Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk sátt?

Frétt í Mogga:

"Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra seg­ir að ná þurfi póli­tískri sátt um stöðu RÚV á aug­lýs­inga­markaði. Henn­ar sýn sé sú að hér þurfi að horfa til Norður­landa. Skyn­sam­leg­ast sé að taka RÚV af aug­lýs­inga­markaði og eft­ir­láta póli­tík­inni að fjár­magna stofn­un­ina. Hún seg­ir hvarf frétta­stofu Stöðvar 2 úr op­inni dag­skrá slæmt fyr­ir sam­keppni. 

Á Norður­lönd­um er alla jafna einn rík­is­rek­inn fjöl­miðill sem ekki er á aug­lýs­inga­markaði. Einnig fá einka­rekn­ir fjöl­miðlar rík­is­styrki. Ef að lík­um læt­ur eykst því fjár­magn það sem ríkið veit­ir til fjöl­miðla um­tals­vert með slíku fyr­ir­komu­lagi. Í fjöl­miðlafrum­varpi Lilju sem ligg­ur fyr­ir þing­inu eru lagðir til rík­is­styrk­ir til einkamiðla að nor­rænni fyr­ir­mynd. Tel­ur Lilja það mik­il­vægt fyrsta skref.

Styrk­ir stöðu RÚV að fara af aug­lýs­inga­markaði 

„Það þarf að ná póli­tískri sátt um stöðu RÚV á aug­lýs­inga­markaði. Ég hef sagt að ég vilji hafa fjöl­miðlaum­hverfið og aug­lýs­ingaum­hverfið eins og það er á Norður­lönd­um. Við þurf­um að klára fjöl­miðlafrum­varpið og ég hef sagt að ég vilji ganga lengra gagn­vart stöðu RÚV á markaði þótt það sé ekki til­greint í þessu frum­varpi. Ég tel það styrkja stöðu RÚV að ekki sé verið að deila um stöðu þess á aug­lýs­inga­markaði,“ seg­ir Lilja. 

Ein birt­ing­ar­mynd veru RÚV á aug­lýs­inga­markaði raun­gerðist í ákvörðun Stöðvar 2 sem hef­ur nú læst frétta­tíma sín­um í þeirri von að áskrif­end­um fjölgi, þannig að tekj­ur skap­ist fyr­ir því að halda úti frétta­stof­unni. Fram kem­ur í máli Þór­halls Gunn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra miðla hjá Sýn, að skort­ur á aug­lýs­inga­tekj­um sé ástæðan. Þá bend­ir hann á að ljóst sé að RÚV taki til sín stór­an hluta af aug­lýs­inga­tekj­um af ljósvaka­markaði. 

 

Hvernig er hægt að rétt­læta stöðu Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­markaði? 

„Minn vilji er skýr í þessu máli um að hafa svipað fyr­ir­komu­lag og á Norður­lönd­um. Það hef­ur hins veg­ar verið vilji þings­ins að hafa hlut­ina með þess­um hætti. Ég tel að nú séu breytt­ir tím­ar og að við eig­um að klára þetta fjöl­miðlafrum­varp. Ég tel að við séum á þeim tíma­punkti að það þurfi að líta dýpra inn á þenn­an markað. Ef við byrj­um á því að klára fjöl­miðlafrum­varpið þá klár­um við styrki til einka­rek­inna miðla. Það er gott fyrsta skref,“ seg­ir Lilja. 

Mik­il­vægt að festa sig ekki í fortíðinni 

Ein af þeim breyt­ing­um sem þegar hafa verið gerðar er að stofna sér­stakt dótt­ur­fé­lag um sölu aug­lýs­inga. Fé­lagið ber ábyrgð á allri sölu sem RÚV skil­grein­ir sem tekju­afl­andi sam­keppn­is­rekst­ur. Fé­lagið tók til starfa 1. janú­ar og heit­ir RÚV sala. Eru þar meðal ann­ars til­greind­ar höml­ur í formi þess aug­lýs­inga­tíma sem heim­ilt er að selja aug­lýs­ing­ar í. 

Hvers vegna tel­ur þú að svo mikl­ar mót­bár­ur séu gegn breyttri stöðu RÚV á aug­lýs­inga­markaði? 

„Mér hef­ur fund­ist að menn hafi ekki al­menni­lega áttað sig á mik­il­vægi þess að styrkja um­gjörð um fjöl­miðla. Ég ber ábyrgð á fjöl­miðlum sem mennta­málaráðherra. Ég tel að ef við hefðum samþykkt fjöl­miðafrum­varpið þá væri Stöð 2 ekki í þeirri stöðu sem kall­ar á þess­ar aðgerðir frá þeim í dag. Við þurf­um fjöl­breytt­ar frétta­veit­ur og við þurf­um sam­keppni í miðlun frétta eins og verið hef­ur. Í ljósi þessa kalla ég eft­ir því að fólk í þing­inu hafi hug­rekki til þess að taka næstu skref án þess að festa sig í fortíðinni. Við þurf­um að horfa til framtíðar,“ seg­ir Lilja. 

