Norðurlanda. Skynsamlegast sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði og eftirláta pólitíkinni að fjármagna stofnunina. Hún segir hvarf fréttastofu Stöðvar 2 úr opinni dagskrá slæmt fyrir samkeppni.
Á Norðurlöndum er alla jafna einn ríkisrekinn fjölmiðill sem ekki er á auglýsingamarkaði. Einnig fá einkareknir fjölmiðlar ríkisstyrki. Ef að líkum lætur eykst því fjármagn það sem ríkið veitir til fjölmiðla umtalsvert með slíku fyrirkomulagi. Í fjölmiðlafrumvarpi Lilju sem liggur fyrir þinginu eru lagðir til ríkisstyrkir til einkamiðla að norrænni fyrirmynd. Telur Lilja það mikilvægt fyrsta skref.
Styrkir stöðu RÚV að fara af auglýsingamarkaði
Það þarf að ná pólitískri sátt um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Ég hef sagt að ég vilji hafa fjölmiðlaumhverfið og auglýsingaumhverfið eins og það er á Norðurlöndum. Við þurfum að klára fjölmiðlafrumvarpið og ég hef sagt að ég vilji ganga lengra gagnvart stöðu RÚV á markaði þótt það sé ekki tilgreint í þessu frumvarpi. Ég tel það styrkja stöðu RÚV að ekki sé verið að deila um stöðu þess á auglýsingamarkaði, segir Lilja.
Ein birtingarmynd veru RÚV á auglýsingamarkaði raungerðist í ákvörðun Stöðvar 2 sem hefur nú læst fréttatíma sínum í þeirri von að áskrifendum fjölgi, þannig að tekjur skapist fyrir því að halda úti fréttastofunni. Fram kemur í máli Þórhalls Gunnarssonar, framkvæmdastjóra miðla hjá Sýn, að skortur á auglýsingatekjum sé ástæðan. Þá bendir hann á að ljóst sé að RÚV taki til sín stóran hluta af auglýsingatekjum af ljósvakamarkaði.
Ekki stætt á að gefa fréttatímann
Hvernig er hægt að réttlæta stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði?
Minn vilji er skýr í þessu máli um að hafa svipað fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Það hefur hins vegar verið vilji þingsins að hafa hlutina með þessum hætti. Ég tel að nú séu breyttir tímar og að við eigum að klára þetta fjölmiðlafrumvarp. Ég tel að við séum á þeim tímapunkti að það þurfi að líta dýpra inn á þennan markað. Ef við byrjum á því að klára fjölmiðlafrumvarpið þá klárum við styrki til einkarekinna miðla. Það er gott fyrsta skref, segir Lilja.
Mikilvægt að festa sig ekki í fortíðinni
Ein af þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar er að stofna sérstakt dótturfélag um sölu auglýsinga. Félagið ber ábyrgð á allri sölu sem RÚV skilgreinir sem tekjuaflandi samkeppnisrekstur. Félagið tók til starfa 1. janúar og heitir RÚV sala. Eru þar meðal annars tilgreindar hömlur í formi þess auglýsingatíma sem heimilt er að selja auglýsingar í.
Hvers vegna telur þú að svo miklar mótbárur séu gegn breyttri stöðu RÚV á auglýsingamarkaði?
Mér hefur fundist að menn hafi ekki almennilega áttað sig á mikilvægi þess að styrkja umgjörð um fjölmiðla. Ég ber ábyrgð á fjölmiðlum sem menntamálaráðherra. Ég tel að ef við hefðum samþykkt fjölmiðafrumvarpið þá væri Stöð 2 ekki í þeirri stöðu sem kallar á þessar aðgerðir frá þeim í dag. Við þurfum fjölbreyttar fréttaveitur og við þurfum samkeppni í miðlun frétta eins og verið hefur. Í ljósi þessa kalla ég eftir því að fólk í þinginu hafi hugrekki til þess að taka næstu skref án þess að festa sig í fortíðinni. Við þurfum að horfa til framtíðar, segir Lilja.
Mótbárur við að taka RÚV af auglýsingamarkaði hafa ekki eingöngu komið úr þinginu. Þannig hafa hagsmunaaðilar á borð við auglýsendur sem hafa tök á því að ná til almennings í gegnum stofnunina lagst gegn breytingum, stór hluti neytenda vill hafa RÚV á auglýsingamarkaði skv. skoðanakönnunum og auglýsingastofur og kvikmyndaframleiðendur hafa lagst gegn breytingum í ljósi þess að stofnunin er vettvangur fyrir stórar auglýsingar.
Fjölmiðlar verði styrktir með hjálp skattlagningar erlendra miðla
Þá hefur því verið haldið fram að það auglýsingafé sem veitt hefur verið til ljósvakamiðla RÚV muni fara á erlenda miðla á borð við Facebook og Google. Skv. mati Hagstofunnar frá árinu 2018 er áætlað að 5,2 milljarðar króna hafi farið til birtinga á sambærilegum erlendum miðlum. Engin bein gögn liggja að baki matinu heldur er notast við mat byggt á skoðanakönnunum, markaðsrannsóknum og gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga.
Þegar eingöngu er horft til birtingahúsa, þar sem um 40% alls auglýsingafjár á íslenskum markaði fer í gegn ef miðað er við tölur Hagstofunnar 2018, var hluturinn hins vegar 7,2% af 5,1 milljarði króna eða tæpar 390 milljónir króna. Talsvert ósamræmi er í þessum tölum en gæti það helgast af því að smáir aðilar á markaði sem ekki nýta sér þjónustu birtingahúsa eru stór hluti kaupenda auglýsinga á erlendum miðlum.
Lilja segir að einn liður í því að skapa fé til þess að styrkja íslenska fjölmiðla fáist með því að skattleggja erlenda miðla. Unnið sé að útfærslu skattlagningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Við höfum fengið þær upplýsingar að þegar ríkisfjölmiðlar hafa verið teknir af markaði þá skili minna en helmingurinn sér inn í innlent auglýsingaumhverfi í löndunum í kringum okkur.
Tekjur RÚV vegna auglýsingasölu árið 2018 námu rúmum tveimur milljörðum kr. Er það tæp 18% af fé á auglýsingamarkaði en um 40% af ljósvakamarkaði ef miðað er við tölur Hagstofunnar upp á heildarveltu markaðar, upp á 13,4 milljarða króna."
Fólkið hefur valið RÚV sem þann auglýsingamiðil sem nær til lesenda.
Hvað ætlar þessi Framsóknarkona að fara að hafa vit fyrir almenningi?
RÚV er bara besta sjónvarpsstöðin.
Sigmundur Ernir og Skúli Bragi standa sig samt ótrúlega vel ef litlum efnum. Það er kommahreiðrið á Fréttastofunni sem er undirrót óánægjuradda um RÚV en það virðist vera ósnertanlegt hver svo sem er skipaður útvarpsstjóri.
En ofbeldisaðgerðir Lilju á auglýsingamarkaði er ekki það sem okkur vantar.Un það næst engin pólitísk sátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hversu sáttur ert þú með rúv-sjónvarp á skalanum 0-10?
Myndir þú vilja hafa allt óbreytt á rúv Halldór;
ef að þú fengir öllu ráðið?
Jón Þórhallsson, 12.1.2021 kl. 16:29
Hversu stórt þarf RUV að vera til að þjóna ÍSLANDI? Hversu margir vinna á RUV? Viðbótar-styrkurinn frá ríkinu voru hundruð miljóna og lítur út, sem keypt "vinátta" alþingismanna? Vinstri hópurinn brosir gleytt og fær enda-laust meira, ef þess er óskað? Fámennur hópur er í "víking" við atvinnuvegina og allt geysar í málaferlum?
RUV vantar dugandi hægrimenn, sem tala fyrir ÍSLAND og gömlu gildin og alla okkar ómenguðu framleiðslu til sjávar og sveita. Forðumst Alþjóða og Glóbalista samvinnu. Við getum þetta allt sjálfir.
Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.