Mót­bár­ur við að taka RÚV af aug­lýs­inga­markaði hafa ekki ein­göngu komið úr þing­inu. Þannig hafa hags­munaaðilar á borð við aug­lý­send­ur sem hafa tök á því að ná til al­menn­ings í gegn­um stofn­un­ina lagst gegn breyt­ing­um, stór hluti neyt­enda vill hafa RÚV á aug­lýs­inga­markaði skv. skoðana­könn­un­um og aug­lýs­inga­stof­ur og kvik­mynda­fram­leiðend­ur hafa lagst gegn breyt­ing­um í ljósi þess að stofn­un­in er vett­vang­ur fyr­ir stór­ar aug­lýs­ing­ar.

Fjöl­miðlar verði styrkt­ir með hjálp skatt­lagn­ing­ar er­lendra miðla  

Þá hef­ur því verið haldið fram að það aug­lýs­inga­fé sem veitt hef­ur verið til ljósvakamiðla RÚV muni fara á er­lenda miðla á borð við Face­book og Google. Skv. mati Hag­stof­unn­ar frá ár­inu 2018 er áætlað að 5,2 millj­arðar króna hafi farið til birt­inga á sam­bæri­leg­um er­lend­um miðlum. Eng­in bein gögn liggja að baki mat­inu held­ur er not­ast við mat byggt á skoðana­könn­un­um, markaðsrann­sókn­um og gögn­um um þjón­ustu­inn­flutn­ing fyr­ir kaup á birt­ingu aug­lýs­inga. 

 

Þegar ein­göngu er horft til birt­inga­húsa, þar sem um 40% alls aug­lýs­inga­fjár á ís­lensk­um markaði fer í gegn ef miðað er við töl­ur Hag­stof­unn­ar 2018, var hlut­ur­inn hins veg­ar 7,2% af 5,1 millj­arði króna eða tæp­ar 390 millj­ón­ir króna. Tals­vert ósam­ræmi er í þess­um töl­um en gæti það helg­ast af því að smá­ir aðilar á markaði sem ekki nýta sér þjón­ustu birt­inga­húsa eru stór hluti kaup­enda aug­lýs­inga á er­lend­um miðlum. 

Lilja seg­ir að einn liður í því að skapa fé til þess að styrkja ís­lenska fjöl­miðla fá­ist með því að skatt­leggja er­lenda miðla. Unnið sé að út­færslu skatt­lagn­ing­ar í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

„Við höf­um fengið þær upp­lýs­ing­ar að þegar rík­is­fjöl­miðlar hafa verið tekn­ir af markaði þá skili minna en helm­ing­ur­inn sér inn í inn­lent aug­lýs­ingaum­hverfi í lönd­un­um í kring­um okk­ur.“

Tekj­ur RÚV vegna aug­lýs­inga­sölu árið 2018 námu rúm­um tveim­ur millj­örðum kr. Er það tæp 18% af fé á aug­lýs­inga­markaði en um 40% af ljósvaka­markaði ef miðað er við töl­ur Hag­stof­unn­ar upp á heild­ar­veltu markaðar, upp á 13,4 millj­arða króna."

Fólkið hefur valið RÚV sem þann auglýsingamiðil sem nær til lesenda. 

Hvað ætlar þessi Framsóknarkona að fara að hafa vit fyrir almenningi?

RÚV er bara  besta sjónvarpsstöðin.

Sigmundur Ernir og Skúli Bragi standa sig samt ótrúlega vel ef litlum efnum. Það er kommahreiðrið á Fréttastofunni sem er undirrót óánægjuradda um RÚV en það virðist vera ósnertanlegt  hver svo sem er skipaður útvarpsstjóri.

En ofbeldisaðgerðir Lilju á auglýsingamarkaði er  ekki það sem okkur vantar.Un það næst engin pólitísk sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hversu sáttur ert þú með rúv-sjónvarp á skalanum 0-10?

Myndir þú vilja hafa allt óbreytt á rúv Halldór;

ef að þú fengir öllu ráðið?

Jón Þórhallsson, 12.1.2021 kl. 16:29

2 identicon

Hversu stórt þarf RUV að vera til að þjóna ÍSLANDI?  Hversu margir vinna á RUV? Viðbótar-styrkurinn frá ríkinu voru hundruð miljóna og lítur út, sem keypt "vinátta" alþingismanna? Vinstri hópurinn brosir gleytt og fær enda-laust meira, ef þess er óskað? Fámennur hópur er í "víking" við atvinnuvegina og allt geysar í málaferlum?  

RUV vantar dugandi hægrimenn, sem tala fyrir ÍSLAND og gömlu gildin og alla okkar ómenguðu framleiðslu til sjávar og sveita. Forðumst Alþjóða og Glóbalista samvinnu. Við getum þetta allt sjálfir. 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 13.1.2021 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband